Mannréttindafræðsla, Bully

Mannréttindafræðsla, Bully

Halló!

Í mannréttindafræðslu horfðum við á myndina “bully“ sem er mynd um börn sem eru eða hafa lent í einelti. Tveir af fimm  voru búnir að stytta sér aldur en þá tóku foreldrar þeirra þátt í gerð myndarinnar til að segja frá upplifum þeirra.

Ein af þessum var stelpa sem var samkynhneigð og klæddi sig strákalega að mati skólafélaga, hún býr eða bjó á biblíubeltinu og varð fyrir miklu einelti af flestum bæarbúum vegna þess. Hún átti nokkra vini sem studdu hana auk foreldra hennar. Foreldrar hennar báðu henni að flytja burt með þeim en hún afþakkaði og sagði að ef hún gerði það væru þeir sem lögðu hana í einelti búnir að vinna.

Önnur stelpa var lögð í hrottalegt einelti í skólanum sínum og tók upp á því einn daginn að miða byssu á skólafélaga sína á leið í skólann. Hún var send í unglingafangelsi en hún komst út eftir nokkra mánuði.

Einn strákanna var kallaður fiskumunnur, hann var með holar kinnar og stórann munn og aðeins seinþroska. Skólafélagar hans lögðu hann í hrottalegt einelti í skólarútunni og í skólanum sjálfum. Eineltið náðist á myndbönd og var sýnt í myndinni. Mér fannst foreldrar hans óttalega leiðinlegir við hann líka og systir hans, þau allavega hjálpuðu ekki mikið með að segja honum bara að manna sig upp og hætta að væla..

Hinir tveir strákarnir höfðu báðir framið sjálfsmorð og var þeirra partur þá um vini þeirra sem þeir áttu og eineltið sem dró þá til dauða.

Mér fannst þessi mynd mjög áhugaverð og mér finnst að allir á grunnskólaaldri ættu að sjá þessa mynd.

 

 

Síðasta bloggfærslan hjá mér!

Síðasta bloggfærslan hjá mér!

Hallóóó!

Jæja, þá fer að lýða að lokum hjá mér í Flúðaskóla.

Undanfarið höfum við verið að læra undir lokaprófið en það þýðir fyrirlestrar hjá Gyðu :)

Hún gaf okkur engin sérstök fyrirmæli um hvað við eigum að blogga enda megum við bara blogga um það sem við viljum blogga um :)

ötzi

Í september árið 1991 voru þýskir ferðamenn á göngu í Ölpunum. Í 3200 metra hæð gengu þeir fram á lík af manni og sat neðri hluti líkama hans fastur í ís. Í ljós kom að þetta voru líkamsleifar karlmanns á fimmtugsaldri, sem við nánari athugun reyndist hafa látist fyrir um 5300 árum. Fundurinn vakti strax heimsathygli og var manninum fljótlega gefið gælunafnið Ötzi.

Ötzi er ein elsta múmía sem fundist hefur. Hann var uppi á koparöld en svo kallast stutt tímabil milli nýsteinaldar og bronsaldar þegar menn höfðu byrjað að gera sér áhöld úr kopar.

Ötzi mjög merkilegur að því hann er eini forsögulegi maðurinn sem hefur fundist í hversdagsklæðum og með allan sinni útbúnað meðferðis. Algengast er að ekki er annað að finna í gröfum manna en líkamsleifar þeirra.

Vel varðveittir hlutir sem Ötzi hafði meðferðis segja hins vegar mikla sögu, einkum þeir sem eru úr lífrænu efni eins og tré og leðri, en slík efni varðveitast yfirleitt illa eða alls ekki. Lík Ötzis hefur frosið strax eftir að hann dó og síðan setið fast í ís þar til menn gengu fram á það og skýrir það hina óvenjulegu varðveislu.

Rannsóknir á tönnum og beinum Ötzi benda til þess að allt sitt líf hafi hann hafst við á mjög litlu svæði nálægt staðnum þar sem hann fannst. Síðasta máltíð hans virðist hafa verið kjötmáltíð, líklega kjöt af villigeit eða hirti, þar

sem hveiti, plómur og aðrar plöntur komu einnig við sögu.

Ötzi var líklega ekki heill heilsu. Nögl á einum fingri hans gefur til kynna að hann hafi þjáðst af einhvers konar hrörnunarsjúkdómi. Hann virtist hafa rifbeinsbrotnað nokkrum sinnum en beinin voru gróin eða við það að gróa þegar hann lést. Einnig virðist hann hafa þjáðst af liðagigt. Nokkur bláleit húðflúr fundust á líkama hans. Í fyrstu virtist staðsetning þeirra vera tilviljanakennd, en bent hefur verið á að þau séu öll nálægt stöðum sem eru meðhöndlaðir þegar nálastungumeðferð er notuð gegn gigt. Því er hugsanlegt að húðflúrið hafi haft þann tilgang að auðvelda nálastungumeðferð.

Það bendir allt til þess að Ötzi hafi verið myrtur með örvum, vegna leifa af steinum sem eru í laginu eins og örvaroddur.

Í dag er hægt að skoða Ötzi gegnum lítinn sýningarglugga í Minjasafni Suður-Tíról í Bolzano á Ítalíu. Til að hann varðveitist sem best er hann er hafður í 6 stiga frosti þannig að líkt sé sem mest eftir aðstæðunum á fjallinu þar sem hann fannst. Á safninu má einnig finna endursköpun hans í fullri stærð en Ötzi var um 160 cm á hæð.

 

 

-vísindavefurinn

Lögmál Newtons

Lögmál Newtons

Fyrsta lögmál Newtons:

Núningur veldur því að ferð hlutar sem er á hreyfingu minnkar. Ef núningurinn væri ekki þarna fyrir myndi hluturinn viðhalda þessari hreyfingu til eilífar.

Newton gerði sér einnig grein fyrir því að kyrrstæður hlutur yrði áfram kyrrstæður nema ef einhver kraftur kæmi honum á hreyfingu. Þennan eiginleika kallaði Newton tregðu. Tregðu lögmálið hljómar þá svona:  „Hlutur leitast við að halda hreyfingu sinni í beina stefnu eða kyrrstöðu óbreyttri ef ekki verkar á hann kraftur sem breytir hreyfingu hans.“

Annað lögmál Newtons:

Annað lögmál Newtons útskýrir tengsl krafts,massa og hröðunar og felur í sér að heildar kraftur sem verkar á hlut jafngildir margfeldi af massa og hröðunar:  „Heildar kraftur, F, sem verkar á hlut með massa, m, framkallar hröðun, a, í stefnu kraftsins, a=F/m“


Þriðja lögmál Newtons:

Þriðja lögmál Newtons hljómar svona: „ Krafti sem beitt er af hlut A og hlut B er jafn stór krafti sem beitt er af hlut B á hlut A en í gagnstæða stefnu. „
Allir hlutir sem falla í tómarúmi hafa sömu hröðun og falla því jafn hratt. Hlutir sem falla í andrúmsloftinu hafa ekki allir sömu hröðunina, t.d. smápeningur og blað. Þetta er vegna þess að áhrif straummótstöðu eru meiri á blaðið en peninginn. Allir hlutir verða fyrir loftmótstöðu og þess vegna geta þeir ekki haldið áfram að falla hraðar endalaust. Hámarks fallhraði hluta kallast lokahraði. Þegar sá hraði næðst fellur hluturinn á sama hraða til jarðar. Allir hlutir sem hreyfast hafa skriðþunga. Skriðþungi er jafn massa hlutar með margfölduðum með hraða hans og skýrir það af hverju það er þægilegar að stoppa tennisbolta heldur en vörubíl sem ferðast á sama hraða og boltinn.

Þyngdarkraftur og þyngdarlögmál Newtons

 

Þyngdarkrafturinn er aðdráttarkraftur. Þyngdarkrafturinn verkar milli jarðar og allra hluta á jörðinni. Hann verkar jafnframt á milli allra hluta í alheiminum. Þyngdar krafturinn veldur því að hlutir falla til jarðar og að tungl snýst um jörðina, en flýgur ekki bara í burt. Newton hélt því fram að hlutur félli með hröðun til jarðar vegna aðdráttarkrafts sem verkar milli hlutarins og jarðar. Fall hans má skýra með þyngdarkrafti. Newton setti niðurstöður athugana sinna fram í þyngdarlögmálinu. Það lögmál felur í sér að milli tveggja hluta ríki þyngdarkraftur. Stærð kraftsins er komin undir tveimur þáttum: massa hlutana og fjarlægðinni á milli þeirra. Þyngdarkraftur minnkar eftir því sem fjarlægð milli hluta vex.

Fréttir:

Mjög merkileg frétt um legígræðslu

Panda tæknifrjóvguð í skotlandi

Viltu vinna farmiða til Mars?

mynd hér

Æxlunarkerfi mannsins

Æxlunarkerfi mannsins

Ég var veik alla síðustu viku en ég var á mánudeginum svo hér er það sem ég lærði á fyrirlestrinum :)

Kynlaus æxlun / kynæxlun

 • Fjölgun allra lífvera fer fram með æxlun.
 • Kynlaus æxlun:
 • -frumuskipting (mítósa)
 • -knappskot
 • -gróæxlun
 • -vaxtaæxlun
 • -klónun
 • Kynæxlun:
 • -karlkyn og kvenkyn
 • -sáðfruma og eggfruma (myndaðar með meiósu)
 • samruni litninga úr tveimur einstaklingum

Æxlunarkerfi mannsins

Líffærin í æxlunarkerfi mannsins eru:

 • Kynkirtlar
 • -eistu og eggjastokkar
 • Rásir
 • -flytja og geyma kynfrumurnar
 • Aukakirtlar
 • -sáðblöðrur, blöðruhálskirtill, þvagrásarkirtlar
 • -mynda sáðvökvann
 • Stuðningslíffæri
 • – getnaðarlimur og leg eru góð dæmi um stuðningslíffæri


Sæði (semen)

Í sæði eru sáfrumur sem eistun mynda og sáðvökvi kemur frá aukakirtlunum þrem. Það eru um 2,5-5ml af sæði eru í hverju sáðláti. Það eru 50-150 milljón sáðfrumur í hverjum ml en aðeins innan við 1% sáðfrumna ná að egginu.

Hlutverk sáðvökvans er að flytja næringu til sáðfrumnana, hann drepur bakteríur og afsýrir leggöngin, umhverfi leggangana er of súrt fyrir sáðfrumurnar.

Eggmyndun (oogenesis)

Eggmyndun hefst strax í eggjastokkum í fósturlífi og lýkur rétt eftir frjóvgun. Tvílitna eggmóðurfruman skiptist með meiósuskiptingu og myndar þá einlitna eggfrumu. Við fæðingu hefur stálka um 400 þúsund eggmóðurfrumur í eggjastokkum sínum en við kynþroska er fjöldin komin niður í 40 þúsund en aðeins 400 egg ná að þroskast.

Leg (uterus)

Sléttur, teygjanlegur, perulaga, holur vöðvi í grindarholi lýsir leginu best. Legið skiptist í fundus, corpus og cervix uteri. Legholið er klætt slímu en efsta lag slímunnar endurnýjast í hverjum mánuði.

Hlutverk legsins eru ýmis t.d:

 • Taka þátt í blæðingum
 • Sæði fer í gegnum legið á leið sinni til eggjaleiðara
 • Tekur á móti frjóvguðu eggi frá eggjaleiðurunum
 • Legið er bústaður fóstursins
Fróðleikur:
Eggfruma myndband
Sáðfruma myndband
Tíðarhringur kvenna – vísindavefur
  texti úr glærum, mynd hér

 

12.3.13

12.3.13

Jæja,

við erum enþá að vinna í glærusýningum :)

Ég setti inn fróðleik um heilann síðast svo núna ætla ég að setja um smá um mænuna :)

Mænan

Mæna manns er safn taugafrumna og genur niður frá heilastofni. Hún er næstum hálfur metri á lengd í fullorðni

manneskju. Í mænunni er bæði grátt og hvítt efni. Í kjarna mænunnar eru mænugráni ,sem líkist bókstafnum H í þverskurði, einkum gerður úr frumubolum. Utan um hann er mænuhvíta sem er aðalega gerð úr símum sem flytja boð til og frá heila. Frá mænu gengur 31 samstæða af mænutaugum sem liggja útí búk frá útlimi. Mænan er vel varin og hryggjarsúlu. Ef mænan skaddast getur það valdið tilfinningarleysi og lömun.

-texti úr glærukynningu okkar, tekið úr bókinn maðurinn

Mænutaugar

Eins og sagt var frá aðan liggja 31 samstæður af taugum sem ganga út um milliliðagöt á hryggjasúlu. Hver taug skiptist í tvennt og sér önnur greinin fyrir líffærum í líkamanum framanverðum en hin í honum aftanverðum og þær greinast enn frekar. Mænutaugar draga nöfn sín af þeim stöðum á mænunni sem þær koma frá: hálstaugar, brjósttaugar, lendataugar, spjaldtaugar og rófutaug. Hálstaugarnar fléttast saman og mynda saman tvo net eða hálsflækjur sem tengjast líffærum í aftanverðu höfði, hálsi, öxlum og þind. Brjósttaugarnar tengjast svo millirifjavöðvum, djúplægum bakvöðvum og líffærum í kviðarholi. Lendataugar tengjast neðri hluta baksins og hluta af læri og fótlegg. Spjaldtaugar tengjast læri, vöðvum og hörundi á legg og fæti ásamt bakraufar-þvag- og kynfærasvæðum.

-texti úr glærukynningu okkar, tekið úr bókinn maðurinn

Skemmtilegar staðreyndir um mænuna!

 • Fyrir utan hnúðana á kameldýrum er mænan bein.
 • Mænan er svipað þykk og litli puttinn þinn.

heimild

Fréttir

Lamaður drengur gengur á ný!

Sködduð mæna löguð með nanótækni!

Annað

 mynd hér

Takk fyrir mig!

Taugakerfið og heilinn

Taugakerfið og heilinn

Í þessari viku erum við byrjuð á að búa til glærukynningar um ákveðin kerfi í mannslíkamanum. Ég og Þröstur erum að gera um taugakerfið :)

Almennt um taugakerfið

Taugakerfi er það líffærarakerfi, sem framkvæmir hreyfingu vöðvanna, fylgist með líffærunum og að tekur við áreiti frá skynfærunum og að bregst við því. Í samvinnu við innkirtlakerfið stuðlar það að því að halda jafnvægi í líkamanum.

Taugakerfinu er skipt í tvennt, miðtaugakerfið sem heilinn og mænan fellur undir og úttaugakerfið sem viltaugakerfið og dultaugakerfiðfellur undir en því er svo aftur skipt í tvennt í semjukerfið og utansemjukerfið.

-wikipedia

Heilinn

 Heilinn ræður mestu um alla starfsemi og virkni líkamans. Heili mannsins er flóknari en í öðrum lífverum. Í honum fer fram starfsemi sem gerir okkur kleift að framkvæma nákvæmar hreyfingar, hugsa, muna, draga ályktanir og skipuleggja eða stunda svokallaða „æðri“ starfsemi. Svæði heilans gegna sérstökum hlutverkum. Í yfirborði heilans eru fellingar sem nefnast börkur. Þar fer fram „æðri“ starfsemi og þar er að finna þau svæði sem skipuleggja og stjórna fínhreyfingum. Vísindamönnum hefur jafnvel tekist að staðsetja nákvæmlega stöðvar í heilaberkinum þar sem þessi starfsemi far fram, svo sem málskilningur og samstilltar hreyfingar. Inni í heilanum fer líka fram annars konar starfsemi á sérstökum svæðum. Sem dæmi má nefna að í heilastofninum er stjórnstöð öndunar og hjartsláttar.

-texti úr glærukynningu okkar, tekið úr bók.

Sjúkdómar í heilanum

Alzheimer

Alzheimer er sjúkdómur sem orsakast af hrörnunarbreytingum í miðtaugakerfinu (Heila og mænu) og lýsir sér með minnisleysi, skapsveiflum, missi á orðaforða og minni. Alzheimer er erfiður fyrir aðstandendur og jafnt sem sjúklingana sjálfa.

-wikipedia

 

ADHD

Athyglisbrestur og ofvirkni,ADHD, er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt snemma fram eða fyrir 7 ára aldur og

getur haft mikil áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun. Athyglisbrestur og ofvirkni er algerlega óháð greind.

-ADHD samtökin

Þunglyndi og aðrir geðsjúkdómar

Þunglyndi felur ekki einungis í sér dapra lund, heldur fylgja ýmsar breytingar á hugsun, hegðun og líkamsheilsu. Eftir því sem einkennin verða fleiri og tíðari eða meira viðvarandi hafa þau snarari áhrif á daglegt líf. Þunglyndi eykur líkur á vinnutapi, erfiðleikum í samböndum og erfiðleikum í námi eða vinnu.Þunglyndi ýtir oft undir ofneyslu áfengis og annarra vímugjafa. Hætta á ofnotkun verkjalyfja, svefnlyfja og róandi lyfja getur einnig aukist.

 

-persona.is

Hvað veldur þunglyndi?    Hvað einkennir þunglyndi?


Það sem þú vissir ekki um heilann

 • Heilinn er 75 % vatn
 • Heilinn finnur ekki til, það er ekki hægt að finna til í heilanum
 • Það eru um 100.000 mílur af taugum/æðum í heilanum
 • Heilinn er feitasta líffærið og er allavega 60 % fita


Fleiri staðreyndir hér

Fréttir

Fá skaðabætur fyrir heila

Fengu heila ömmu sinnar í poka

Annað

mynd hér

Takk fyrir mig!

 

Rafmagn og undirbúningur fyrir próf.

Rafmagn og undirbúningur fyrir próf.

jæja, í þessari viku erum við búin að vera að læra um rafmagn. Á eftir er könnun úr því efni svo ég ætla að blogga aðeins um rafmagn og undirbúa mig í leiðinni :)

Rafspenna

 • Til að koma rafeindum af stað þarf orku.
 • Rafspenna er sú orka sem er fyrir hendi til að hreyfa hverja rafeind.
 • því meiri sem spennan er, því meiri orku fær hver rafeind og því meiri orku gefur rafeind frá sér.
 • Rafspenna er mæld í voltum eða V.

Streymi rafmagns

 • Rafstraumur er streymi rafmagns eftir vír: fjöldi rafeinda sem fer um ákveðinn stað í vírnum á ákveðnum tíma.
 • Því fleiri rafeindir, því hærri straumur.
 • Rafstraumur er mældur í amperum eða A.
 • Rafstraumur er táknaður með I.
 • 1A= 6*10(í 18) rafeindir á sekúndu.

Viðnám

 • Viðnám er mótstaða efnis gegn streymi rafmagns.
 • Hlutir, sem hleypa í gegnum sig rafmagni, hitna eða lýsa vegna viðnáms.
 • Viðnám ,er táknað með R, er mælt í ohm.
 • Efni hafa mismikið innra viðnám.

Lögmál Ohms

Rafstraumur í vír er jafn spennunni deilt með viðnáminu.

Rafstraumur = spenna

viðnámi

Lögmál Ohms: I= V/R

Stefna rafstraums

 • Rafeindir í vír hreyfast í sífellu í eina stefnu en geta þó breytt stefnu sinni.
 • Jafnstraumur (AC):
 •             Rafeindir hreyfast alltaf í sömu stefnu
 • Rafhlöður
 • Rafgeymar
 • Riðstraumur (DC):
 • Stefna rafeindanna breytist reglulega
 • rafmagn á heimilum
 • á Íslandi breytist stefnan 50 sinnum á sekúndu.

Raforka or rafafl

 • Raforka er sá eiginleiki rafmagns til að geta framkvæmt vinnu.
 • Rafafl er sú vinna sem unnin er á tilteknum tíma, það er hversu hratt orkan er notuð.
 • Rafafl er mælt í wöttum eða W og er reiknuð:
 • AFl= spenna * straumur, (P=V*I) , wött = volt * amper

Tengingar straumrása

 • Raðtenging

Er þegar rafeindir komast aðeins eina leið. Ef einn hlekkur rofnar opnast öll straumrásin. Jólaseríur eru mjög oft raðtengdar.

 • Hliðtenging

Rafeindir hafa nokkrar mögulegar leiðir. Þó að einn hlekkur rofni haldast aðrar straumrásir lokaðar. Rafmagn á heimilum er hliðtengt.

Vör (öryggi)

 • vör er öryggi í raflögnum.
 • mismunandi gerðir vara:
 • Bræðivör: búin silfurþræðum sem bráðna við mikinn straum.
 • Sjálfvör: opna straumrás ef of mikill straumur fer um hana, mest notaða vörin í dag.
 • Þær gegna því hlutverki að grípa inní ef rafmagnstæki bilar eða gallar leynast í raflögnum með því að rjúfa straum.

Tekið úr glærum :)

jæja ég vona að þið hafið notið fróðleiksins :)

-Áslaug

 

 

Rafmagnstafla

Rafmagnstafla

Við áttum að setja inn mynd af rafmagnstöflunni heima hjá okkur :)

Hvað er rafmagnstafla?

,,Til að taka á móti raforku þarf rafmagnstöflu sem nefnist aðaltafla. Aðaltaflan er hjarta rafkerfis hússins. Aðaltaflan er oft eina taflan í minni einbýlis- og raðhúsum. Í stærri húsum eru oftast einnig undirtöflur sem kallast greinitöflur og fá tengingu frá aðaltöflu. “

-Orkuveita Reykjavíkur

Svörtu takkarnir efst eru til að slá rafmagni út eða inn á ákveðnum svæðum, skrítni blái takkinn er lekastraumsliðinn.

Hvaða svæði stjórnar hver takki fyrir sig?:

 1. Stofa
 2. forstofa/útiljós
 3. herbergi/bað
 4. gangur/svefnherbergi
 5. þvottahús
 6. eldhús/búr
 7. til vara
 8. til vara í bílskúr
 9. tengi kassa
 10. bílskúr
 11. uppþvottavél
 12. þurrkari
 13. bökunarofn
 14. gufubað (erum ekki með gufubað lengur)
 15. þvottavél
 16. eldavél (erum komin með gas núna)
 17. gamla hús (það er því miður búið að rífa það, þetta er mjög gömul tafla)
 18. sugþurrkun (veit ekki alveg hvað það þýðir..)
 19. íbúð.

 

-Áslaug

 

Tölvustöðvar!

Tölvustöðvar!

í dag fór ég í nokkra leiki í tölvuveri :)

ég fór í leik frá BBC sem snérist út á það að svara spurningum og láta perur skína, skemmtilegur leikur á ensku svo ég lærði nokkur hugtök eins og electrical conductor sem þýðir eitthvað sem leiðir rafmagn vel :)

Ég fór einnig í nokkra leiki frá Phet, einn sem snérist út á stöðurafmagn og einn sem snérist út á að koma bolta í mark með róteindur og rafeindum.

Svo fór ég í leik á ensku sem að innihélt mörg skemmtileg verkefni, mæli mjög með þessum leik :)

-Áslaug