Hlekkur 6, vika 1

Mánudagur 16.feb

Á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk um Hvítá. Það sem við gerðum í tímanum var að fara inn á maps og google earth að skoða Hvítá og upptök hennar og svo skiluðum við heimaprófi.

Þriðjudagur 17.feb

Á Þriðjudaginn byrjuðum við á Nearpod kynningu um Hvítá. Það sem við lærðum líka í tímanum var t.d.

  • Innri öfl -eldgos-jarðskjálftar-skorpuhreyfingar.
  • ytri öfl -vindur-frost-regn.
  • Vatnasvið -það svæði sem hefur afrennsli til sömu ár.
  • Vatnaskil -mörk á milli vatnasviða.
  • 3 tegundir af ám – dragá-jökulá-lindá
  • Fossberar – gamalt blogg frá mér um fossbera
  • Flekaskil og uppbygging jarðar – jarðfræðivefurinn
  • Pangea -öll löndin voru eitt fyrir 200 milljónum ára og kallaðist þá Pangea.

Við skoðuðum líka jarðhræringar og fórum svo í stöðvavinnu.

Hér er mynd af blaðinu sem ég skilaði eftir stöðvavinnu :)

stö-vavinna

Hvítá

Hvítá er jökulá sem á upptök sín í Hvítárvatni, undir Langjökli. Hvítá er þriðja lengsta á landsins ef lengd Ölfusár er lögð við hana, samtals 185.km. Í flóðum getur vatnsmagnið orðið 20 sinnum meira en venjulega, en meðalrennsi Hvítár við Gullfoss er 100m³/s. Áin rennur saman við sogið við Öndverðarnes og myndar Ölfusá. 

hvitá

 

Fimmtudagur 19.feb

Í dag fengum við heimaprófi okkar til baka, ég fekk 9,5 :) Svo fórum við í tölvuverið og gerðum nokkur verkefni og settum í Verkefnabankann.

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *