Skilningarvitin #2 6.3

Í þessari viku byrjuðum við á glærunum.  Okkur gengur nokkuð vel.  Við erum komin vel af stað og í næstu viku þurfum við að klára og ég er bara nokkuð bjartsýn.  Ég myndi segja að við séum tæplega hálfnuð og við náðum að vinna nokkuð vel saman.

Augað og sjónin

Flestir treysta helst á sjónina af öllum skilningarvitum.  Með sjóninni getum við séð hversu stór hlutir eru og hvernig áferð þeirra er.  Getur dæmt um hvort hlutur sé hættulegur og hvort hann sé langt í burt eða nálægt.  Um það bil 70 % af öllum nemum líkamanns eru saman komnir í augunum. Þessir nemar senda boð til heilans þar sem unnið er úr þeim. Síðan er það háð samhengi hlutana hver skynjunin er. Engar tvær manneskjur skynja sama hlutinn nákvæmlega eins.

 

Augað getur virkað mjög svipað og linsukerfi í myndavél.  Fremst er gagnsær gluggi eða glæra og þar safnast ljósgeislar saman frá hverju því sem horft er á.  Aftan við glæruna er augnsteinninn, tær og sveigjanlegur, sem breytir um lögun eftir því hvort horft er nærri eða í fjarlægð.  Augasteinninn varpar mynd á hvolfi á himnu, svonefnda sjónu, í augnbotninum.   Í sjónu eru rúmlega 126 milljónir sjónskynfrumna stafir og keilur sem eru allar næmar fyrir ljósi. Keilurnar búa auk þess yfir þeim eiginleikum að greina liti. 

This entry was posted in Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *