Vika 1, Hlekkur 2

Í þessari viku fengum við niðurstöður úr prófi sem að við tókum í seinustu viku og það kom mjöög illa út eins og ég sagði í seinustu færslu en meðaltalið var undir 5…. :s
Svo að við fórum í endurtektar próf og það kom aðeins betur út en samt ekki nógu gott, ég er til dæmis mjög ósátt með niðurstöðu mína en það er engum öðrum að kenna nema mér 😉 Svo það er bara að taka sig á… 😀 en á þriðjudaginn vorum við í stöðvavinnu og ég var með Eyrúnu í hóp og við vorum að lita frumur og með því vorum við að læra ensku hugtökin á orðum sem tengjast frumum.  Það gekk bara ágætlega :)
En við fengum ekki bara úr prófunum á mánudaginn heldur var líka fyrirlestur og við fengum glósur :)

Hér kemur smá fróðleikur úr glósunum ! :)

 • Dreifikjörnungar eru einfaldar frumur án kjarna
 • Heilkjörnungar eru frumur með kjarna, skipt í frum- og ófrumbjarga lífverur
 • Litningar
  Grannir þræðir sem fljóta um í kjarnanum
  Stýra starfsemi frumunnar
  Miðla erfðaeiginleikum hennar til nýrrar frumu
 • Í kjarna er kjarnahimna, kjarnakorn og litningar
 • Mítósa
  Kynlaus æxlun
  Hver og ein fruma skiptir sér í tvær nákvæmlega eins frumur
  Efni kjarnans tvöfaldast – Jafnskipting
 • Meiósa
  Kynæxlun
  Tvær frumur mynda eina, sáðfruma og eggfruma sameinast, kallast frjógun
  Kynfrumur myndast við rýriskiptingu
  Mynda kynfrumur sem helmingi færri litninga en móðurfruman


Hér er góð mynd af litning :)
Heimild fyrir mynd :)

This entry was posted in Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *