8-10 apríl

Á mánudaginn var fyrirlestrar tími um æxlunarkerfið.  Á þriðjudaginn fórum við út í stöðvavinnu, ég var með Þresti í hóp og okkur gekk nokkuð vel.  Stöðvarnar sem við fórum í voru  =

 • Blindi punkturinn –
  þar áttum við að finna blinda punktinn hjá hvoru öðru í ákveðnum fjarlægðum og sjá hversu langur hann væri og hvernig hann stækkaði því lengra sem farið var í burtu
 • Spenna í vöðvum –
  Við áttum að standa í dyrakarm og þrýsta handarbökunum í hliðarnar í 3 mín sem að var frekar erfitt og þegar við slepptum þá lyftust hendurnar upp sjálfkrafa.  En það var vegna spenning sem hafði myndast í vöðvunum.
 • Öndun –
  Þar átti annar hvort okkar að halda niðri í sér andanum og hinn taka tíman.  Svo átti manneskjan að hlaupa og halda niðri í sér andanum og bera saman tíma
  Að lokum þegar manneskjan var orðin alveg eðlileg ( ekki lengur þreytt ) átti hún að anda í bréfpoka og halda svo niðri í sér andanum

Því miður er ég ekki með neinar niðustöður vegna þess að við skiluðum Gyðu öllum blöðum. :S

Hérna er fróðleikur um það sem við vorum að læra um i fyrirlestratímanum.

 • Fjölgun lífvera fer fram með æxlun, kynlausri og kynæxlun
 • Kynlausæxlun er
  -Frumuskipting (mítósa)
  -Knappskot
  -Gróæxlun
  -Vaxtaæxlun
  -Klónun
 • Kynæxlun er
  -Karlkyn og kvenkyn
  -Sáðfruma og eggfruma (myndaðar með meiósu)
  -Samruni litninga úr tveimur einstaklingum
 • Líffæri æxlunarkerfisins eru
  -Kynkirtlar
  -eistu og eggjastokkar
  -Rásir
  -flytja og geyma kynfrumurnar
  -Aukakritlar
  – mynda ýmis efni fyrir kynfrumurnar
  -Stuðningslíffæri
  -t.d. getnaðarlimur og leg

Mynd

This entry was posted in Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *