Skilningarvitin #3 13.3

Í þessari viku vorum við að leggja loka hönd á glærusýninguna okkar.  En á miðvikudaginn var skólahreysti svo við misstum af einum tíma en gátum nýtt hina þrjá (einn á mánudaginn og tveir á þriðjudaginn)

Bragðskynfæri
Það eru um 10.000 bragðlaukar í munni, þessir bragðlaukar eru bragðskynfæri líkamans.  Bragð er að fjórum grunngerðum salt, súrt, sætt og beiskt.  Bragðlaukarnir eru flestir á tungunni en einnig finnast bragðlaukar í gómi og koki.  Frumurnar sem finna bragð eru ummyndaðar þekjufrumur með skynhárum.

Ilmskyn
Ilmskyn hefur mikil áhrif á bragðskynið okkar.  Ilmskynið okkar er þó mun næmara en bragðskynið samt er ilmskyn okkar sé óþroskað miðað við ilmskyn margra dýra.  Samt getum við aðgreint þúsundir ilmgerða.  Sameindir berast út í andrúmsloftið frá efnum sem lykta.

Þegar við öndum að okkur ilmefnum komast þau í snertingu við tvö fiturík svæði efst í nefholi þar eru ilmskynfærin sem eru ummyndaðir taugungar með skynhárum.  Þau eru aða ótal gerðum og hver þeirra greinir ákveðna lykt.  Upplýsingarnar úr nefi og munni sendast til heila og þess vegna finnum við bragð og lykt.  Þó að ilmskyn mannsins sé takmarkað miðað við ýmsar lífverur er það þeim þó nauðsynlegt til að greina ætt frá óætu og vara við hættum.  Þessi skynfæri hafa líka áhrif á andlega líða og skaphöfn mannsins.

mynd

This entry was posted in Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *