Feb 10

Vika 3, hlekkur 6

við fórum í stöðvavinnu á miðvikudaginn! það var mjög gaman fannst mér nema hvað við náðum fáum stöðvum þar sem að sjónhverfingar stöðin tók sinn tíma en við fórum í hana og aðra líka.  Svo í dag (föstudag) þá unnum við nokkur verkefni, við t.d mældum muninn á púlsinum okkar fyrir og eftir við vorum búin að hlaupa soldið.
Stöðvavinnan! 

eins og er búið að koma fram þá náðum við ekki að gera mikið af stöðum (ég og Gylfi) en við gerðum sjónhverfingarnar og gerðum það vel :).  ein myndin sem kom mér mikið á óvart var þessi hérna 

mér finnst þetta svo ótrúlegt að það hverfi bara í kring um þetta ! en þá er svo sem ekki mikið meira að segja en
bæjó ég er farin í vetrarfrí!

á þessari síðu er hægt að finna fleiri skemmtilegar sjónhverfingar endilega skoðið þetta :)

heimild fyrir mynd

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Feb 07

Vika 2 í hlekk 6

Í þessari viku þá gerðum við tilraun, og þegar ég segji gerðum tilraun þá meina ég gerðum! Við máttum ráða hvernig tilraun við vildum gera en hún þurfti að tengjast varma og við fengum bakka, glös, hitamæla, klaka, heitt vatn og eitthvað fleira en allavega þá var skipt í hópa og ég var með Andreu og Antoni í hóp og við ákváðum að gera tilraun um einangrun.  Hún gekk þannig fyrir sig að við settum eitt glas í ullarsokk , eitt í álpappír og eitt í ekki neitt og heltum 100°C heitu vatni ofan í og fundum út hvað væri fljótast að kólna sem var glasið með engri einangrun sem kom okkur nú ekkert á óvart en það sem að kom okkur á óvart var það að álpappírinn var besta einangrunin sem að við hefðum nú ekki giskað á við vorum viss um að það væri ullarsokkurinn en svo var ekki.. En síðan á föstudaginn fórum við í könnun og ég fékk 8 á henni, ég er ekki alveg nógu stollt því mér fannst ég ætti að fá 10 þar sem ég lærði nokkuð mikið undir það en hvað um það ég fékk 8 og get ekkert breytt því J.  En nú er ég búin að vera veik og kom því ekki í tíman á mánudaginn þannig ég hef ekki hugmynd um hvað þau voru að gera skemmtilegt þá.  En þá er þetta allt komið held ég,  en ég get ekki sett skýrsluna strax inn á verkefnabankan því að ég er ekki búin að fá það sent en það mun koma, fyrr eða siðar :)

þessi mynd sínir hvernig hitabrúsar eru hannaðir :)

heimild fyrir mynd 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
jan 31

Vikan

við erum búin að vera læra um orku! Við fórum líka í einn leik sem heitir Energy Skate Park :)

dæmi um orku er

Hreyfiorka! = Hreyfiorka er sú orka sem hlutir býr yfir sökum hreyfingar sinnar, sú vinna sem þarf til að koma kyrrstæðum hlut af ákveðnum massa á tiltekna hreyfingu.  Hlutir sem eru á hreyfingu geta framkvæmt vinnu.  Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku sameindanna.  Orkan sem felst í hreyfingunni kallast hreyfiorka.
Stöðuorka! =  Háð því hvar hlutur er staðsettur.  Stöðuorka kerfis er orka sem stafar af kröftum sem verka á milli eininga þess og afstöðu þeirra.  Kraftarnir geta verið rafkraftur, segulkraftur eða þyngdarkraftur.  Þegar stöðuorka kerfis minnkar, breytist hún í aðra tegund orku, t.d hreyfiorku.  „Geyma“ má stöðuorku svo sem þyngdarstöðuorku, fjöðrunarorku, efnaorku, kyrrstöðumassaorku eða raforku og leysa síðar úr læðingi.
Varmaorka! hreyfiorka sem stafar af hreyfingu einda kallast varmorka.  Sú mynd orkunnar sem flyst á milli staða þar sem hitamunar gætir.  Því meiri hreyfing – því meiri varmi.

svo gerðum við líka verkefni sem hægt er að finna í verkefnabankanum :)


Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
jan 18

vísindavaka:)

ég er ekki búin að blogga mjög lengi en það sem við erum búin að vera gera eru tilraunir.  Ég, Gulla, Hugrún og Rakel erum saman í hóp og við ákváðum eftir mikla tilhugsun að vera með egg sem á að skoppa:) svo að við reyndum það og héldum við hefðum gert allt rétt en svo föttuðum við eftir á að við hefðum átt að harðsjóða eggin en við sýndum hvað gerist við harðsoðið egg sem er búið að liggja í ediksýru í 5 daga (það átti samt bara að vera 2 en því það var ófært þannig að við þurftum að bíða þanga til á mánudaginn) og það skoppaði en það var mjög seigt því að það átti bara að vera búið að liggja í 2 daga ekki 5 en
 hér kemur myndbandið okkar :) en afhverju skoppaði ediksýru eggið :O það var vegna þess að ediksýran tók allt kalkið sem varí eggjaskurininni svo að hún var lin og skoppaði :)

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Des 06

3. Vika

í þessari viku þá vorum við að horfa á fræðslumynd  og svo líka að vinna í glærum en það gengur þannig fyrir sig að hver velur sér eitthvað sem tengist geiminum eða einhvað þannig t.d plánetur, halastjörnur, sól ofl.  og ég valdi mér norðurljós.  Ég valdi mér þau fyrst og fremst af því ég hef alltaf haldið uppá norðurljós.
Svo eigum við að halda kynningu bæði fyrir foreldra og svo fyrir bekkinn og kennara.  Mér gengur bara mjög vel með mínar glærur þó svo að ég hafi misst soldið úr tímum vegna veikinda,  en ég hef náð að vinna það upp með því að vinna vel í tímum (Y)
og þessi glæra mun líklega koma inn á bloggið þegar hún er alveg tilbúin 😉

Eitt mjög gott forrit sem að Gyða er búin að vera sýna okkur sem heitir Stellarium,  ég er búin að downloada því og það er mjög skemmtilegt að leika sér að skoða það því að maður getur skoðað stjörnumerkin og valið hvort það sé dagur eða nótt o.s.f.v.

Heimild fyrir mynd

Heimild fyrir texta 😉

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
nov 16

Seinasta blogg þessara annar!!

í seinustu viku þá gerðum við tilraun og skiluðum skýrslu frá því  á miðvikudaginn og í henni átti einn úr hópnum að hlaupa upp stiga og við hin að mæla tíman, og ég var með Antoni og Andreu í hóp.  Við gerðum einnig aðra tilraun sem nefnist hröðun og ég var með Andreu,Hrafnhildi,Hugrúnu,Gullu og Rakeli í hóp.

Afl = Vinna/tími = orka/tími
Eðlismassi = massi/rúmmál
Ferð = Vegalengd/tími
Hröðun =
lokahraði – upphafshraði/tími
Kraftur =
massi x hröðun

Massi = Mælikvarði á efnismagn hlutar (mældur í grömmum)
Þyngd = Mælikvarði á það hversu mikill þyngdarkraftur verkar á hlut (mældur í newtonum)

Mælingar í vísindum 

  • Lengd = m
  • massi = kg
  • Rúmmál = m3 eða l
  • Tími = s
  • Þyngd = N
  • Eðlsmassi = (kg/m3)
  • Hiti = °C eða K
Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
nov 08

Vika 10

Í þessari viku vorum við að gera verkefni úr bókinni og við fengum skýrsluna aftur og ég og minn hópur (Gulla og Jóhann) við fengum A fyrir hana og ég er mjög ánægð með það svo fengum við líka ritgerðina og ég var að fjalla um jarðketti í minni og ég fékk 9,5 fyrir ritgerðina og ég fékk líka 9,5 fyrir hugtakakortið þannig ég er bara mjög ánægð með það.  Gyða var ekki á miðvikudaginn þannig við vorum að vinna verkefni uppúr bókini og héldum svo áfram með það á föstudaginn.

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
nov 01

Vika 9

í þessari viku skiluðum við skírsluni og gerðum stöðavinnu um eðlisfræði svo ætlaði ég að vera mjög dugleg og skrifa mikið um eðlisfræði þá gleymdi ég töskuni minni á selfossi og þori því miður ekki að fara að segja ehv hérna sem að mun líklega verða mjög vitlaust :$

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Okt 25

Vika 8

Við byrjuðum á nýjum hlekk í þessari viku og þann hlekkur er Eðlisfræði.  Þar verðum við að læra um munin á massa og þyngd, kenningu Newton og margt fleira.

En í þessari viku vorum við líka að krifja mús.  Ég var með Jóhanni og Gullu í hóp og okkur gekk bara mjög vel.  Svo gerði ég og Jóhann skýrsluna vegna þess að gulla var ekki í skólanum en hér er Skýrslan öll í heild sinni :) 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment