Anna Marý Karlsdóttir

Hlekkur 8, vika 2

Mánudaginn 8.apríl vorum við bara að halda áfram að fara yfir lífverur. Núna fórum við sérstaklega í veirusíkingar og bakteríur.

Á miðvikudaginn 9.apríl vorum við að gera plaköt um kynsjúkdóma. Ég var með Ylfu í hóp og vorum við með HIV.

Hvað er HIV?
HIV er veirusýking sem ræðst á ónæmiskerfi líkamans, hún brýtur það niður smátt og smátt þannig að það getur ekki varist sýkingum.  Á lokum verður ónæmiskerfið mjög veikt og einstaklingur fær sýkingar sem draga hann til dauða. Það er mjög mismunandi hvað einstaklingar eru lengi að verða mjög veikir.

Hvernig fær einstaklingur HIV?
Einstaklingur getur fengið HIV á þrennan hátt. (blóð, sæði, leggangavökvi)

 • Með því að hafa óvarin kynmök við einstakling sem er með HIV veiruna í sér
 • Með blóðgjöf eða óhreinum nálum eftir sýktan einstakling
 • Sýkt móðir getur smitað barn sitt í fæðingu eða við brjóstagjöf
 • Með sýktum kynlífsáhöldum

Hver eru einkenni HIV?
Tveimur til fjórum vikum eftir smit finna sumir einstaklingar fyrir flensulíkum einkennum sem vara í nokkrar vikur en hverfa síðan.  á mörgum koma engin einkenni fram fyrr en nokkrum árum eftir smit.
Þegar ónæmiskerfið er orðið skaddað geta eftirfarandi einkenni komið fram:

 • Tíð hita- og svitaköst
 • Vöðva- og liðverkir
 • Útbrot í húð
 • Bólgnir kirtlar
 • Hálsbólga
 • Þreyta og slen
 • Höfuðverkur
 • Þyngdartap
 • Ógleði, uppköst og niðurgangur

Heimild texta og myndarSkildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *