Vika 8

Hæ’

Mánudagur

Á mánudaginn vorum vid að rifja upp fyrir próf  og svo fórum við í Alias og ég var með Ástráði, Gabriel og Vitaliy í hóp. Okkur gekk alveg ágætlega við vorum komin lengst, en svo var tíminn búinn svo við þurftum að stoppa.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við í próf. Mér gekk alveg ágætlega, fannst þetta sanngjarnt, bara soldið erfitt afþví að ég æfði mig greinilega ekki alveg nógu vel.

 

Föstudagur

Við fengum til baka prófin okkar. Ėg var með alveg ágæta einkunn, en var meðaleinkunin því miður bara 5. Svo eftir prófið fengum við séns til að hækka einkuninna okkar með því að taka gamalt efnafræðipróf, þrír og þrír saman. Þeir sem voru með svipaðar einkunnir voru settir saman, ég, Halldór og Ástráður vorum saman. Okkur gekk alveg ágætlega en sumt af þessu könnuðumst við ekkert við, svo við giskuðum bara. Við fengum gott út úr prófinu og hækkuðum öll smá.

~Birgit

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *