Vika 3 Hlekkur 2

Á mánudaginn kláruðum við að fara yfir glósurnar og töluðum meira um blóðflokkana.
Á þriðjudaginn þá var stöðvavinna og ég var að vinna með Emblu :) Við bjuggum til barn hahah :) en það var þannig að við köstuðum með sitthvorum peningnum hvernig barnið yrði s.s. skjaldamerkið var ríkjandi og fiskurinn víkjandi og okkar barn kom bara mjög vel út 😀 svo vorum við að vinna með blóðflokka og meira með erfðir og það var bara mjög gaman :))  á miðvikudaginn vorum við í tölvuveri og vorum í leik sem að snérist um það að bjarga manneskju með því að taka blóðsýni úr henni og finna rétt blóð til þess að dæla í hana, þú getur fundið þennan leik hérna :) Svo fórum við líka á aðra síðu sem að við áttum að svara spurningum tengdum erfðafræði,, og hægt er að finna það hérna :)

jafnskipting= Þegar fruma gerir tvær frumur sem eru eins og upprunalega
rýriskipting=Þegar frumar gerir tvær frumur sem eru hálfar
mítósa = Jafnskipting
meiósa = Rýriskipting
ríkjandi = Táknað með stórum staf, ræður
víkjandi = Taknað með litlum staf, ræður ekki
arfhreinn = með annað hvort bæði ríkjandi t.d. HH eða bæði víkjandi t.d. hh
arfblendinn = t.d. Hh s.s. með einn ríkjandi og einn víkjandi
arfgerð = Tákn í stöfum
svipgerð = hvað stafirnir þýða
gen = Gen ráða eitthverjum ákveðnum eiginleika
DNA = Ber í sér erfðaupplýsingar
litningur = uppbygging sem samanstendur af DNA og próteinum,fyrirfinnst í frumum
erfðastafróf = Stafirnir í DNA-sameindinni
kynlitningar = Kynlintingur er litingur sem ákvarðar kyn lífveru.
genasamsæta = eru genapör, eitt frá móður og eitt frá föður
gölluð gen = Erfðasjúkdómar stafa af gölluðum genum
erfðatækni = gerir mönnum kleift að breyta genum
„klippa og líma“ = Insúlín og Vaxtarhormónar eru gerðir með því að klippa vaxtar gen úr DNA og setja í bakteríu
genapróf = eru notuð t.d. við fæðingu þá er tékkað hvort það sé einhver sérstakur gena galli
genalækningar = Reynt að láta frumurnar búa sjálf til lyf sem líkaminn þarf með því að koma fyrir nýjum genum í líkamanum
genabankar = í þessum bönkum eru geymd gömul fræ til þess að ekki of mikið deyi út
kynbætur = Kynbætur er þegar stýrð blöndun erfðaefnis mikið skyldra lífvera á sér stað yfir margar kynslóðir

Heimild frá texta er úr bókinni Maður og Náttúra
Heimild fyrir mynd 

This entry was posted in Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *