10.4-16.4 Hlekkur 8

Í þessari viku byrjuðum við á nýjum hlekk sem að er líffræði! 😀  Á mánudaginn var nú bara páskafrí þannig það var enginn tími þá en á miðvikudaginn þá var fyrirlestrar tími og svo skoðuðum við smásjá líka soldið sem að var bara virkilega skemmtilegt :) En núna kemur smá fróðleikur um það sem við erum búin að vera læra um 😀

Veirur

 • Veirur skaða hýsilfrumur sínar, þess vegna teljast þær sníklar, þótt varla teljist þær til lífvera.
 • Veira er sett saman úr tveimur meginhlutum: uppistöðu úr erfðaefni og hjúp úr prótíni.

Fjölgun Veira

Veirur fjölga sér aðeins í lifandi frumum

 • Veira fjölgar sér þannig að hún festir sig á hýsilinn og sprautar erfðarefni sínu inn í hann.
 • Prótínhjúpurinn verður eftir fyrir utan hýsilinn
 • Erfðaefnin tengjast erfðaefni hýsilsins og tekur yfir stjórninni.
 • Sýsillinn framleiðir efni í nýjar veirur þangað til hann er orðinn fullur af nýjum veirum og að endingu springur

Veirur og Menn

Veirur orsaka marga sjúkdóma

 • Oft væga sjúkdóma; kvef, áblástur og vörtur.
 • Aðrir veirusjúkdómar eru mun hættulegri, eins og, alnæmi, mislingar, inflúensa, lifrabólga, bólusótt, mænusótt, heilabólga, hettusótt og herpes.

Veiklaðar eða óvirkar veirur eru notaðar til að búa til bóluefni.  Bóluefni örvar myndun mótefna í líkamanum sem verja hann gegn sýkingum.

Dreifikjörnungar

 • Dreifikjörnungar eru aðeins ein fruma
 • Dreifikjörnungar hafa enga kjarna og erfðaefni er dreift um frymið. Þá skorir líka ýmis frumulíffæri
 • Allir dreifikjörningar eru gerlar (bakteríur)

Bakteríur

þetta eru bakteríur og hér er heimildin fyrir myndinni

Texti er fengin á glósum frá kennara

This entry was posted in Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *