15. – 17. apríl

Á mánudaginn kláraði Gyða fyrirlesturinn um æxlun.  Á þriðjudaginn vorum við að vinna í stöðvavinnu.  Ég var með Gullu í hóp, við fórum á nokkrar stöðvar t.d. á einni stöðinni áttum við að skoða fingraför og reyna að finna hver ætti eitt fingrafarið sem ekkert nafn var undir.  Síðan fórum við á stöð sem fjallaði um hvernig augað bregst við birtu.  Að lokum fórum við á stöð sem að fjallaði um jafnvægið þá settist gulla í stól og ég snéri henni í marga hringi þangað til hún varð frekar ringluð og þá átti hún að labba eftir beinni línu og það gekk bara ágætlega.  Á miðvikudaginn var Gyða ekki en við vorum að vinna i verkefninu þar sem hver og einn átti að velja sér eitt efni til þess að skrifa um og ég er að skrifa um orku.  Verkefnið þarf að komast fyrir á 1 A4 blaði.

Hvernig egg fruma og sáðfruma hittast 

Hvernig augað virkar

This entry was posted in Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

2 thoughts on “15. – 17. apríl

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *