Vika 2

Mánudagur

Á mánudaginn var ekki tími, Gyða var veik.

 

Fimmtudagu

Við fengum nýjar glósur um Þjórsá og bættum á hugtakakortið okkar.

áhersluatriði:

Ólíkar gerðir jökla

Rof og set

eldgos, aska og hraun

vatnasvið

Innri og ytriöfl

Dragár, lindár og jökulár

Fossar, landmótun, jarðlög og fossberar.

 

Föstudagur

Á föstudaginn var plakat vinna. Ég var með Halldóri Fjalari og Siggu Láru í hóp. Við gerðum plakat um Þjófafoss og fossbera.

Þjófafoss

Þjófafoss er einn af mörgum fossum í Þjórsá, en við völdum hann því okkur fannst hann svo fallegur og nafnið spes.                                                                                                             Talið er að Þjófafoss hafi fengið nafn sitt vegna þess að í gamla daga var þjófum drekkt i fossinum.

Fossberar

Fossberar flokkast undir landmótun vatnsfalla og eru þeir einskonar tröppur/stigar fyrir vatn/fossa. Fossar myndast vegna fossbera í jarðveginum, en fossberar eru með harðara berg en jarðvegurinn, sem áin getur ekki brotið niður. Þegar áin brýtur smátt og smátt niður jarðveginn helst hann hár þar sem fossberarnir eru.

Hér er mynd af Þjófafossi

image

Bless bless

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *