Anna Marý Karlsdóttir

Archive for the ‘-2012-2013’ Category

Mannréttindafræðsla!!

Ég ákvað að skrifa um heimildarmyndina Bully. Við horfðum á hana og ræddum aðeins um hana.  Þessi mynd er um krakka og unglinga sem voru lögð í einelti vegna þess að þau voru pínu lítið öðruvísi en hinir krakkarnir í skólanum.  Mér finnst krakkarnir sem leggja hina krakkana í einelti vera bara fáránlega vond og hugsa bara um sjálfa sig. Það var verið að fjalla um hvernig líf krakkana sem vou lögð í einelti er og hvernig þeim líður núna. Stundum var eineltið orðið svo slæmt að krkkarnir sviftu sig lífi og aðrir þorðu ekki að fara í skólan í marga daga.


Frozen Planet

Við vorum að horfa á Frosen planet. Eins og áður hefur komið framm þá var okkur skipt í hópa og annar hópurinn var að horfa á mynd á meðan hinn var að gera tilraun. Í þessari viku var ég að horfa á Frozen Planet.

 

 • Gleraugnaæður eru fuglar sem koma 1000 saman á heimskautið.
 • Ef hvítabjörns birnan velur réttan staðþá þarf hún bara að gera
 • grunna holu og svo gerir veturinn hús yfir hana og þar bíður hún eftir því að húnarnir fæðist.
 • Í fyrsta frostinu deyja flestar plöntur
 • Það getur safnast allt að 3 tonn af snjó á eitt tréTaiga er barrskógar belti sem nær hringinn í kringum hnöttinn og er með eitt af hverjum þremur trjám í heiminum.
 • Stóru dýrin sem búa á þessu svæði geta með engu móti falið sig gegn rándýrum
 • Stærðin bjargar oft Vísundunum því eina af fæðum Úlfa eru Vísundar.
 • Um leið og Úlfarnir renna á lykt þá hefst veiðin
 • Erfitt fyrir úlfanna að elta þá því það er svo erfitt fyrir úlfanna að ryðja frá nýföllum snjó en létt fyrir Vísundanna
 • Úlfar vilja veiða í hópum því vísundarnir eru svo stórir, eins veturs gamall kálfur er þyngri en tveir fullvaxnir úlfar.
 • Undir snjónum búa Stúfmýsar þar fer hitastigið sjaldan undir 0 gráður.
 • Hún borar sér lítil göng og lifir í þeim
 • Erki óvinur hennar er Píslan sem er nokkurs konar minkur sem býr líka í snjónum.
 • Pírslan er jafn þykk og getur þar af leiðandi elt hana í göngunum og og náð að króa hana af
 • Píslan hefur samt litla einangrun á feldinum og þar því að nota aðrar leiðir til að halda á sér hita. Hún gerir það með því að veiða mýs og reita af henni feldinn og gera sér hálfgerða sæng í hreiðrinu síne sem er undir snjónum
 • Það eru mjög fá dýr sem þola þessar aðstæður
Heimildir: myndir Víundar, úlfur og Písla

 

 


Hlekkur 8, vika 4

Á mánudaginn 22.apríl var bara rólegur tími. Það var horft á myndbönd, skoða myndir og blogg og líka aðeins talað saman.

Á þriðjudaginn var öfugur tími við síðasta þriðjudag. Þeir sem voru í A hóp og voru að gera tilraunina í síðustu viku áttu núna að horfa á myndina og svo öfugt. Myndin sem við horfðum á heitir Frozen Planet. Á meðan við vorum að horfa á hana vorum við að glósa niður allt það sem okkur fannst  við þurfa að skrifa niður.


Hlekkur 8, vika 3

Á mánudaginn 15.apríl lærðum við um frumverur.
Frumverur eru eitt af ríkjunum fimm.  Þær eru skilgreindar þannig að þær séu einfruma lífverur með frumukjarna.Sumar eru ófrumbjarga og aðrar frumbjarga.

Jafnvel getur sama lífveran verið stundum  ófrumbjarga og stundum frumbjarga. Sumar frumverur eru sníklar og valda hýslinum skaða.

Þetta er því mjög fjölbreytilegur hópur lífvera sem á það eitt sameiginlegt að vera einfruma með afmarkaðan kjarna.

Fróðleikur sem Gyða skrifaði á náttúrufræðisíðuna.

Á þriðjudaginn 16.apríl var bekknum skipt í A og B hóp. A hópur var inn í stofu að vinna og B hópur að horfa á fræðilega mynd. Ég var í A hóp og var ég að vinna með Stefaníu. Í tímanum áttum við að fara að sækja sýni úr Litlu Laxá og Hellisholtalæk. Þegar við vorum búin að því komum við aftur inn í stofu, fengum smásjá, dropateljara, burðargler, þekjugler til að skoða sýnin. Við sáum alls kynd þörunga í þessum sýnum og náðum við að leita uppi hvað nokkrir þeirra hétu með því að nota glósur sem Gyða lét okkur fá.

Við eigum svo að skila skýrslu úr þessu verkefni í næstu viku.

Heimild myndar


Hlekkur 8, vika 2

Mánudaginn 8.apríl vorum við bara að halda áfram að fara yfir lífverur. Núna fórum við sérstaklega í veirusíkingar og bakteríur.

Á miðvikudaginn 9.apríl vorum við að gera plaköt um kynsjúkdóma. Ég var með Ylfu í hóp og vorum við með HIV.

Hvað er HIV?
HIV er veirusýking sem ræðst á ónæmiskerfi líkamans, hún brýtur það niður smátt og smátt þannig að það getur ekki varist sýkingum.  Á lokum verður ónæmiskerfið mjög veikt og einstaklingur fær sýkingar sem draga hann til dauða. Það er mjög mismunandi hvað einstaklingar eru lengi að verða mjög veikir.

Hvernig fær einstaklingur HIV?
Einstaklingur getur fengið HIV á þrennan hátt. (blóð, sæði, leggangavökvi)

 • Með því að hafa óvarin kynmök við einstakling sem er með HIV veiruna í sér
 • Með blóðgjöf eða óhreinum nálum eftir sýktan einstakling
 • Sýkt móðir getur smitað barn sitt í fæðingu eða við brjóstagjöf
 • Með sýktum kynlífsáhöldum

Hver eru einkenni HIV?
Tveimur til fjórum vikum eftir smit finna sumir einstaklingar fyrir flensulíkum einkennum sem vara í nokkrar vikur en hverfa síðan.  á mörgum koma engin einkenni fram fyrr en nokkrum árum eftir smit.
Þegar ónæmiskerfið er orðið skaddað geta eftirfarandi einkenni komið fram:

 • Tíð hita- og svitaköst
 • Vöðva- og liðverkir
 • Útbrot í húð
 • Bólgnir kirtlar
 • Hálsbólga
 • Þreyta og slen
 • Höfuðverkur
 • Þyngdartap
 • Ógleði, uppköst og niðurgangur

Heimild texta og myndar


Hlekkur 8, vika 1

Mánudaginn 1.apríl var ekki skóli vegna páskafrís, og sem sagt var ekki náttúrufræðitími.

Á þriðjudaginn 2.apríl var ég ekki í skólanum vegna veikinda og misti sem sagt af tímanum. Í tímanum var verið að byrja á nýjum hlekki, lagt áheirslu á líffræði. Lært að flokka lífverur, bakteríur og veirur.

Heimild af mynd