Að fullorðnast

Hæ’

Í dag ættla ég að fjalla um það þegar maður fullorðnast.

Stelpur og strákar þroskast á sama hátt þangað til að þau eru orðin c.a. 12 ára . Þá tekur kynþroskaskeiðið við. þá eru mikklar breytingar að gerast í líkamanum. Þá ert þú að fullorðnast.

Á þessu tímabili verða mikklar breytingar í líkamanum .

  • Þú stækkar hraðar
  • Það vex hár í handakrikum og í kringum kynfærin.
  • Þú svitnar hraðar og meira en áður.
  • Þú gerist fær um að eignast börn.
  • Flestir fá bólur.
  • Strákum fer að vaxa skegg og þeir fara í mútur.
  • Hjá stelpum stækka brjóstin, mjaðmirnar breikka og þær byrja á blæðingum.

Þetta allt gerist þegar sérstök hormón í líkamanum fara af stað. Hormón eru efni sem stýra ýmsum hlutum í líkamanum s.s. kynþroskanum. Sum hormón myndas í heilanum.

Stelpur
Flestar stelpur verða kynþroska á undan strákum. En maður veit samt aldrei hvenar þetta byrjar , en flestar stelpur verða kynþroska á aldrinum 10-13 ára. Fyrstu merki um kynþroska hjá stelpum eru oftast þegar brjóstin stækka.
Hár fer að vaxa á líkamann, það koma bólur og  svo eru það blæðingar.
Strákar

Strákar byrja oftast á kynþroskanum á aldrinum 12-15 ára. Beinin verða öflugri og vöðvarnir sterkari.
Axlirnar breikka, Mútur koma, kynfærin stækka, það koma bólur og hár fer að vaxa á líkamann. Stelpur fara líka í mútur en það heyrist ekki jafn vel því þær eru þrjú ár í mútum en strákar einungis þrjá-sex.

Smelltu til lesa meira
                                                 

Þessar stelpur og strákar  eru öll 13 ára.                                                                                                                                                                

Myndir teknar á vísir.is og visindavefur.is

-Birgit

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *