Sep 04

Vika 1- 4.11.2012

Nú er komið nýtt skólaár og ég er komin í 10.bekk !
Þar sem að við vorum að koma frá danmerku erum við bara búin að fara í 2 náttúrufræðitíma.  Í gær (mánudag) þá var fyrirlestra tími og við svörðuðum líka nokkrum spurningum og í dag (þriðjudag fyrir þá sem að kunna ekki dagana 😉 ) þá vorum í stöðvavinnu.  Ég var með Hákoni í hóp og við fórum í 4 stöðvar.  Við fórum í sjálfspróf í tölvunni og okkur gekk mjög vel í því :) svo eftir það vorum við að „leika“ okkur með svona kubba sem að hver merkir ehv eitt efni og gerðum eins ferli og gerist þegar ljóstillífun verður og það var mjög hjálplegt því þá fékk maður aðeins meiri skilning á því.  Svo fórum við í krossgátu og hér kemur smá fróleikur um það sem að við vorum að læra um.

Blaðgræna er græna litarefnið í t.d laufblöðum

Mjölva er orkuríkt efni og finnst það í kartöflum

Sólin er uppspretta ljósorku

Súrefni myndast þegar plöntur mynda glúkósa

opið í blöðum sem hleypa lofttegundum inn og út kallast loftaugu

Grænukorn finnast í þeim lífverum sem eru frumbjarga

Glúkósi er þrúgusykur sem er einsykra

Æðar flytja vatn og glúkósa

ég fékk myndina hér
og texti er fengin uppúr verkefnum frá kennara og glósum

Posted in Hlekkur 1 - Líffræði, Náttúrufræði | Leave a comment
Maí 15

Kría – seinasta bloggið á þessu skólaári

Þessi vika er búin að vera mjög fín.  Við fengum úr prófunum og mér gekk ágætlega.  Held að ég hafi fengið 8,5 :)
Í þessu bloggi ætla ég að skirfa um Kríur.

Kríur eru og hafa alltaf verið uppáhalds fuglinn minn frá því ég var lítil.  Kríurnar koma hingað í lok apríl og fara í byrjun októmber.  Varp og ungtími þeirra er frá lok maí og framm í miðjan apríl.  Þær verpa um 1 – 3 egg.  Þær liggja á eggjunum í 20-24 daga og ungatíminn er 21 – 24 dagar.  Aðalfæði þeirra eru síli og aðrir smá fiskar.  Krían er um 38 cm á lengd, hún er með rauða fætur og rautt nef á sumrin en svart á veturna.  Hún er þekkt fyrir öflugan lofthernað í varplandi sínu og ver ekki aðeins eigin afkvæmi fyrir ræningjum, heldur njóta aðrir fuglar einnig góðs af að verpa í nágrenni hennar.  Það er bannað samkvæmt lögum að skóta kríur.  Kríurnar eru mjög félagslindar og alltaf á sífelldu iði og amstri.

heimild fyrir texta fékk ég hér og hér og myndina fékk ég hér

og þetta er síðasta bloggið á þessu skólaári svo ég segi bara gleðilegt sumar og bæjó 😀

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Maí 01

24.4-1.5

í þessari viku var bekknum skipt í hópa og ég lenti í hóp með Þresti.  Við fengum okkur sitthvora krukkuna og ég labbaði niður að Laxá og Þröstur Hellisholtarlæk.  Svo komum við aftur inn og bjuggum til smásjá sýni úr vatninu sem við sóttum.  Við fundum ekkert úr sýninu úr Hellisholtarlæk en nokkra þörunga í hinu.  En við fengum sýni lánað frá Hafdísi og Rakel og þar sáum við einhvað smá.  Núna erum við enn að vinna í sýrslunni og ég mun setja hana hér inn þegar hún er tilbúin :)
heimild af mynd 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
apr. 24

17.4-24.4

Í þessari vikur var fyrirlestrar tími á miðvikudaginn og einnig byrjuðum við á plagat vinnu um kynsjúkdóma.  Ég var með henni Hugrúnu í hóp og við ákváðum að tala HIV og okkur gekk mjög vel.  Við byrjuðum og kláruðum plagötin á föstudaginn en þá var aðeins einn tími og við náðum ekki að klára í honum en hún Bára stærfræðikennari var ekki þannig við héldum áfram að vinna í plagötunum og náum því að klára þau.  Núna ætla ég að fræða ykkur aðeins um HIV :)

HIV smitast ekki…

 • með kossi
 • í gegnum heilbrigða húð
 • Með lofti og vatni
 • með flugnarbiti
 • með mat og drykk
 • með glösum, diskum og þess háttar
 • Með sængum, dýnum og þess hattar
 • Af salernissetum
 • Af salernissetum eða baðkörum.
 • Með kossum.
 • Með hnerrum og hósta.
 • Með svita.
 • Með hori og tárum.
 • Með handabandi.
HIV getur smitast….
 • Við óvarðar samfarir konu og karls eða tveggja karla. Hver sem er getur fengið HIV ef hann eða hún hefur kynmök við smitað fólk. Smit á sér stað við beina snertingu við veiruna í gegnum blóð, sæði eða leggangaslím.
 • Ef notaðar eru sprautur eða sprautunálar sem eru mengaðar af HIV.
 • Við blóðgjöf, ef blóðið er sýkt af HIV.
 • Frá móður til barns á meðgöngu, við fæðingu eða brjóstagjöf.
Nokkrar staðreyndir um HIV
 • Til þess að koma í veg fyrir HIV á að nota smokk! :) 
 • Það er ekki til lækning við HIV en með daglegri lyfjanotkun er hægt að halda sjúkdómnum niðri
Svona lítur veiran út
Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
apr. 16

10.4-16.4 Hlekkur 8

Í þessari viku byrjuðum við á nýjum hlekk sem að er líffræði! 😀  Á mánudaginn var nú bara páskafrí þannig það var enginn tími þá en á miðvikudaginn þá var fyrirlestrar tími og svo skoðuðum við smásjá líka soldið sem að var bara virkilega skemmtilegt :) En núna kemur smá fróðleikur um það sem við erum búin að vera læra um 😀

Veirur

 • Veirur skaða hýsilfrumur sínar, þess vegna teljast þær sníklar, þótt varla teljist þær til lífvera.
 • Veira er sett saman úr tveimur meginhlutum: uppistöðu úr erfðaefni og hjúp úr prótíni.

Fjölgun Veira

Veirur fjölga sér aðeins í lifandi frumum

 • Veira fjölgar sér þannig að hún festir sig á hýsilinn og sprautar erfðarefni sínu inn í hann.
 • Prótínhjúpurinn verður eftir fyrir utan hýsilinn
 • Erfðaefnin tengjast erfðaefni hýsilsins og tekur yfir stjórninni.
 • Sýsillinn framleiðir efni í nýjar veirur þangað til hann er orðinn fullur af nýjum veirum og að endingu springur

Veirur og Menn

Veirur orsaka marga sjúkdóma

 • Oft væga sjúkdóma; kvef, áblástur og vörtur.
 • Aðrir veirusjúkdómar eru mun hættulegri, eins og, alnæmi, mislingar, inflúensa, lifrabólga, bólusótt, mænusótt, heilabólga, hettusótt og herpes.

Veiklaðar eða óvirkar veirur eru notaðar til að búa til bóluefni.  Bóluefni örvar myndun mótefna í líkamanum sem verja hann gegn sýkingum.

Dreifikjörnungar

 • Dreifikjörnungar eru aðeins ein fruma
 • Dreifikjörnungar hafa enga kjarna og erfðaefni er dreift um frymið. Þá skorir líka ýmis frumulíffæri
 • Allir dreifikjörningar eru gerlar (bakteríur)

Bakteríur

þetta eru bakteríur og hér er heimildin fyrir myndinni

Texti er fengin á glósum frá kennara

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Mar 27

20.3 – 27.3

í þessari viku vorum við með kynningu á verkefni um virkjanir.  Ég var með Gullu og Gylfa í hóp og við fengum Sultartangavirkjun.  Okkur gekk bara mjög vel að mínu mati og unnum vel í tímum og ég setti glærurnar í verkefnabankan :)

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Mar 13

6.3 – 13.3

Halló !
jæja við fórum í stöðvavinnu á miðvikudaginn og ég var með Valgeiri í hóp sem að var mjög fínt, við unnum vel og lærðum mikið í tímanum.  Ég ætla að setja hana inn á verkefnabókina hér á blogginu.  Á föstudaginn skoðuðum við allskonar fréttir og svo fórum við í aðra könnun (fórum líka seinustu viku) og ég fékk 8,5 á henni og 8,0 á hinni og ég er ekkert alltof sátt en ég sætti mig svo sem alveg við þetta en ég ætla að skrifa hérna samantekt af báðum könnunum.  Á mánudaginn þá fórum við yfir könnunina og svo var Gyða með fyrirlestur.

Könnun 1

 • Þjórsá er lengsta á landsins
 • Þjórsá er að drjúgum hluta jökulá en þó er bergvatn uppistaða árinnar
 • Dæmi um ytri öfl er jöklar og vindur
 • Vatnaskil eru mörkin á milli vatnasviða
 • Ef fossar eru í ám eru þar einnig fossberar
 • Grettistök geta sagt okkur hvar skriðjökull fór yfir
 • Dynkur hefur marga fossbera
 • Við getum áætlað aldur fornminja með því að lesa í setlög

Könnun 2

 • Vistkerfið getur verið örsmátt, jafnvel einn vatnsdropi í Þjórsá
 • Plöntur mynda sjálfar fæðuefnin sem þrr þurfa til eigin nota og teljast því frumframleiðendur vistkerfisins
 • Engar lífverur komast af án orku
 • Einsykran glúskósi er aðalafurð ljóstillífunar
 • Gerlar og sveppir eru virkustu sundrendur náttúrunnar
 • Fæðukeðja lýsir því hvernig mismunandi hópar lífvera afla sér fæðu
 • Refur getur verið 1.,2. og 3. stigs neytandi
 • Sníkill og hýsill samsvara Karíusi og Baktusi
 • Rústir eru sífreramyndanir
 • Tegundafjölbreytni er enkennandi fyrir Þjórsárver
 • Heiðargæsir eru jurtaætur
 • Fléttur eru dæmi um samhjálp lífvera
 • Uppruna allrar orku má rekja til sólarorkunnar og ljóstillifandi planta
Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Mar 06

Þjórsá

Á miðvikudaginn vorum við í stöðvavinnu og ég teiknaði þvílíkt flotta mynd af háafossi sem ég get því miður ekki sýnt hér en svo á föstudaginn fórum við ekkert í náttúrufræði því að við vorum að spila leik sem að heitir Raunveruleikurinn og þá áttum við einmitt að taka könnun en við tókum hana bara á mánudaginn en þá horfðum við á fræðslumynd og tókum könnunina og ég veit ekkert hvað ég fékk á henni en ég held að mér hafi gengið ágætlega eða ég vona það stórlega.  Og þar sem ég alveg steingleymdi að blogga um seinustu viku kemur hérna slatti!

Þjórsárdalur

 • Blómlegar byggðir risu um allt land á landnámsöld og var Þjórsárdalur þar enginn undantekning en í dalnum var blómleg byggð fyrr á öldum
 • Árið 1104 eyddist byggðin vegna gjóskufalls frá Heklugosi.
 • Í dag er Þjórsárdalur vinsæll áningarstaður ferðamanna vegna náttúrufegurðar og sögu.
Þjórsá
 • Þjórsá er lengsta á landsins, þ.e. 230 km. frá upptökum Bergvatnskvíslar
 • Meginstefna er til suðvesturs og fylgir þannig aðalsprungusvæði landsins
 • Er að drjúgum hlutajöulá en þó er bergvatn uppistaðan í vatni árinnar.
 • Meðfram ánni er gróið land þegar neðar dregurog víða stórbrotið og fagurt landslag.
 • Að lokum liðast Þjórsá um stærsta og þéttbýlasta landbúnaðarhérað á Íslandi
Innri Öfl
 • Eldgos
 • Jarðskjálftar
 • Skropuhreyfingar
Ytri Öfl 
 • Vindur
 • Öldugangur
 • Jöklar
 • Frost
 • Úrkoma
 • Vatnsföll
Hjarnjöklar – allir stærstu jöklar landsins
Skriðjöklar – Afrennsli stærri jökla
Daljöklar – Fáir á íslandi
Skálar-og hvilftarjöklar – algengir í Eyjafjarðarhálendinu
Rof og Set
 • þegar berg molnar vegna afla sríður mylsnan niður og berst burt með vindi eða öðru = Rof
 • Þar sem bergmylsna sest myndast set
 • Set úr bergmylsnu sest oftast á láglendi og í sjó
 • Setmyndun getur verið mjög mikil t.d má segja að allt Suðurlandsundirlendið þakið seti.
Flokkun sets
 • Sandur og Möl er dæmi um set
 • Moldaberg er set úr bergmylsnu
 • Set úr bergmylnslu
 • Efnaset myndast hverasvæði
  – hverahrúður eða lög af leir og brennisteini
 • Lífrænt set verður til úr leifum planta og dýra
  – Í Mývatni mynda skeljar af kísilþörungum þykk setlög
 • Mold er gert úr bergmylsnu blandaðri rotnandi eða rotnuðum dýra- og plöntuleyfum
 • Hraun

mynd af háafossi
Heimild af texta : glósur frá kennara
Posted in Náttúrufræði | Leave a comment