Anna Marý Karlsdóttir

Hlekkur 6- vika 7?

Mánudagur 28.mars: Í þessum voru allir að kynna Near-pod verkefnin sem við vorum að vinna í fyrir páska. Og eins og kom fram í síðustu færslu var ég með Lífdísil.

Um lífdísil:

 • Hann er einnig kallað biodísel eða lífdísel.220px-Biodiesel
 • Hann er lífeldsneyti, búið til úr lífrænumefnum.
 • Hann er hægt að nota óblandaðan á brunavélar.
 • Lífdísill er oftast blandaður með við venjulega dísilollíu.
 • Þegar búið er að blanda lífdísilnum út í venjulega dísilolíu er ekki lengur um lífdísil sem slíkan að ræða.
 • Hann er skilgreindur sem alkóhól-ester úr fitusýrum unnum úr plöntu eða dýraafurðum.
 • Notkun á lífdísil fer vaxandi á heimsvísu.
 • Hann er hægt að nota á allar dísilvélar
 • Bílaframleiðendur hafa gefið það út að það séu engar tryggingar fyrir því að það gangi áfallalaust.
 • Notkun á lífdísilolíu á Íslandi er ekki mikil.
 • N1 selur olíu sem er þá 95% venjuleg dísilolía og 5% lífdísill

Það var ekki skóli á fimmtudaginn því það var 1.maí.


Hlekkur 6- vika 5

Mánudagur 31.mars: Í tímanum vorum við að vinna í Nearpod kynningunum okkar. Við vorum tvö og tvö saman í hóp, ég var með Guðleifi í hóp. Það sem við vorum að fjalla um í kynninguni okkar var lífdísill.

Um lífdísil:

 • Hann er einnig kallað biodísel eða lífdísel.220px-Biodiesel
 • Hann er lífeldsneyti, búið til úr lífrænumefnum.
 • Hann er hægt að nota óblandaðan á brunavélar.
 • Lífdísill er oftast blandaður með við venjulega dísilollíu.
 • Þegar búið er að blanda lífdísilnum út í venjulega dísilolíu er ekki lengur um lífdísil sem slíkan að ræða.
 • Hann er skilgreindur sem alkóhól-ester úr fitusýrum unnum úr plöntu eða dýraafurðum.
 • Notkun á lífdísil fer vaxandi á heimsvísu.
 • Hann er hægt að nota á allar dísilvélar
 • Bílaframleiðendur hafa gefið það út að það séu engar tryggingar fyrir því að það gangi áfallalaust.
 • Notkun á lífdísilolíu á Íslandi er ekki mikil.
 • N1 selur olíu sem er þá 95% venjuleg dísilolía og 5% lífdísill.

Kostir

 • Lífdísill er endurnýjanlegur orkugjafi
 • Losar minna af gróðurhúsalofttegundum
 • Brotnar niður í náttúrunni
 • Inniheldur lítinn brennistein
 • Smyr betur en hefðbundin dísilolía
 • Þarfnast ekki breytingar á dreifikerfi hefðbundinnar dísilolíu

Lífdísill er því ekki eiturefni og er töluvert umhverfisvænni en hefðbundinn jarðdísill

Gallar

 • Þolir ekki eins mikinn kulda
 • Eykur losun NOx
 • Getur skemmt plast og gúmmí í eldsneytiskerfum
 • Minni orka í hverjum lítra
 • Getur myndað útfellingar í vélum

Einn af helstu ókostum lífdísils er að hann er jafnvel dýrari en hefðbundið jarðdísilolía. Blöndur að B20 geta þó verið á sambærilegu verði og jarðdísill. Þá þarf einnig töluvert landsvæði undir ræktun jurta sem hægt er að nota í framleiðsluna. Repja getur til að mynda skilað í kringum 1000 lítrum á hektara á ári.

 

Fimmtudagur 3.apríl: Við byrjuðum á því að taka próf uppúr því námsefni sem við höfum verið að læra. Þegar allir voru búnir með prófið vorum við bara að horfa á myndbönd og skoða blogg.

 

Heimildir:

Texti


Hlekkur 5- vika 2

Mánudagur 10.mars: Það var fyrirlestrar tími, kynnigin var um Hrunamannahrepp. Í seinni tímanum vorum við öll niðri í tölvuveri að undirbúa og byrja á ritgerðunum okkar.

Fimmtudagur 13.mars: Ég var ekki í þessum tíma vegna veikinda, en stelpurnar voru í stöðvavinnu og að skoða allskonar steina.


Svara spurningum

 1. Hver gaf út fyrsta jarðfræðikortið á Íslandi og hvenær? Guðmundur Kjartansson árið 1962
 2. Hvað sýnir jarðfræðikort? Jarðfræðikort sýna aldur og gerð þeirra jarðlaga sem Ísland er gert úr.
 3. Hvað táknar guli liturinn á þessu berggrunns-korti, en sá fjólublái? Súrt gosberg . Tertíer og frá ísöld, eldra en 11000 ára
 4. Hvað er steind? Nefndu dæmi um hvernig þær eru flokkaðar. Steindir eru skilgreindar sem náttúrlegt, fast efni með ákveðna efnasamsetningu skipulaða röðun frumeinda og myndast yfirleitt í ólífrænum ferlum. Það er má skipta þeim í flokka á ýmsa vegu. Þannig má skipta steindum í frumsteind og síðsteind. Fumsteind myndast við storknun bergkviku þega bergið verður til. Siðsteindir myndast við ummyndun bergsins.
 5. Hvaða nýja íslenska steind fannst fyrir nokkrum árum? Cavansít var fundið fyrst á Íslandi, á austurlandi árið 2001. Þetta er afar sjaldgæf steind sem hefur fundist á tveimur öðrum stöðum í heiminum.
 6. Hvað er merkilegt við móberg? Móberg er bergtegund, sem verður til við gos undir jökli eða vatni þar sem gosopið er nálægt eða rétt undir yfirborðinu en það er öfugt við bólstraberg sem myndast djúpt undir vatni.
 7. Segið frá myndun Surtseyjar. Surtsey myndaðist í eldgosi árið1963- 1967. Sprengigos einkenndu surtseyjarelda fyrst í stað og mikið magn af gjósku myndaðist en síðan tók hraungos við.

Lekaliðinn

Eitt helsta öryggistæki rafkerfissins er lekastraumsrofinn. Ef útleiðsla verður á raflögn, t.d vegna bilunar í jarðtengdu tæki, á rofinn að slá út og rjúfa allan straum. Lekastraumsrofi kemur ekki að notum nema raflögnin sé jarðtengd og kanna þarf reglulega hvort hann virki með því að ýta á prófhnappinn.

Á myndunum fyrir neðan er appelsæinugulur hringur sem sýnir hvar lekaliðinn er.

attachmentattachment (1)

 

 

 

 

 

 

Heimildir: Texti


Hlekkur 4- vika 1, 2 og helmingurinn af 3

196531129_403ee25cc1Mánudagur 6.janúar: Vísindavikan byrjar. Skiptum við okkur í hópa, veljum tilraun til að framkvæma og skilum svo. Við byrjuðum tímann á því að tala um hvernig við ættum að skila af okkur, hvað er vísindaspurning og hver er vísindaspurningin.

Fimmtudagur 9.janúar: Ég var ekki í skólanum en hópurinn minn, Guðleif og Júlía, ákváðu í sameiningu hvaða tilraun við ætluðum að gera. Við ákáðu að gera kók gosbrunn, með mentosi.

Mánudagur 13.janúar: Það var ekki skóli svo við fórum ekki í tíma.

Fimmtudagur 16.janúar: í þessum tíma vorum við að leggja lokahönd á myndbandið okkar. Við kláruðum myndbandið í tímanum og settum það svo inná netið.

kok_mentos_221007

Mánudagur 20.janúar: Í dag var verið að sýna öll verkefnin. Allir hópar kláruðu verkefnin sín og náðu að sína þau. þegar það var búið fórum við niður í tölvuver og byrjuðum á blogginu okkar fyrir vísindavökuna.

Tilaraunin okkar: Tilraunin sem ég, Guðleif og Júlía gerðum er bara kölluð Kók og Mentos-gos.

Efni og áhöld: Kók (eins mikið og maður vill, í okkar tilfelli 3x 1/2 líter), 2 pakkar mentos (fer eftir því hvað er notað mikið gos), málnband

Aðferð: Fyrst er komið fyrir málbandi þar sem á að gera tilraunina. Svo er fyrsta kók flaskan opnuð, hún er lögð á gólfið/jörðina og mentosið sett í. Reynt er af bestu getu að mæla hversu hátt kókið gýs. Næst er alveg eins gert við hinar flöskurnar.

Niðurstaða: Í okkar tilfelli gaus Kók-Zero hæst. við fundum engar upplýsingar um það afhvrju það var þannig.

Myndbandið af tilraunini

Heimildir:

Mynd 1- http://www.flickriver.com/groups/mentos/pool/interesting/

Mynd 2- http://www.visindavefur.is/svar.php?id=6858

 


Hlekkur 2- vika 6

Mánudagur 9.desember: Það var bara rólegur dagur í dag, við byrjuðum bara aðeins að spjalla og svo var farið í Alias.

Fimmtudagur 12.desember: Við vorum að gera þurrís tilraunir. Hér eru nokkrar tilruanir.

Þurrís í heitt og kalt vatn: 

Efni og áhöld: 2 lítil tilraunaglös, 2 blöðrur, heitt vatn, kalt vatn, dropateljari og þurrís.

Framkvæmd: Ég setti tilraunaglösin 2 í stand og svo setjum við 2 bita af þurrís ofan í sitthvora blöðruna og tók svo glösin og setti heitt vatn í annað glasið með dropateljara og svo kalt vatn í hitt. Síðan setti ég blöðrunar ofan á tilraunaglösin þannig að þurrísinn detti niður í vatnið. Þá eiga blöðrurnar að blásast upp. Heita vatnið var hjá þessari appelsínugulu en kalda í grænu.

Niðurstöður: Appelsínugula blaðran  varð mun stærri og blés hraðar upp heldur en þessi græna. Þetta eru áhrif heita vatnsins sem var í appelsínugulu blöðrunni en þetta gerist vegna þess að sameindirnar eru á meiri hreyfingu í heitu vatni og því gerist efnahvarfið mun hraðar. Merkilegt er við þurrísinn að hann fer úr því að vera í föstu formi og beint yfir í að verða að gufu hann semsagt sleppir milli hamnum sem er vökvaform.

heittogkalt-1024x1024

 

Sápukúla í lofti

Efni og áhöld: Fiskabúr úr gleri, sápukúlur og þurrís.

Framkvæmd: Það er byrjað á því að setja þurrís í stórt glerbúr. Svo er blásið sápukúlur ofaní ílátið og hún flýgur bara í lausu lofti.

Niðurstöður: Sápukúlan var bara í  lausulofti og koms ekki niður. Þetta gerist afþví að neðst í búrinu er koltvíoxíðin úr þurrísnum. Koltvíoxið er þyngri en sápukúlan og  þess vegna hrindir hún kúlunni.

þurrisogsapukula-1024x512

Eldspýta og kerti

Efni og áhöld: Kerti, eldspýtur, gler skál og þurrís.

Framkvæmd: Sett er slatti af þurrís í gler skál, kveikt er á kertinu og það er lagt varlega í skálina. Það virkar ekki, prófað er að kveikja á kertinu með eldspýtu.

Niðurstöður: Það er ekki, það sloknar alltaf á kertinu. Þetta virkar ekki því að þurrís er koltvíoxið og loginn nær ekki í súrefni sem hann þarf til að loga. Nú sama hvað maður reynir að kveikja á kertinu, þá slokknar á á eldspýtunni um leið og maður setur það ofaní skálina.

Í byrjuninni á myndbandinu sést þetta.

 

Sápuglas

Efni og áöld: Glerglas, sápa, einhvers konar efnisbútur og þurrís.

Framkvæmd: Sett er þurrís í glas og setjum vatn útí. Svo tökum við efnisbútinn sem er bleyttur með sápuvatni og rennum eftir börmunum á glasinu og þá á sápukúlan að þenjast út.

Niðurstöður: Við náðum að gera þetta einu sinni, þetta er svoldil kúnst, því það má ekki gera þetta of hratt því að þá virkar þetta ekki.

1470253_788549031159587_1872802462_n-225x300 1470181_788549004492923_1378772411_n-225x300

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndir bæði frá mér og Ninnu

 


Hlekkur 2-vika 5

Mánudagur 2.desember: Gyða var ekki í tímanunm svo að við vorum að horfa á danska mynd.

Fimmtudagur 5.desember: Það var bara rólegur tími hjá okkur, við spjölluðum og fórum yfir blogg í fyrri tímanum. En í seinni tímanum fengu þeir sem vilodu taka prófið, sem var tekið í síðustu viku, aftur máttu það.


Hlekkur 2- vika 4

220px-Lemon-edit1

Sítrusávextir innihalda sítrussýru.

Mánudagur 25.nóvember: Ég var ekki í tímanum því ég þurfti að fara til tannlæknis. Krakkarnir fóru í skyndikönnun í lotukerfinu og svo fóru þau yfir blogg og fréttir.

Fimmtudagur 28.nóvember: Byrjuðum tíman á því að fara yfir blogg og spjalla aðeyns um tilraunina sem við vorum að fara að gera. Tilraunin bar nafnið Sýra og basi. Við fórum í hópa 3 og 3 saman, ég var með Erlu og Stefaníu í hóp.

Markmiðið var að mæla sýrustig ólíkra vökva, við fengum ekki að vita hver var hvað fyrren eftir tilraunina. Vökvarnir voru kók, sápa, mjúksápa, mýkingarefni, appelsínusafi, dekkjahreynsir, salmíak, mjólk, sótavatn, ediksýra. Það sem við notuðum til að mæla var annars vegar heimatilbúnum litvísi og hinsvegar sýrustigsstrimlum. Skil á skýrslu er svo mánudaginn 9.desember.

Sýra: Sýrur eru efni sem losa frá sér H^+ jónir (í vatnslausn) og eru með sýrustig lægra en sjö. Til eru bæði rammar sýrur og daufar sýrur, en í römmum sýrum losa allar sýrusameindirnar H^+ jónina út í lausnina óháð styrk þeirra fyrir, en í daufum sýrum losnar aðeins hluti H^+ jónanna, misstór eftir styrk (sýrustigi).

Mikilvæg tegund daufra sýra eru lífrænar sýrur, en það eru lífræn efni með carboxyl hóp (sýruhóp)) við endann, þ.e. Q'COOH en þá verður efnahvarfið

Q'COOH_{(aq)}\rightarrow Q'COO^-_{(aq)}+H^+_{(aq)}, þar sem Q er misstór efnahópur.

Basi: Basi er efni, sem skv. Brønstedskilgreiningu getur tekið upp róteindir. Aðrar skilgreiningar eru að basar geta gefið frá sér rafeinda par eða sem uppspretta hýdroxíð forjóna. Einnig er hægt að hugsa um basa sem efnafræðilega andstöðu sýrna. Þetta er algengt sjónarmið vegna þess að þegar sýru og basa er blandað saman mynda þau oft vatn og salt en einnig vegna þess að sýra eykur innihald hydroníum jónarinnar H3O+ í vatni, en basi minnkar innihald hennar.

Basar hafa sýrustig hærra en pH 7.

180px-PH_Scale.svgpH-gildi: pH er mælieining sem sýnir hvort upplausn sé súr, hlutlaus eða basísk, rétt eins og hiti mælist í hitastigum og lengdir í lengdareiningum. Einungis eru það vatnsuppleysanleg efni sem eru súr eða basísk.

Kvarðinn fyrir pH-gildin er a bilinu 0-14, gildið 7 er hlutlaust. Tölur lægri en sjö tákna súra lausn en tölur hærri en 7 gefa til kynna basíska lausn.

Sítt hár hefur tilhneigingu til að verða veikbyggðara í endann og líflaust að sjá. Það má rekja til þess að sýruhimnan nær síður þangað. Þetta hár er einnig eldra og hefur því slitnað og orðið fyrir hnjaski.  Það má rekja til þess að sýruhimnan nær síður þangað. Þetta hár er einnig eldra og hefur því slitnað og orðið fyrir hnjaski.

 

Heimildir: Sítrónu mynd og sýra texti, Basi, pH mynd og texti


Hlekkur 2- vika 3

ljostillifunarformulan-stilltMánudagur 18.nóvember: Tíminn byrjaði á fyrir lestri og svo vorum við að stilla efnajöfnur og gerðum verkefni tengd því. Fórum vel yfir það helsta sem við þurftum að vita til þess að gera vekefnin í tölvuver til þesssem voru að stilla efnajöfnur.

Fimmtudagur 21.nóvember: Við náðum að tala Gyðu til í það að hafa smá spjall tíma í fyrri tímanum. Í seinni tímanum vorum við að vinna í fartölvunum í einhverjum verkefnum t.d. svara spurningum.

 

Heimild: Mynd