Innskráning
22
nóvember

Byrjun í mannréttindi

Written by anton99. No comments Posted in: Mannréttindi

Mannréttindafræðslan hófst með kynningu á því hvað við ætluðum að læra í vetur og hvað mannréttindi þýða.

Þetta höfum við verið að gera í haust

 Verkefnið “spilaðu með!”. Í þeim tíma spiluðum við ólsen ólsen en nemendur vissu ekki af því að kennarinn hafði samið við 3-4 nemendur um að vera “reglusmiður, ákærandi, svindlari og sá tapsári”. Verkefnið “menntun fyrir alla”. Nemendum skipt í hópa og spilað samstæðuspil þar sem para á saman texta og mynd sem tengjast menntun og mannréttindum.

 Verkefnið “Sjáðu hvað þú getur”. Stutt umræða um fatlanir og síðan prófuðu nemendur á eigin skinni hvernig er að vera blindur. Unnið í pörum þar sem nemandi leiðbeindi öðrum nemanda sem hafði bundið fyrir augu.

Það var gaman í ólsen ólsen og að prófa að vera blindur. Ég var valin í að svindla í ólsen ólsen og það endaði með öskrum og látum og það var klagað Kolbrúnu

Markmið

Að efla vitund um mannréttindamál og auka skilning á þeim svo að fólk átti sig á því þegar mannréttindi eru brotin.

Að byggja upp hæfni og kunnáttu  sem er nauðsinleg til þess að vernda mannrétindi.

Að skapa viðhorf þar sem virðing er borin fyrir mannréttindum þannig að fólk brjóti ekki af ásetningi á réttindum annarra.

0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.

Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.