6.3 – 13.3

Halló !
jæja við fórum í stöðvavinnu á miðvikudaginn og ég var með Valgeiri í hóp sem að var mjög fínt, við unnum vel og lærðum mikið í tímanum.  Ég ætla að setja hana inn á verkefnabókina hér á blogginu.  Á föstudaginn skoðuðum við allskonar fréttir og svo fórum við í aðra könnun (fórum líka seinustu viku) og ég fékk 8,5 á henni og 8,0 á hinni og ég er ekkert alltof sátt en ég sætti mig svo sem alveg við þetta en ég ætla að skrifa hérna samantekt af báðum könnunum.  Á mánudaginn þá fórum við yfir könnunina og svo var Gyða með fyrirlestur.

Könnun 1

 • Þjórsá er lengsta á landsins
 • Þjórsá er að drjúgum hluta jökulá en þó er bergvatn uppistaða árinnar
 • Dæmi um ytri öfl er jöklar og vindur
 • Vatnaskil eru mörkin á milli vatnasviða
 • Ef fossar eru í ám eru þar einnig fossberar
 • Grettistök geta sagt okkur hvar skriðjökull fór yfir
 • Dynkur hefur marga fossbera
 • Við getum áætlað aldur fornminja með því að lesa í setlög

Könnun 2

 • Vistkerfið getur verið örsmátt, jafnvel einn vatnsdropi í Þjórsá
 • Plöntur mynda sjálfar fæðuefnin sem þrr þurfa til eigin nota og teljast því frumframleiðendur vistkerfisins
 • Engar lífverur komast af án orku
 • Einsykran glúskósi er aðalafurð ljóstillífunar
 • Gerlar og sveppir eru virkustu sundrendur náttúrunnar
 • Fæðukeðja lýsir því hvernig mismunandi hópar lífvera afla sér fæðu
 • Refur getur verið 1.,2. og 3. stigs neytandi
 • Sníkill og hýsill samsvara Karíusi og Baktusi
 • Rústir eru sífreramyndanir
 • Tegundafjölbreytni er enkennandi fyrir Þjórsárver
 • Heiðargæsir eru jurtaætur
 • Fléttur eru dæmi um samhjálp lífvera
 • Uppruna allrar orku má rekja til sólarorkunnar og ljóstillifandi planta
This entry was posted in Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *