Vika 2 í hlekk 6

Í þessari viku þá gerðum við tilraun, og þegar ég segji gerðum tilraun þá meina ég gerðum! Við máttum ráða hvernig tilraun við vildum gera en hún þurfti að tengjast varma og við fengum bakka, glös, hitamæla, klaka, heitt vatn og eitthvað fleira en allavega þá var skipt í hópa og ég var með Andreu og Antoni í hóp og við ákváðum að gera tilraun um einangrun.  Hún gekk þannig fyrir sig að við settum eitt glas í ullarsokk , eitt í álpappír og eitt í ekki neitt og heltum 100°C heitu vatni ofan í og fundum út hvað væri fljótast að kólna sem var glasið með engri einangrun sem kom okkur nú ekkert á óvart en það sem að kom okkur á óvart var það að álpappírinn var besta einangrunin sem að við hefðum nú ekki giskað á við vorum viss um að það væri ullarsokkurinn en svo var ekki.. En síðan á föstudaginn fórum við í könnun og ég fékk 8 á henni, ég er ekki alveg nógu stollt því mér fannst ég ætti að fá 10 þar sem ég lærði nokkuð mikið undir það en hvað um það ég fékk 8 og get ekkert breytt því J.  En nú er ég búin að vera veik og kom því ekki í tíman á mánudaginn þannig ég hef ekki hugmynd um hvað þau voru að gera skemmtilegt þá.  En þá er þetta allt komið held ég,  en ég get ekki sett skýrsluna strax inn á verkefnabankan því að ég er ekki búin að fá það sent en það mun koma, fyrr eða siðar :)

þessi mynd sínir hvernig hitabrúsar eru hannaðir :)

heimild fyrir mynd 

This entry was posted in Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *