Vika 5

Mánudagur

Á mánudaginn var ég veik en hinir voru að fara yfir helstu atriði í hlekknum og æfa sig fyrir próf.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var próf úr bylgjum. Ég var alveg búin að stein gleyma þessu prófi svo að ég var ekki vel undirbúin. En ég held að prófið hafi bara verið ansi sanngjarnt. Ég held að mér gekk ekkert svakalega vel og býst ekki við að fá góða einkunn.

 

Föstudagur

Á föstudaginn vorum við í stöðvavinnu, eða svona alskonar þrautum. Ég var með Línu í hóp og við fórum á 3 stöðvar. Eina með svona gátum, eina sem maður átti að búa til flotmæli og eina með fullt af eldspýtnaþrautum. Mér fannst eldspýtnastöðin skemmtilegust og við náðum að leysa alveg ágætlega margar þrautir.

Hér eru nokkrar eldspýtnaþraugír ef þið viljið prufa.

Takk fyrir mig :)

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *