Hvítbók – Hugtak

Ósnortið víðerni

Landsvæði þar sem náttúran fær að þróast án truflunar frá mannfólkinu og öðrum tæknilegum hlutum eins og t.d. orkuverum, þjóðvegum, raflínum og mörgu fleiru. Svæðið þarf að vera í a.m.k. 5 km frá mannvirkjum og þarf að vera a.m.k. 25km2 að stærð.

Heimavinna-rafmagnstafla

Heimavinnan okkar þessa vikuna var að taka mynd af rafmagnstöflunni okkar heima, merkja inná hana lekaliðan og tala smá um öryggi.

Hér er mynd af töflunni heima hjá mér:

lekaliði

 

Rauði hringurinn á myndinni sýnir hvar lekaliðinn er a töflunni heima hjá mér. Lekaliði er aðal straumrofinn í rafmagnstöflunni og slær út rafmagni þegar óeðlilegt ástand verður á rafkerfinu. Hinir rofarnir í rafmagnstöflunni eru allir öryggi og koma þeir í veg fyrir að of mikið álag myndist.

 

Heimildir:

Pabbi
Raflagnir.is

 

 

 

Vika 3, Hlekkur 5

Mánudagur 8.feb

Skoðuðum blogg og myndbönd.

Við skoðuðum líka fréttir t.d.

 • centriphone
 • Justin meiddur í Þorlákshöfn
 • Frakkar banna matarsóun með lögum
 • titringur i farsímum
 • Zika-Vírus

Svo enduðum við tímann á því að fara í 2 kahoot um orku og avatar :)

 

Miðvikudagur 10.feb

Í dag var stöðvavinna og hér er það sem var í boði:

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

Hér eru myndir af því sem ég gerði :

blogggggggggg straum rás nift ipadleikur

 

Fimmtudagur 11.feb

Ég var einhvað slöpp þennan tíma þannig ég fekk að hvíla mig aðeins niðri. hinir krakkarnir gerðu einhvað verkefni með skala.

Vika 2, Hlekkur 5

Mánudagur 1.feb

Á mánudaginn fórum við í nearpod kynningu um rafmagn og svöruðum nokkrum spurningum úr því. Við lærðum líka um lögmál OHMS og skoðuðum myndband af eh kalli á hjóli.

 

Miðvikudagur 3.feb

Á miðvikudaginn var stöðvavinna :) Þessar stöðvar voru í boði:

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók.

Hér eru myndir af því sem ég gerði :)

blogg17.2blogg17.2 2blogggblogggg

Fimmtudagur 4.feb

Á fimmtudaginn var enginn tími, við vorum öll í einhverju prófu um líðan og fíkniefni.

 

Vika 1, Hlekkur 5

Mánudagur 25.jan

Skoðuðum myndbönd og kynningar frá vísindavökunni.

 

Miðvikudagur 27.jan

Á miðvikudaginn skoðuðum við blogg. Spjölluðum um Plánetu-X og glóperuna. Næst fórum við í nearpod kynningu um orku og svöruðum nokkrum spurningum.

 

Fimmtudagur 28.jan

Á fimmtudaginn vorum við niðri í tölvuveri að blogga.

Vísindavaka 2016

Vikuna 16-22.janúar var vísindavaka. Ég var með Siggu og Sunnevu í hóp og við gerðum Hologram.

Rannsóknar spurning: Hvaða efni virkar best?

Það sem við notuðum:

 • Plexigler
 • CD hulstur
 • gler
 • límbyssa
 • snjallsími
 • tannstönglar
 • límband
 • sög
 • glerskeri
 • Trapisusnið 1 x 3,5 x 6

Við semsagt notuðum 3 gerðir af gleri/plasti, teiknupum 4 trapisur á hvort og söguðum/skárum út. Næst límdum við saman 4 trapisur með límbyssu þannig að myndaðist einskonar pýramídi. Þar á eftir var hann settur ofan á snjallsíma/spjaldtölvu og spilað var sérstakt 3víddar myndband. Þá kemur mjög flott mynd upp úr pýramídanum.

Hvernig virkar svona hologram?
Það sem við gerðum er í rauninni ekki ‘alvöru’ hologram, heldur bara speglun sem lætur þetta lýta þannig út. Það sem gerist er að hver hlið pýramídans speglar sinni mynd inn í miðju. Þannig að þegar allar hliðarnar spegla sinni mynd kemur heil mynd í miðjuna.

Svar við rannsóknarspurningu: CD hulstur virkar best

Hér fyrir neðan er myndbandið okkar og þar getið þið séð útkomuna :)

Við sýndum myndbandið í skólanum og svo sýndum við þetta líka ‘Live’. Þannig að við komum með pýramídana, settum þá ofan á spjaldtölvu, spiluðum 3víddar myndband og sýndum bekkjarfélögum okkar :)

Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og fræðandi verkefni :)

Hinir krakkarnir í bekknum voru líka með mjög flott verkefni. Hér er linkur þar sem þið getið skoðað myndbönd frá öðrum í skólanum, þar sem ég get ekki valið hvað mér finnst flottast.

Avatar 2016

Vikuna 4.-11. janúar horfðum við á Avatar. Ég ætla að segja ykkur smá frá myndnni og hvernig ég held að lífið á Pandóru sé.

Avatar

Avatar er mynd sem kom út árið 2009 og er hún næst mest horfða kvikmynd í sögu kvikmyndahúsa. Myndin er fræg fyrir að vera mjög vel gerð, t.d. var búið var til nýtt tungumál, Na’vi fólk, menningin og náttúran þróuð á nýjan hátt. Þegar við horfðum á myndina áttum við að fylgjast vel með náttúrunni og reyna að skilja lífið á Pandóru. Ég ætla að segja smá frá Pandóru eins og ég held að hún virki.

 

Pandóra

Pandóra er tungl sem er svipað stórt og jörðin og er hjá gasrisa í næsta sólkerfi við okkur. Loftið á Pandóru er sett saman úr súrefni, koltvíoxið (yfir 18%), Xenon (5.5%),köfnunarefni, Metan og brennisteinn >1%. Það er of mikið af koltvíoxið á Pandóru fyrir mannfólk. Það tekur aðeins 20.sek að líða yfir fólkið og 4.mín að deyja og þess vegna þarf fólkið að ganga með einhverskonar súrefnisgrímu. Á Pandóru er mikið af trjám, plöntum, fjöllum, vötnum og fossum. Þar af leiðandi svipað og á jörðu. Þau á Pandóru eru með plöntu sem kallast sálartré og tengist það gyðjunni þeirra Eywa. Þau geta farið þangað, tengt sig við tréið og talað til Eywa. Eywa sér um jafnvæi í náttúrunni og þegar einhver deyr fer sál þeirra til hennar. Á Pandóru eru líka allskonar skrítin dýr, flest öll með 6 fætur. Pandórubúar geta tengst dýrunum með hárinu eða skottinu og ráða þá með hugsunum sínum hvert dýrin fara. Mér finnst þetta bara mjög spennandi pláneta, en ætla núna að segja ykkur smá frá Na’vi sem eru verurnar sem búa á Pandóru.

 

Na’vi

Pandóru búar kallast Na’vi,þeir hegðar sér líkt og fólk á jöðru, líta svipað út en samt allt öðruvísi. Þeir eru bláir á litinn og 3 metrar á hæð. Annars eru þeir að mestu leiti eins og fólk, nema eru með fjóra fingur á hendinni, og fjórar tær á fótum. Þeir hafa gul augu og sítt hár sem þeir geta tengst Eywa og önnur dýr. Na´vi veiðir sér til matar með hníf og bogum. Örvarnar sem þeir nota eru baneitraðar, ef þú verður skotin/n deyrðu á innan við 1.mín. Na’vi fólk er mjög gott fólk, það passa allir uppá hvorn annan, hjálpast að og passa vel uppá náttúruna. Þau segjast aðeins fá lánaða orku og skila henni svo til Eywa þegar þau deyja.

 

Myndir

tree of souls pandora Neytiri-And-Jake-Sully-Talking

Hér eru myndir af sálartrénu, Pandóru,  Neytiri (na’vi stelpa) og Jake Sully (avatar strákur).

Heimildir 

Avatar wiki

Pandorapedia

 

 

Þurrís tilraun 16.12.2015

Á miðvikudaginn gerðum við fullt af tilraunum með þurrís. Ég var með siggu og Sunnevu í hóp. Það voru í boði 9 stöðvar, en við fórum bara á 4 stöðvar.

Tilraun 1 (stöð 2) – þurrís og sápukúlur
Í þessari tilraun settum við þurrís á bakka og blésum sápukúlum ofan á. Sápukúlurnar sprungu oftast, en að lokum náðum við að láta eina litla frjósa. Þetta tók langan tíma en var mjög gaman og spennandi að sjá.
Við prófuðum líka að setja þurrís í fiskabúr og blása sápukúlum ofan í, en þær vildu það ekki. Þegar við blésum sápukúlunum þá svifu þær bara yfir fiskabúrinu. Þetta gerist vegna þess að það er svo mikill þrýstingur niðri frá þurrísnum að sápukúlurnar komast ekki niður.

Tilraun 2 (stöð 3) – Þurrís og sápa
Við settum þurrís í skál og heltum sjóðandi vatni yfir. Við dýfðum svo klút í sápuvatn og drógum hann þétt yfir skálina. Þá átti að myndast stór sápukúla full a reyk en það heppnaðist ekki vegna þess að í þurrísnum sem að við fengum hafði verið búið að setja sápu í sem að gerði það að verkum að margar litlar kúlur mynduðust áður en við drógum klútinn yfir. Hefði tilraunin virkað hefði það gerst vegna þess að þurrísinn var að breytast í gas og gasið átti að fangast í sápunni.

Tilraun 3 (stöð 5) – Þurrís og blöðrur
Í þessari tilraun settum við smá þurrís í botninn á 2 tilraunaglösum. Næst settum við heitt vatn í annað tilraunaglasið, kalt vatn í hitt og settum svo blöðrur yfir. Blöðrurnar stækka en ekki jafn hratt, blaðran með heita vatninu vex hraðar. Það er vegna þess að sameindirnar í heita glasinu hreyfast miklu hraðar en sameindirnar í kalda glasinu.

Tilraun 4 (stöð 8) – Þurrís og plastflöskur
Við settum einn lítinn bita af þurrís í plastbrúsa og settum sjóðandi vatn yfir. Ástæð þess að við settum heitt vatn er vegna þess að sameindirnar hreyfast meira í hita og þá er þetta fljótar að gersast. Þegar vatnið fór á þurrísinn kom mikill reykur. Þá settum við lokið á brúsann og öll gufan þrýstist upp úr brúsanum í gegnum lítið gat sem var á lokinu.

Smá fróðleikur um þurrís
Þurrís er frosinn koltvísýringur, eða CO2. Hitastig þurrís er -79°C og þess vegna er nauðsynlegt að nota hanska þegar ísinn er notaður, ef hanskinn er ekki á þá getur komið brunasár og kalsár. Þurrís er ekki eins og venjulegur klaki. Þegar þurrís ,,bráðnar“ breytist hann beint í gas án þess að fara fyrst í vökvaham. Þessi hamskipti kallast þurrgufun. CO2 (s) —- Co2 (g).


Vika5, Hlekkur 2

Mánudagur 2.nóv

Þennan mánudag var ekki fyrirlestur, heldur kláruðum við öll ókláruð verkefni sem við áttum í töskunni. Hér eru myndir af nokkrum verkefnum sem ég gerði.

 

 

Miðvikudagur 4.nóv

Á miðvikudaginn vorum við að skoða glósur um dreyrarsýki, erfðatækni, klónun, turnerheilkenni, genasplæsingu, erfðabreytt matvæli og margt fleira. Við skoðuðum líka tvö myndbönd um erfðabreyttan mat og eh meira um mat. Eftir þetta fengum við 5 mínútna pásu, okkur var svo skipt í hópa og gerðum lesskilningsverkenfi á ensku um eh lyfjatengt á Íslandi.

 

Fimmtudagur 5.nóv

Á fimmtudaginn var spjallað um próf og var æakveðið í sameiningu að hafa þetta próf bæði í skólanum og heima. Það sem við áttum helst að æfa fyrir prófið var : mítósa, meiósa, ríkjandi, víkjandi, arfgerð, svipgerð, arfhreinn, arfblendinn. Við notuðum svo restina af tímanum til að búa til 2 spurningar fyrir prófið.

Vika 4, Hlekkur 2

Mánudagur 26.okt

Í þessum tíma rifjuðum við upp hugtökin arfgerð, svipgerð, arfhreinn, arfblendinn. Við skoðuðum glósur, en ekki glærukynningu(Gyða var búin að týna henni). Við töluðum líka um ófullkomið ríki eða jafnríkjandi gen. Það er t.d. hvít blóm (HH) og rauð blóm (RR), ef þau eru pöruð saman verða blómin sem koma frá þeim bleik afþví að hvorugt H eða R eru ríkjandi. Í tímanum töluðum við líka um blóðflokkana A,B,AB og O. Þennan tíma enduðum við með því að skoða blogg og svo myndband um svarta og hvíta tvíbura. 

 

Miðvikudagur 28.okt

Á miðvikudaginn áttum við að vinna með blóðflokkafjölskylduna og gera verkefni um blóðflokka.

blodfjolskyldanbloð vekrefni

 

 

Fimmtudagur 29.okt

Í þessum tíma var einungis skoðað blogg og myndbönd :)

 

Myndband

crazy krakki