Anna Marý Karlsdóttir

Hlekkur 2- vika 4

220px-Lemon-edit1

Sítrusávextir innihalda sítrussýru.

Mánudagur 25.nóvember: Ég var ekki í tímanum því ég þurfti að fara til tannlæknis. Krakkarnir fóru í skyndikönnun í lotukerfinu og svo fóru þau yfir blogg og fréttir.

Fimmtudagur 28.nóvember: Byrjuðum tíman á því að fara yfir blogg og spjalla aðeyns um tilraunina sem við vorum að fara að gera. Tilraunin bar nafnið Sýra og basi. Við fórum í hópa 3 og 3 saman, ég var með Erlu og Stefaníu í hóp.

Markmiðið var að mæla sýrustig ólíkra vökva, við fengum ekki að vita hver var hvað fyrren eftir tilraunina. Vökvarnir voru kók, sápa, mjúksápa, mýkingarefni, appelsínusafi, dekkjahreynsir, salmíak, mjólk, sótavatn, ediksýra. Það sem við notuðum til að mæla var annars vegar heimatilbúnum litvísi og hinsvegar sýrustigsstrimlum. Skil á skýrslu er svo mánudaginn 9.desember.

Sýra: Sýrur eru efni sem losa frá sér H^+ jónir (í vatnslausn) og eru með sýrustig lægra en sjö. Til eru bæði rammar sýrur og daufar sýrur, en í römmum sýrum losa allar sýrusameindirnar H^+ jónina út í lausnina óháð styrk þeirra fyrir, en í daufum sýrum losnar aðeins hluti H^+ jónanna, misstór eftir styrk (sýrustigi).

Mikilvæg tegund daufra sýra eru lífrænar sýrur, en það eru lífræn efni með carboxyl hóp (sýruhóp)) við endann, þ.e. Q'COOH en þá verður efnahvarfið

Q'COOH_{(aq)}\rightarrow Q'COO^-_{(aq)}+H^+_{(aq)}, þar sem Q er misstór efnahópur.

Basi: Basi er efni, sem skv. Brønstedskilgreiningu getur tekið upp róteindir. Aðrar skilgreiningar eru að basar geta gefið frá sér rafeinda par eða sem uppspretta hýdroxíð forjóna. Einnig er hægt að hugsa um basa sem efnafræðilega andstöðu sýrna. Þetta er algengt sjónarmið vegna þess að þegar sýru og basa er blandað saman mynda þau oft vatn og salt en einnig vegna þess að sýra eykur innihald hydroníum jónarinnar H3O+ í vatni, en basi minnkar innihald hennar.

Basar hafa sýrustig hærra en pH 7.

180px-PH_Scale.svgpH-gildi: pH er mælieining sem sýnir hvort upplausn sé súr, hlutlaus eða basísk, rétt eins og hiti mælist í hitastigum og lengdir í lengdareiningum. Einungis eru það vatnsuppleysanleg efni sem eru súr eða basísk.

Kvarðinn fyrir pH-gildin er a bilinu 0-14, gildið 7 er hlutlaust. Tölur lægri en sjö tákna súra lausn en tölur hærri en 7 gefa til kynna basíska lausn.

Sítt hár hefur tilhneigingu til að verða veikbyggðara í endann og líflaust að sjá. Það má rekja til þess að sýruhimnan nær síður þangað. Þetta hár er einnig eldra og hefur því slitnað og orðið fyrir hnjaski.  Það má rekja til þess að sýruhimnan nær síður þangað. Þetta hár er einnig eldra og hefur því slitnað og orðið fyrir hnjaski.

 

Heimildir: Sítrónu mynd og sýra texti, Basi, pH mynd og textiSkildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *