Þurrís !

Ég vona innilega að ég sé ekki of sein að skila þessu en allavega þá kemur þetta hér.
Á þriðjudaginn í seinustu viku vorum við að gera þurrís tilraun.  Ég var í hóp með Andreu og Antoni og við gerðum 5 tilraunir sem höfðu allar eitthvað að gera með þurrís og hér fyrir neðan kemur lýsing á því sem við gerðum.
En svona rétt áður en ég byrja þá er þurrís engan veginn það sama og venjulegur ís því að ís er frosið vatn en þurrís frosinn koltvísýringur og hefur aðeins tvær hamskiptingar, fast form og gas.

Fyrsta tilraunin

Hún snérist um það að reyna setja sápuhimnu yfir skál með þurrís og vatni í.  Við settum slatta af þurrís og frekar heitt vatn ofaní skál, svo tókum við klút og settum mikla sápu á klútinn og drógum klútinn yfir aftur og aftur en lítið sem ekkert gekk.   Eftir þetta ákváðum við að vera rosalega sniðug og setja þetta í minni skál svo við settum þurrísinn bara beint í aðra skál og settum meira vatn ofaní.  Þegar við heltum vatninu ofan í skálina þá föttuðum við ekki að það var komin sápa í þurrísinn og því freyddi mikið uppúr glasinu og það var rosalega skemmtilegt að sjá það J Svo helltum við vatninu og þurrísnum og tókum hreint vatn og þurrís og reyndum aftur upphaflega planið en náðum því ekki þó að við hefðum oft næstum því náð því :s.

 

Önnur tilraunin

Hún snérist um það að tékka hvað myndi gerast ef að maður færi með eld nálægt þurrísnum.  Við vorum með eldspítu og ef að við fórum með eldspítuna of nálægt þurrísnum slökknaði á eldinum og kom því í ljós að ekkert súrefni væri hjá þurrísnum.

 

Þriðja tilraun

Við áttum að prufa að blása sápukúlum ofaní fiskabúr sem hafði þurrís í botninum.  Þegar við gerðum það þá flutu sápukúlurnar allar jafn langt frá þurrísnum og sáum við þá vel hversu nálægt súrefnið kemst að þurrísnum

 

Fjórða tilraun

Þessi tilraun snérist um það að blása sápukúlum að þurrís sem að var í bakka.   Þegar okkur tókst að láta sápukúlurnar snerta þurrísinn þá frostnuðu sápukúlurnar og það var mjög svalt að sjá það.

 

Fimmta tilraun

Í þessari tilraun vorum við með þurrís í bakka og allskonar efni.  Þegar plastið kom við þurrísinn gerðist ekkert og þegar gúmmíið kom við þurrísinn gerðist heldur ekkert en þegar málmurinn kom við hann kom þvílíkt ískur.

 

Það var líka ein önnur tilraun sem við náðum ekki að gera vegna þess að tíminn var búinn.  En þá átti maður að láta þurrís í 2 tilraunaglös og setja heitt vatn í annað og kalt í hitt og setja blöðru á og þá blésust blöðrurunar upp.

Þetta var mjög skemmtilegur tími og við tókum líka myndir og myndbönd en því miður náðum við ekki að setja það inná tölvu :s

This entry was posted in Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *