Hlekkur 6,vika 2

Mánudagur 23.feb

Ég var ekki í dag, ég fór til tannlæknis.

Þriðjudagur 24.feb

Á þriðjudaginn var nearpod kynning um líffræði Hvítár. 

Það sem við lærðum í kynningunni:

  • vistkerfi Hvítár og Ölfusár
  • er vatn sama og vatn?
  • Myndband um notkun vatns og vatnsmagn
  • Kerlingarfjöll – skoðuðum myndir og spjölluðum
  • Hveravellir – mikill gróður vegna hita

Einnig skoðuðum við 20 myndir af fallegum stöðum í heiminum, myndband um kolkrabba að éta krabba og lærðum hvað snjódæld er.

Fimmtudagur 25.feb

Á fimmtudaginn gerðum við verkefni um lífríki Þingvallavatns.

Lífríki Þingvallavatns
Þrjár af fimm fiskitegundum sem finnast hér á landi eru í Þingvallavatni, það eru urriði, bleikja og hornsíli. Talið er að þær hafi lokast í vatninu rétt eftir ísöld þegar land fór að rísa við suðurenda  vatnsins. Í vatninu finnast einnig u.m.þ.b.50 tegundir smádýra og talið er að í fjöruborðinu búa 120 þúsund dýr á fermetra. Á síðustu 10.000 árum hafa þróast 4 afbrigði bleikju í vatninu, það eru sílableikja, kuðungableikja, dvergbleikja og murta. Hvergi annastaðar í heiminum er að finna fjögur afbrigði fiskitegundarinnar í sama vatni. Bleikjan hefur lagað sig að tveimur megin búsvæðum vatnsins, vatnsbolnum og botni vatnsins.

Afbrigðin 4 
Sílableikja er um 40.cm löng. Murta er oftast um 20.cm og lifir hún aðallega á smákröbbum, mýflugum og lirfum. Höfuð murtu er oddmjótt og skoltar hennar eru jafn langir. Kuðungableikja er með dökkt bak og silfraðar hliðar og verður hún allt að 20-50.cm löng. Hún étur m.a. hornsíli og önnur botnlæg dýr. Dvergbleikja er smæsta bleikja á Íslandi og er á bilinu 7-24.cm löng. Hún er dökkleit, kubbsleg í vexti, oft brún og hliðarnar með gullleitum depplum. Aðalfæða hennar eru kuðungar.

afbrigðin 4

Heimildir

Árvik.is
Ust.is
thingvellir.is
fos.is

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *