Mánudagur
Á mánudaginn fórum við ekki í skólann, við vorum í kirkjuferðalagi.
Fimmtudagur
Á fimmtudaginn fengum við nýjar glærur og svo kynntum plakötin sem við gerðuk í seinustu viku.
Föstudagur
Á föstudaginn byrjuðuk við á því að horfa um fræðslumynd um Þjórsárver og glósuðum það sem okkur fannst mikilvægt.
Ég glósaði m.a.
- Það var stórt gos í Heklu 1947 sem stóð í 13 mánuði.
- Þjórsá dregur nafnið sitt af þjór sem merkir naut.
- Þjórsá er lengsta á landsins og er 230.km löng.
Svo prófuðum við nýtt app í ipad sem heitir nearpod. Okkur gekk soldið illa í byrjun að fatta hvernig þetta virkaði,en það kom. Þetta virkar þannig að það við fengum ipad 2 og 2 saman og svo var Gyða með aðal ipadinn. Í aðal ipadnum var Gyða með glærusýningu, þegar gyða fletti á næstu glæru flettist líka hjá okkur. Svo gat Gyða líka sett inn spurningar og svoleiðis. Mér fannst þetta mjög gaman og vona að við gerum þetta aftur.
Í þessari viku lærði ég t.d.
- Hofsjökull er skriðjökull
- Þjórsá rennur úr hofsjökli
- Ver getur merkt tvennt : mýri eða flói eða vísað til staðar sem menn veiddu dýr eða týndu egg.
- Samlífi: samhjálp-sníkjulíf-gistilíf.
- Rústir
- Fléttur eru eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lifríki.
Mynd af Þjórsárveri