Vika 1- 4.11.2012

Nú er komið nýtt skólaár og ég er komin í 10.bekk !
Þar sem að við vorum að koma frá danmerku erum við bara búin að fara í 2 náttúrufræðitíma.  Í gær (mánudag) þá var fyrirlestra tími og við svörðuðum líka nokkrum spurningum og í dag (þriðjudag fyrir þá sem að kunna ekki dagana 😉 ) þá vorum í stöðvavinnu.  Ég var með Hákoni í hóp og við fórum í 4 stöðvar.  Við fórum í sjálfspróf í tölvunni og okkur gekk mjög vel í því :) svo eftir það vorum við að „leika“ okkur með svona kubba sem að hver merkir ehv eitt efni og gerðum eins ferli og gerist þegar ljóstillífun verður og það var mjög hjálplegt því þá fékk maður aðeins meiri skilning á því.  Svo fórum við í krossgátu og hér kemur smá fróleikur um það sem að við vorum að læra um.

Blaðgræna er græna litarefnið í t.d laufblöðum

Mjölva er orkuríkt efni og finnst það í kartöflum

Sólin er uppspretta ljósorku

Súrefni myndast þegar plöntur mynda glúkósa

opið í blöðum sem hleypa lofttegundum inn og út kallast loftaugu

Grænukorn finnast í þeim lífverum sem eru frumbjarga

Glúkósi er þrúgusykur sem er einsykra

Æðar flytja vatn og glúkósa

ég fékk myndina hér
og texti er fengin uppúr verkefnum frá kennara og glósum

This entry was posted in Hlekkur 1 - Líffræði, Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *