Des 04

Vika 1, Hlekkur 4

Á mánudaginn fengum við glósur og var fyrirlestrar tími.  Á þriðjudaginn var stöðvavinna og ég var í hóp með Emblu.  Við náðum að gera þó nokkrar stöðvar en mikið snérist bara um að lesa og tala saman.  Við ákváðum einnig hvað við ættum að skrifa ritgerð um.  Ég ætla að skrifa um Innri og Ytri öfl.  Ég gerði hugtakakort sem ég var mjög ánægð með en þegar ég ætlaði svo að setja það inná bloggið þá var sagt að skjalið væri of stórt en ég vona að ég geti sett það inn á morgun.

Brot af því sem að við vorum að læra um í vikunni :)

Jarðvísindi er

 • Veðurfræði
 • Haffræði
 • Jarðfræði
 • Jarðefnafræði
 • Jarðeðlisfræði

Andrúmsloftið

Samsetning lofthjúps

 • nitur
 • súrefni
 • Argon
 • Ofl. eðallofttegundir, óson, koldíoxið, vatn

Óson

 • verndar jörðina fyrir rafsegulbylgjum frá sólu
 • útfjólublárr ljós hættulegt lífverum
 • Aukning gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti hækkarhita lofthjúpsins

Jörðin – Innræn öfl

 • Flekahreyfingar
 • Eldvirkni
 • Jarðskjálftar
 • Jarðhiti

Jörðin – Útræn öfl

 • Haf
 • Vindar
 • Ár
 • Frost
 • Jöklar
 • Vðrun
 • Rof
 • Set

 

Heimild frá mynd

Aðrar heimildir fengnar úr glósum frá kennara

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
nov 22

Mannréttindafræðsla 22.11.12

Við fórum í ólsenólsen í einum tímanum.  En þá var hún Kolbrún búin að tala við þrjár stelpur og segja einni að svindla, einni að búa til nýjar reglur og einni að ásaka aðra um að vera svindla.  Við byrjuðum og við vorum ekki búin að spila lengi þegar þessi sem að áttu að ásaka og sú sem átti að búa til og breyta reglum byrjuðu að vera virkilega pirrandi.  Við rifumst soldið en að lokum föttuðum við að þetta var allt uppsett.

við lærðum munin á mannréttindi og forréttindi

Það eru t.d. mannréttindi að fá að borða en forréttindi að fá ís og nammi

 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
nov 21

Þurrís !

Ég vona innilega að ég sé ekki of sein að skila þessu en allavega þá kemur þetta hér.
Á þriðjudaginn í seinustu viku vorum við að gera þurrís tilraun.  Ég var í hóp með Andreu og Antoni og við gerðum 5 tilraunir sem höfðu allar eitthvað að gera með þurrís og hér fyrir neðan kemur lýsing á því sem við gerðum.
En svona rétt áður en ég byrja þá er þurrís engan veginn það sama og venjulegur ís því að ís er frosið vatn en þurrís frosinn koltvísýringur og hefur aðeins tvær hamskiptingar, fast form og gas.

Fyrsta tilraunin

Hún snérist um það að reyna setja sápuhimnu yfir skál með þurrís og vatni í.  Við settum slatta af þurrís og frekar heitt vatn ofaní skál, svo tókum við klút og settum mikla sápu á klútinn og drógum klútinn yfir aftur og aftur en lítið sem ekkert gekk.   Eftir þetta ákváðum við að vera rosalega sniðug og setja þetta í minni skál svo við settum þurrísinn bara beint í aðra skál og settum meira vatn ofaní.  Þegar við heltum vatninu ofan í skálina þá föttuðum við ekki að það var komin sápa í þurrísinn og því freyddi mikið uppúr glasinu og það var rosalega skemmtilegt að sjá það J Svo helltum við vatninu og þurrísnum og tókum hreint vatn og þurrís og reyndum aftur upphaflega planið en náðum því ekki þó að við hefðum oft næstum því náð því :s.

 

Önnur tilraunin

Hún snérist um það að tékka hvað myndi gerast ef að maður færi með eld nálægt þurrísnum.  Við vorum með eldspítu og ef að við fórum með eldspítuna of nálægt þurrísnum slökknaði á eldinum og kom því í ljós að ekkert súrefni væri hjá þurrísnum.

 

Þriðja tilraun

Við áttum að prufa að blása sápukúlum ofaní fiskabúr sem hafði þurrís í botninum.  Þegar við gerðum það þá flutu sápukúlurnar allar jafn langt frá þurrísnum og sáum við þá vel hversu nálægt súrefnið kemst að þurrísnum

 

Fjórða tilraun

Þessi tilraun snérist um það að blása sápukúlum að þurrís sem að var í bakka.   Þegar okkur tókst að láta sápukúlurnar snerta þurrísinn þá frostnuðu sápukúlurnar og það var mjög svalt að sjá það.

 

Fimmta tilraun

Í þessari tilraun vorum við með þurrís í bakka og allskonar efni.  Þegar plastið kom við þurrísinn gerðist ekkert og þegar gúmmíið kom við þurrísinn gerðist heldur ekkert en þegar málmurinn kom við hann kom þvílíkt ískur.

 

Það var líka ein önnur tilraun sem við náðum ekki að gera vegna þess að tíminn var búinn.  En þá átti maður að láta þurrís í 2 tilraunaglös og setja heitt vatn í annað og kalt í hitt og setja blöðru á og þá blésust blöðrurunar upp.

Þetta var mjög skemmtilegur tími og við tókum líka myndir og myndbönd en því miður náðum við ekki að setja það inná tölvu :s

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Okt 24

Vika 3 Hlekkur 2

Á mánudaginn kláruðum við að fara yfir glósurnar og töluðum meira um blóðflokkana.
Á þriðjudaginn þá var stöðvavinna og ég var að vinna með Emblu :) Við bjuggum til barn hahah :) en það var þannig að við köstuðum með sitthvorum peningnum hvernig barnið yrði s.s. skjaldamerkið var ríkjandi og fiskurinn víkjandi og okkar barn kom bara mjög vel út 😀 svo vorum við að vinna með blóðflokka og meira með erfðir og það var bara mjög gaman :))  á miðvikudaginn vorum við í tölvuveri og vorum í leik sem að snérist um það að bjarga manneskju með því að taka blóðsýni úr henni og finna rétt blóð til þess að dæla í hana, þú getur fundið þennan leik hérna :) Svo fórum við líka á aðra síðu sem að við áttum að svara spurningum tengdum erfðafræði,, og hægt er að finna það hérna :)

jafnskipting= Þegar fruma gerir tvær frumur sem eru eins og upprunalega
rýriskipting=Þegar frumar gerir tvær frumur sem eru hálfar
mítósa = Jafnskipting
meiósa = Rýriskipting
ríkjandi = Táknað með stórum staf, ræður
víkjandi = Taknað með litlum staf, ræður ekki
arfhreinn = með annað hvort bæði ríkjandi t.d. HH eða bæði víkjandi t.d. hh
arfblendinn = t.d. Hh s.s. með einn ríkjandi og einn víkjandi
arfgerð = Tákn í stöfum
svipgerð = hvað stafirnir þýða
gen = Gen ráða eitthverjum ákveðnum eiginleika
DNA = Ber í sér erfðaupplýsingar
litningur = uppbygging sem samanstendur af DNA og próteinum,fyrirfinnst í frumum
erfðastafróf = Stafirnir í DNA-sameindinni
kynlitningar = Kynlintingur er litingur sem ákvarðar kyn lífveru.
genasamsæta = eru genapör, eitt frá móður og eitt frá föður
gölluð gen = Erfðasjúkdómar stafa af gölluðum genum
erfðatækni = gerir mönnum kleift að breyta genum
„klippa og líma“ = Insúlín og Vaxtarhormónar eru gerðir með því að klippa vaxtar gen úr DNA og setja í bakteríu
genapróf = eru notuð t.d. við fæðingu þá er tékkað hvort það sé einhver sérstakur gena galli
genalækningar = Reynt að láta frumurnar búa sjálf til lyf sem líkaminn þarf með því að koma fyrir nýjum genum í líkamanum
genabankar = í þessum bönkum eru geymd gömul fræ til þess að ekki of mikið deyi út
kynbætur = Kynbætur er þegar stýrð blöndun erfðaefnis mikið skyldra lífvera á sér stað yfir margar kynslóðir

Heimild frá texta er úr bókinni Maður og Náttúra
Heimild fyrir mynd 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Okt 16

Vika 2, Hlekkur 2

Á mánudaginn var fyrirlestrar timi eins og vanalega :)
Á þriðjudaginn var stöðavinna og ég var að vinna með Gullu og við vorum bara rosalega duglegar 😀
og á miðvikudaginn vorum við að klára að fara yfir glærurnar og lærðum um blóðflokka.

En í stöðvavinnunni vorum við að

 • finna hvaða gen væru ríkjandi í móður og föður og sjá svo hvernig afkvæmið kæmi út
 • Teiknuðum mynda af DNA svo að við myndum skilja það betur
 • Svöruðum svolítið af spuningum úr bókinni Maður og náttúra :)

þetta er góð mynd sem sýnir vel DNA :)

Heimild mynd

Bææjó :)

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Okt 09

Vika 1, Hlekkur 2

Í þessari viku fengum við niðurstöður úr prófi sem að við tókum í seinustu viku og það kom mjöög illa út eins og ég sagði í seinustu færslu en meðaltalið var undir 5…. :s
Svo að við fórum í endurtektar próf og það kom aðeins betur út en samt ekki nógu gott, ég er til dæmis mjög ósátt með niðurstöðu mína en það er engum öðrum að kenna nema mér 😉 Svo það er bara að taka sig á… 😀 en á þriðjudaginn vorum við í stöðvavinnu og ég var með Eyrúnu í hóp og við vorum að lita frumur og með því vorum við að læra ensku hugtökin á orðum sem tengjast frumum.  Það gekk bara ágætlega :)
En við fengum ekki bara úr prófunum á mánudaginn heldur var líka fyrirlestur og við fengum glósur :)

Hér kemur smá fróðleikur úr glósunum ! :)

 • Dreifikjörnungar eru einfaldar frumur án kjarna
 • Heilkjörnungar eru frumur með kjarna, skipt í frum- og ófrumbjarga lífverur
 • Litningar
  Grannir þræðir sem fljóta um í kjarnanum
  Stýra starfsemi frumunnar
  Miðla erfðaeiginleikum hennar til nýrrar frumu
 • Í kjarna er kjarnahimna, kjarnakorn og litningar
 • Mítósa
  Kynlaus æxlun
  Hver og ein fruma skiptir sér í tvær nákvæmlega eins frumur
  Efni kjarnans tvöfaldast – Jafnskipting
 • Meiósa
  Kynæxlun
  Tvær frumur mynda eina, sáðfruma og eggfruma sameinast, kallast frjógun
  Kynfrumur myndast við rýriskiptingu
  Mynda kynfrumur sem helmingi færri litninga en móðurfruman


Hér er góð mynd af litning :)
Heimild fyrir mynd :)

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Okt 02

Vika 5, Hlekkur 1

Í þessari viku vorum við að klára hlekkinn og byrjum að nýjum hlekk í næstu viku.  Á mánudaginn var fyrirlestrar tími og við vorum að skoða allskonar fréttir.  Á þriðjudaginn vorum við að klára plagöt síðan í síðustu viku og kynntum þau svo.  Ég var í hóp með Andreu og Hugrúnu.  Svo á miðvikudaginn var próf sem kom mjög illa út.

Hér kemur fróðleikur um það sem að við erum búinn að vera að vinna með í þessum hlekk.

 • Koltvíoxið er samsett úr einni kolefnisfrumeind og tveim súrefnisfrumeindum.
 • Við ljóstillífun myndast súrefni og glúkósi
 • Ljóstillífun fer fram í grænukonum
 • Varafrumur stjórna stærð loftauga og jafnframt útgufun vatns í frumu
 • Ein fæðutegund sem inniheldur mikinn mjölva er til dæmis kartöflur
 • Við bruna (frumöndun) myndast koltvíoxið og vatn
 • Bruni (frumöndun) fer fram við 37°C
 • Dæmi um toppneytanda er maður
 • Lífverur sem lifa á leifum dauðra lífvera og stuðla þannig að hringrás efna kallast sundrendur
 • Lífverum fækkar því ofar sem komið er í fæðupíramíða
 • Plöntur nota glúkósa sem næringu og byggingarefni
 • Olía myndast úr leifum planta og dýra
 • Fæðu tegundir sem eru ríkar ad glúkósa láta fljótt frá sér orku
 •  ljóstillífun er ferli sem fer fram i plöntum
 • Vistfræði fjallar um tenfsl æa milli lifvera og tengsl þeirra við umhverfi sitt
 • Vistkerfi er afmarkað svæði í nattúrunni allar lífverur sem lifa þar og lífvana þættir í umhverfinu
 • Öll blóm og öll tré eru ekki dæmi um stofn
 • Lífverur sem berjast um fæðu,vatn, búsvæðuu og maka eru dæmi um samkeppni
 • Hlutverk og staða lífvera í vistkerfi kallast sess
 • Kvæmi er afbrigði plöntu sem hefur lagað sig að sérstökum veðurfaraskilyrðum á tilteknu svæði
 • Birkiskógar voru ríkjandi við landnám
 • Gróðurlendi á svæðum þar sem jarðvatn nær upp undir eða upp yfirborð jarðvegsins kallast vorlendi
 • Það er ekki salt í dagavötnum
 • Mývatn er ekki eitt köldustu vötnum í evrópu
 • Vatn er eðlisþyngst i 4°C
 • 2/3 Hlutar jarðarinnar er þakinn vatni
 • Á vorinn er magn plöntusviðs í hafinu mest við ísland
 • Hlýnun jarðar hefur áhrif á mikið til dæmis nú sést Makríllinn hefur fært sig upp að landinu en ýmsir sjófuglar svo sem lundi og kría hafa misst æti.
 • Áhrif umsvif mannsins hefur á náttúruna er að lífræðileg fjölbreytileiki hefur minnkað
 • Helsta þróunin á vistkerfin manna á 20.öld einkennist af auknu þéttbýli og aukinni neyslu
 • Nýji orkugjafinn sem menn byrjuðu að nota í lok 19.aldar var jarðefnaeldsneyti

Hér er myndband um hvernig ljóstillífun fer fram.  Þetta myndband er ætlað börnum og er því mjöög einfalt og maður skilur allt :)

Posted in Hlekkur 1 - Líffræði | Leave a comment
Sep 18

18.9.2012, Vika 3

Í þessari viku var fyrirlestrar tími og við vorum að vinna sjálfspróf úr kaflanum og ég var að vinna með Gullu og við náðum að svara slatta af spurningum

Hér kemur fróðleikur uppúr spurningunum sem að við vorum að vinna í :)

 • Dæmi um vistkerfi er til dæmis Þingvallavatn.  Vistkerfi þarf að vera vel afmarkað.
 • Sess lífveru í vistkerfi er hlutverk sem hver lífvera hefur í vistkerfinu
 • Stofn lífvera er allar lífveruru af sömu tegund sem lifa í sama vistkerfi
 • Meginmunurinn á fæðukeðju og fæðuvef er að fæðuvefur er geðrður úr mörgum tegundum fæðukeðja, fæðukeðja gæti verið planta sem lamb étur og svo étur tófan lambið
 • Þegar sagt er að það ríki jafnvægi í náttúrunni

óklárað !

Posted in Hlekkur 1 - Líffræði, Náttúrufræði | Leave a comment