Bully

Við horfðum á Bandarískumyndina Bully í Mannréttindafræðslu.  Í myndinni er fjallað um nokkra unglinga og eða fjölskyldur þeirra sem eru eða voru lögð í einelti.  Til dæmis er fjallað um líf fjölskyldu Tyler sem að fyrirfór sér vegna eineltis.  Hann hengdi sig inn í skápnum í herberginu sínu og foreldrar hans og litli bróðir fundu hann.  Síðan var stelpa sem var samkynhneigð og bjó í biblíubeltinu og hún og foreldrar hennar urðu fyrir miklu einelti.  Hún vildi ekki flytja því þá myndu þau vinna en það endaði með því að ekkert annað kom til greina því það þurfti fleiri en aðeins einn til þess að breyta þessu.  Ein stelpan var í unglinga fangelsi vegna þess að hún fór með byssu mömmu sinnar í skólann vegna hún var lögð í svo hart einelti að henni langaði bara að þetta myndi hætta.  Svo var strákur sem var lagður í einelti vegna útlits.  Það var mikið lagt hann í einelti í skólabílnum og einnig í skólanum.  Það var líka fjallað um aðra fjölskyldu sem að missti barnið sitt sem fyrirfór sér vegna eineltis.  Mér fannst þetta mjög góð mynd og ég held að hún hafi opnað augu fólks sem leggur í einelti og einnig fleirra.

This entry was posted in Mannréttindi. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *