Vísindavaka 24.1

Í vísindavikuni ákváð ég og hópurinn minn að gera bara klassíska mentos og kók tilraun.  Í hópnum mínum voru ég, Gulla, Hrafnhildur og Hugrún Embla.  Við ákváðum að gera myndband og gekk það bara mjög vel.  Á mánudaginn fórum við út í búð og keyptum það sem okkur vantaði í tilraunina sem var þrjár tveggja lítra kók flöskur (kók, kók zero og diet kók) og þrjá pakka af mentosi.  Við fórum út í íþróttahús, inn í sturtuklefan sem að var nú þrautin þyngri þar sem að það kveiknar á sturtunum ef maður labbar inn svo við þurftum að vera bara öðru megin í klefanum en það tókst ágætlega :)  Við settum mentosið ofaní kókið og það sést allt nánar í myndbandinu okkar.  Eins og hægt er að sjá í myndbandinu skemmtum við okkur mikið við gerð þess. Hér er hægt að sjá myndbandið

Einnig vil ég benda á það að ritgerðin mín er komin inná verkefnabankann :)

This entry was posted in Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *