Anna Marý Karlsdóttir

Hlekkur 6- vika 5

Mánudagur 31.mars: Í tímanum vorum við að vinna í Nearpod kynningunum okkar. Við vorum tvö og tvö saman í hóp, ég var með Guðleifi í hóp. Það sem við vorum að fjalla um í kynninguni okkar var lífdísill.

Um lífdísil:

 • Hann er einnig kallað biodísel eða lífdísel.220px-Biodiesel
 • Hann er lífeldsneyti, búið til úr lífrænumefnum.
 • Hann er hægt að nota óblandaðan á brunavélar.
 • Lífdísill er oftast blandaður með við venjulega dísilollíu.
 • Þegar búið er að blanda lífdísilnum út í venjulega dísilolíu er ekki lengur um lífdísil sem slíkan að ræða.
 • Hann er skilgreindur sem alkóhól-ester úr fitusýrum unnum úr plöntu eða dýraafurðum.
 • Notkun á lífdísil fer vaxandi á heimsvísu.
 • Hann er hægt að nota á allar dísilvélar
 • Bílaframleiðendur hafa gefið það út að það séu engar tryggingar fyrir því að það gangi áfallalaust.
 • Notkun á lífdísilolíu á Íslandi er ekki mikil.
 • N1 selur olíu sem er þá 95% venjuleg dísilolía og 5% lífdísill.

Kostir

 • Lífdísill er endurnýjanlegur orkugjafi
 • Losar minna af gróðurhúsalofttegundum
 • Brotnar niður í náttúrunni
 • Inniheldur lítinn brennistein
 • Smyr betur en hefðbundin dísilolía
 • Þarfnast ekki breytingar á dreifikerfi hefðbundinnar dísilolíu

Lífdísill er því ekki eiturefni og er töluvert umhverfisvænni en hefðbundinn jarðdísill

Gallar

 • Þolir ekki eins mikinn kulda
 • Eykur losun NOx
 • Getur skemmt plast og gúmmí í eldsneytiskerfum
 • Minni orka í hverjum lítra
 • Getur myndað útfellingar í vélum

Einn af helstu ókostum lífdísils er að hann er jafnvel dýrari en hefðbundið jarðdísilolía. Blöndur að B20 geta þó verið á sambærilegu verði og jarðdísill. Þá þarf einnig töluvert landsvæði undir ræktun jurta sem hægt er að nota í framleiðsluna. Repja getur til að mynda skilað í kringum 1000 lítrum á hektara á ári.

 

Fimmtudagur 3.apríl: Við byrjuðum á því að taka próf uppúr því námsefni sem við höfum verið að læra. Þegar allir voru búnir með prófið vorum við bara að horfa á myndbönd og skoða blogg.

 

Heimildir:

TextiSkildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *