Anna Marý Karlsdóttir

Hlekkur 2- vika 6

Mánudagur 9.desember: Það var bara rólegur dagur í dag, við byrjuðum bara aðeins að spjalla og svo var farið í Alias.

Fimmtudagur 12.desember: Við vorum að gera þurrís tilraunir. Hér eru nokkrar tilruanir.

Þurrís í heitt og kalt vatn: 

Efni og áhöld: 2 lítil tilraunaglös, 2 blöðrur, heitt vatn, kalt vatn, dropateljari og þurrís.

Framkvæmd: Ég setti tilraunaglösin 2 í stand og svo setjum við 2 bita af þurrís ofan í sitthvora blöðruna og tók svo glösin og setti heitt vatn í annað glasið með dropateljara og svo kalt vatn í hitt. Síðan setti ég blöðrunar ofan á tilraunaglösin þannig að þurrísinn detti niður í vatnið. Þá eiga blöðrurnar að blásast upp. Heita vatnið var hjá þessari appelsínugulu en kalda í grænu.

Niðurstöður: Appelsínugula blaðran  varð mun stærri og blés hraðar upp heldur en þessi græna. Þetta eru áhrif heita vatnsins sem var í appelsínugulu blöðrunni en þetta gerist vegna þess að sameindirnar eru á meiri hreyfingu í heitu vatni og því gerist efnahvarfið mun hraðar. Merkilegt er við þurrísinn að hann fer úr því að vera í föstu formi og beint yfir í að verða að gufu hann semsagt sleppir milli hamnum sem er vökvaform.

heittogkalt-1024x1024

 

Sápukúla í lofti

Efni og áhöld: Fiskabúr úr gleri, sápukúlur og þurrís.

Framkvæmd: Það er byrjað á því að setja þurrís í stórt glerbúr. Svo er blásið sápukúlur ofaní ílátið og hún flýgur bara í lausu lofti.

Niðurstöður: Sápukúlan var bara í  lausulofti og koms ekki niður. Þetta gerist afþví að neðst í búrinu er koltvíoxíðin úr þurrísnum. Koltvíoxið er þyngri en sápukúlan og  þess vegna hrindir hún kúlunni.

þurrisogsapukula-1024x512

Eldspýta og kerti

Efni og áhöld: Kerti, eldspýtur, gler skál og þurrís.

Framkvæmd: Sett er slatti af þurrís í gler skál, kveikt er á kertinu og það er lagt varlega í skálina. Það virkar ekki, prófað er að kveikja á kertinu með eldspýtu.

Niðurstöður: Það er ekki, það sloknar alltaf á kertinu. Þetta virkar ekki því að þurrís er koltvíoxið og loginn nær ekki í súrefni sem hann þarf til að loga. Nú sama hvað maður reynir að kveikja á kertinu, þá slokknar á á eldspýtunni um leið og maður setur það ofaní skálina.

Í byrjuninni á myndbandinu sést þetta.

 

Sápuglas

Efni og áöld: Glerglas, sápa, einhvers konar efnisbútur og þurrís.

Framkvæmd: Sett er þurrís í glas og setjum vatn útí. Svo tökum við efnisbútinn sem er bleyttur með sápuvatni og rennum eftir börmunum á glasinu og þá á sápukúlan að þenjast út.

Niðurstöður: Við náðum að gera þetta einu sinni, þetta er svoldil kúnst, því það má ekki gera þetta of hratt því að þá virkar þetta ekki.

1470253_788549031159587_1872802462_n-225x300 1470181_788549004492923_1378772411_n-225x300

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndir bæði frá mér og Ninnu

 Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *