Anna Marý Karlsdóttir

Hlekkur 8, vika 3

Á mánudaginn 15.apríl lærðum við um frumverur.
Frumverur eru eitt af ríkjunum fimm.  Þær eru skilgreindar þannig að þær séu einfruma lífverur með frumukjarna.Sumar eru ófrumbjarga og aðrar frumbjarga.

Jafnvel getur sama lífveran verið stundum  ófrumbjarga og stundum frumbjarga. Sumar frumverur eru sníklar og valda hýslinum skaða.

Þetta er því mjög fjölbreytilegur hópur lífvera sem á það eitt sameiginlegt að vera einfruma með afmarkaðan kjarna.

Fróðleikur sem Gyða skrifaði á náttúrufræðisíðuna.

Á þriðjudaginn 16.apríl var bekknum skipt í A og B hóp. A hópur var inn í stofu að vinna og B hópur að horfa á fræðilega mynd. Ég var í A hóp og var ég að vinna með Stefaníu. Í tímanum áttum við að fara að sækja sýni úr Litlu Laxá og Hellisholtalæk. Þegar við vorum búin að því komum við aftur inn í stofu, fengum smásjá, dropateljara, burðargler, þekjugler til að skoða sýnin. Við sáum alls kynd þörunga í þessum sýnum og náðum við að leita uppi hvað nokkrir þeirra hétu með því að nota glósur sem Gyða lét okkur fá.

Við eigum svo að skila skýrslu úr þessu verkefni í næstu viku.

Heimild myndarSkildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *