Okt 18

Vika 7

Í þessari viku erum við aðalega búin að vera að vinna í ritgerðunum okkar sem við eigum að skila á föstudaginn en ég er að fjalla um jarðketti.  En hér kemur soldið um hvað við erum búin að vera að læra:

 • Snigar, samlokur og smokkar eru helstu hópar lindýra
 • Tvö algeng skrápdýr eru krossfiskar og ígulker
 • Munnurinn á skrápdýrum eru á neðraborði líkamans
 • Lindýr anda með tálknum, einföldum lungum eða húðinni
 • Það er misjafnt hvernig samlokur hreyfa sig sumar tegundir stingafót úr skeljunum og hreyfa sig þannig en aðrar opna og loka skeljunum
 • Perla myndast þegar sandkorn eða einhvað skordýr kemst inní skeljarnar og perlumóða hleðst utanum það og þá myndast perla
 • Krabbadýr lifa í fersku vatni eða sjó

Liðdýr

 • Sú fylking dýraríkisins sem státar af flestum tegundum
 • Lifa nánast hvarvetna á jörðinni; í lofti,á landi, í fersku vatni og sjó
 • Liðdýr hafa ytra stoðgrind úr kítíni, liðskiptan líkama og útlimi með liðamótum

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Okt 11

Vika 6

Við erum búin að vera að læra um liðdýr o.fl.  Hér koma smá af þvó sem ég er búin að vera að læra um

Skrápdýr

 • þau eru oftast fimmgeislóttir með sérstakt sjóæðakerfi
 • flest hafa harðan hjúp eða skráp utanum sig
 • Munnurinn er á neðra borði líkamans en úrgangur fer út um op á efra borðinu.
 • Á neðra borði armanna eru þúsundir sogfóta með sogskál sem annast hreyfingu þeirra
 • Geta látið sér vaxa glataðan líkamshluta og oft meira en það T.d fjórir armar í stað eins glataðs arms.
 • Dæmi um skrápdýr eru: ígulker,sæsól og stórkrossi.
Ormar
 • Mjúkir, grannir og aflangir
 • Vöðvar mynda stoðkerfi og halda líkama sínum stinnum
 • Einfalt blóðrásakerfi og taugakerfi
 • Margir anda með húðinni
 • Helstu hópar orma eru flatormar, liðormar og þráðormar
 • Mjög ólíkir hópar og lítið skyldir innbyrðist
Flatormar
 • Flatvaxnir og skiptast upp í litlar einingar sem kallast liðir.
 • Eitt op á meltingarvegi
 • Geta étið hluta af eigin líkama sem vex svo aftur 
 • Sumir lifa sníkjulífi í mönnum
Þráðormar
 • Aflangir, sívalir og mjókka til endanna
 • Munnur á framenda
Liðormar
 • Líkaminn skiptist í marga liði
 • Lifa í jarðvegi og fersku vatni en sumir í sjó
 • Burstaormar lifa í sjó og anda með tálknum eða húði
 • Iglur (blóðsugur) lifa í sjó og fersku vatni.  Sogskálar á báðum endum nota til að skríða, en geta líka synt.
 • ánamaðkur
 • Tvíkynja
Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Sep 21

Vika 3

Það sem við lærðum í þessari viku var um Dýrafræði

Flokkun samkvæmt lífheiminum kennslubók 6. kafla um dýr

      Hryggleysingjar

Svampar og holdýr

 • Marglyttur
 • Kórallar
 • Sæfíflar

Lyndýr

 • Sniglar
 • Samlokur
 • Smokkar

Skrápdýr

 • Krossfiskar
 • Slöngustjörnur
 • Ígulker
 • Sæbjúgu

Ormar

 • Flatormar
 • Þráðormar
 • Liðormar

Liðdýr

 • Krabbadýr
 • Áttfætlur
 • Fjölfætur
 • Skordýr

Hryggdýr

Fiskar

 • Brjóskfiskar
 • Beinfiskar

Froskdýr

 • Froskar
 • Körtur
 • Salamöndrur

Skriðdýr

 • Slöngur
 • Eðlur
 • Skjaldbökur
 • Krókudílar

Fuglar

Spendýr

 • Nefdýr
 • Pokadýr
 • Fylgjudýr

 

 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment
Sep 02

2.9.2011

Í þessari viku vorum við að læra um gróðurhúsaáhrifin og efnafræði :)

Gróðurhúsaáhrif

það heitir gróðurhúsaáhrif af því að það er verið að líka lofthjúpi jarðar við gróðurhús s.s geislar frá sólu komast inn en eiga erviðara með að komast út.

 • 51% sólargeisla nýtist á yfirborði jarðar
 • 6% geislar sólu endurkastast frá lofthjúp
 • 20% endurkastast frá skýjunum
 • 4% endurkastast frá jörðu
 • 19% gleypa agnir og ský í andrúmsloftinu
 Afleiðingar gróðurhúsaáhrifana

Þær afleiðingar sem gróðurhúsaáhrifin geta haft er t.d

Hækkað vatnsyfirborð vegna aukinnar bræðslu jökla og með því fylgir flóðhætta.

Hlýnun Jarðar

Ögar í veðri.. eyðimerkur… fellibylir….

Gróðurbelti breytast

Og hafstraumar geta hugsanlega breyst.

 

Frumbjarga lífverur
eru þær lífverur sem geta sjálfar framleitt þau lífrænu efni sem þær þurfa t.d blóm.  En þær þurfa orku frá sólinni, koltvíoxið (CO2) og vatn (HO2) og geta þá stundað ljóstillífun
Ófrumbjarga lífverur
eru þær sem að þurfa að borða s.s búa þau ekki til sjálf þau efni sem þau þurfa t.d við mennirnir við þurfum að borða.

Sólin
Sólin er uppspretta allrar orku á jörðinni

 1. grasið fær orku úr sólinni
 2. Hesturinn fær orku með því að borða grasið
 3. Við fáum orku með því að borða kindina

 

Ljóstillífun
koldíoxíð (CO2) + Vatn (H2O) + Orka frá sól -> Glúkósi (C6H12O6) + Súrefni (O2)

 

Heimild af mynd,  heimid texta er frá glósum frá kennara

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment