Anna Marý Karlsdóttir

Archive for the ‘2 og 3.hlekkur’ Category

Hlekkur 2- vika 6

Mánudagur 9.desember: Það var bara rólegur dagur í dag, við byrjuðum bara aðeins að spjalla og svo var farið í Alias.

Fimmtudagur 12.desember: Við vorum að gera þurrís tilraunir. Hér eru nokkrar tilruanir.

Þurrís í heitt og kalt vatn: 

Efni og áhöld: 2 lítil tilraunaglös, 2 blöðrur, heitt vatn, kalt vatn, dropateljari og þurrís.

Framkvæmd: Ég setti tilraunaglösin 2 í stand og svo setjum við 2 bita af þurrís ofan í sitthvora blöðruna og tók svo glösin og setti heitt vatn í annað glasið með dropateljara og svo kalt vatn í hitt. Síðan setti ég blöðrunar ofan á tilraunaglösin þannig að þurrísinn detti niður í vatnið. Þá eiga blöðrurnar að blásast upp. Heita vatnið var hjá þessari appelsínugulu en kalda í grænu.

Niðurstöður: Appelsínugula blaðran  varð mun stærri og blés hraðar upp heldur en þessi græna. Þetta eru áhrif heita vatnsins sem var í appelsínugulu blöðrunni en þetta gerist vegna þess að sameindirnar eru á meiri hreyfingu í heitu vatni og því gerist efnahvarfið mun hraðar. Merkilegt er við þurrísinn að hann fer úr því að vera í föstu formi og beint yfir í að verða að gufu hann semsagt sleppir milli hamnum sem er vökvaform.

heittogkalt-1024x1024

 

Sápukúla í lofti

Efni og áhöld: Fiskabúr úr gleri, sápukúlur og þurrís.

Framkvæmd: Það er byrjað á því að setja þurrís í stórt glerbúr. Svo er blásið sápukúlur ofaní ílátið og hún flýgur bara í lausu lofti.

Niðurstöður: Sápukúlan var bara í  lausulofti og koms ekki niður. Þetta gerist afþví að neðst í búrinu er koltvíoxíðin úr þurrísnum. Koltvíoxið er þyngri en sápukúlan og  þess vegna hrindir hún kúlunni.

þurrisogsapukula-1024x512

Eldspýta og kerti

Efni og áhöld: Kerti, eldspýtur, gler skál og þurrís.

Framkvæmd: Sett er slatti af þurrís í gler skál, kveikt er á kertinu og það er lagt varlega í skálina. Það virkar ekki, prófað er að kveikja á kertinu með eldspýtu.

Niðurstöður: Það er ekki, það sloknar alltaf á kertinu. Þetta virkar ekki því að þurrís er koltvíoxið og loginn nær ekki í súrefni sem hann þarf til að loga. Nú sama hvað maður reynir að kveikja á kertinu, þá slokknar á á eldspýtunni um leið og maður setur það ofaní skálina.

Í byrjuninni á myndbandinu sést þetta.

 

Sápuglas

Efni og áöld: Glerglas, sápa, einhvers konar efnisbútur og þurrís.

Framkvæmd: Sett er þurrís í glas og setjum vatn útí. Svo tökum við efnisbútinn sem er bleyttur með sápuvatni og rennum eftir börmunum á glasinu og þá á sápukúlan að þenjast út.

Niðurstöður: Við náðum að gera þetta einu sinni, þetta er svoldil kúnst, því það má ekki gera þetta of hratt því að þá virkar þetta ekki.

1470253_788549031159587_1872802462_n-225x300 1470181_788549004492923_1378772411_n-225x300

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndir bæði frá mér og Ninnu

 


Hlekkur 2-vika 5

Mánudagur 2.desember: Gyða var ekki í tímanunm svo að við vorum að horfa á danska mynd.

Fimmtudagur 5.desember: Það var bara rólegur tími hjá okkur, við spjölluðum og fórum yfir blogg í fyrri tímanum. En í seinni tímanum fengu þeir sem vilodu taka prófið, sem var tekið í síðustu viku, aftur máttu það.


Hlekkur 2- vika 4

220px-Lemon-edit1

Sítrusávextir innihalda sítrussýru.

Mánudagur 25.nóvember: Ég var ekki í tímanum því ég þurfti að fara til tannlæknis. Krakkarnir fóru í skyndikönnun í lotukerfinu og svo fóru þau yfir blogg og fréttir.

Fimmtudagur 28.nóvember: Byrjuðum tíman á því að fara yfir blogg og spjalla aðeyns um tilraunina sem við vorum að fara að gera. Tilraunin bar nafnið Sýra og basi. Við fórum í hópa 3 og 3 saman, ég var með Erlu og Stefaníu í hóp.

Markmiðið var að mæla sýrustig ólíkra vökva, við fengum ekki að vita hver var hvað fyrren eftir tilraunina. Vökvarnir voru kók, sápa, mjúksápa, mýkingarefni, appelsínusafi, dekkjahreynsir, salmíak, mjólk, sótavatn, ediksýra. Það sem við notuðum til að mæla var annars vegar heimatilbúnum litvísi og hinsvegar sýrustigsstrimlum. Skil á skýrslu er svo mánudaginn 9.desember.

Sýra: Sýrur eru efni sem losa frá sér H^+ jónir (í vatnslausn) og eru með sýrustig lægra en sjö. Til eru bæði rammar sýrur og daufar sýrur, en í römmum sýrum losa allar sýrusameindirnar H^+ jónina út í lausnina óháð styrk þeirra fyrir, en í daufum sýrum losnar aðeins hluti H^+ jónanna, misstór eftir styrk (sýrustigi).

Mikilvæg tegund daufra sýra eru lífrænar sýrur, en það eru lífræn efni með carboxyl hóp (sýruhóp)) við endann, þ.e. Q'COOH en þá verður efnahvarfið

Q'COOH_{(aq)}\rightarrow Q'COO^-_{(aq)}+H^+_{(aq)}, þar sem Q er misstór efnahópur.

Basi: Basi er efni, sem skv. Brønstedskilgreiningu getur tekið upp róteindir. Aðrar skilgreiningar eru að basar geta gefið frá sér rafeinda par eða sem uppspretta hýdroxíð forjóna. Einnig er hægt að hugsa um basa sem efnafræðilega andstöðu sýrna. Þetta er algengt sjónarmið vegna þess að þegar sýru og basa er blandað saman mynda þau oft vatn og salt en einnig vegna þess að sýra eykur innihald hydroníum jónarinnar H3O+ í vatni, en basi minnkar innihald hennar.

Basar hafa sýrustig hærra en pH 7.

180px-PH_Scale.svgpH-gildi: pH er mælieining sem sýnir hvort upplausn sé súr, hlutlaus eða basísk, rétt eins og hiti mælist í hitastigum og lengdir í lengdareiningum. Einungis eru það vatnsuppleysanleg efni sem eru súr eða basísk.

Kvarðinn fyrir pH-gildin er a bilinu 0-14, gildið 7 er hlutlaust. Tölur lægri en sjö tákna súra lausn en tölur hærri en 7 gefa til kynna basíska lausn.

Sítt hár hefur tilhneigingu til að verða veikbyggðara í endann og líflaust að sjá. Það má rekja til þess að sýruhimnan nær síður þangað. Þetta hár er einnig eldra og hefur því slitnað og orðið fyrir hnjaski.  Það má rekja til þess að sýruhimnan nær síður þangað. Þetta hár er einnig eldra og hefur því slitnað og orðið fyrir hnjaski.

 

Heimildir: Sítrónu mynd og sýra texti, Basi, pH mynd og texti


Hlekkur 2- vika 3

ljostillifunarformulan-stilltMánudagur 18.nóvember: Tíminn byrjaði á fyrir lestri og svo vorum við að stilla efnajöfnur og gerðum verkefni tengd því. Fórum vel yfir það helsta sem við þurftum að vita til þess að gera vekefnin í tölvuver til þesssem voru að stilla efnajöfnur.

Fimmtudagur 21.nóvember: Við náðum að tala Gyðu til í það að hafa smá spjall tíma í fyrri tímanum. Í seinni tímanum vorum við að vinna í fartölvunum í einhverjum verkefnum t.d. svara spurningum.

 

Heimild: Mynd


Hlekkur 2- vika 2

Mánudagur 11.nóvember: Það var mennigarferð hjá 9 og 10.bekk svo það var ekki tímilotukerfið

Fimmtudagur 14.nóvember: Rifjuðum upp og reyndum að muna hvað er sætistala, massatala og rafeindaskipan í frumeind.

 

Heimild: Mynd


Hlekkur 2- vika 1

Mánudagur 4.nóvember: Það var ekki skóli svo að það var ekki heldur tími.

 

Fimmtudagur 7.nóvember: Í dag byrjuðum við á nýjum hlekki, efnafræði. Við fórum vel yfir lotukerfið. Við fengum glósur og hugtakakort frá Gyðu og einnig fyrirlestur úr glósunum. Við fórum líka í efnafræði fyrr á skólagöngu okkar svo að þetta var bara upprifjun fyrir flesta.

 

Ps. Nettengingin er biluð svo ég get ekki bætt við myndum eða myndböndum.