Vika 3,Hlekkur 1

Mánudagur 7.september

Við fengum áætlun fyrir veturinn og nýjar glósur. Fórum svo í nearpod kynningu um mann og náttúru-vistfræði. Við töluðum líka um hvað danir henda miklum mat á ári, og svo áttum við að útskýra afhverju kríum fækkar. 
Kríum fækkar semsagt vegna þess að það er skortur á mat þeirra. Sandsíli eru helsta fæða kría og eru þau að fara stanslaust fækkandi útaf hnattrænnihlýnun. Sjóhitinn breytist og þörungablómatími kemur á öðrum tíma en hann gerði áður fyrr. Þegar sandsílin eru sem hungruðust er þörungablómi farinn að minka og þá fer sílum stanslaust fækkandi. 

Við fórum lika í lítið nearpod próf,það var ekki mjög erfitt og fengu flestir mest allt rétt :)
Lærðum þessi nýju hugtök:

  • Lífhvolf
  • Búsvæði
  • Líffélög
  • Vistkerfi

Einnig var smá umræða um bleikjuafbrigði í þingvöllum,skóga á íslandi fyrir og eftir ísöld og að lokum svöruðum við einni spurningu um krossnef.

 

Miðvikudagur 9.september

Á miðvikudaginn var stöðvavinna, hér fyrir neðan eru myndir af því sem ég gerði:)

Fimmtudagur 10.september

Í þessum tíma vorum við í tölvuveri og fengum að velja okkur 1 verkefni sem stóð á heimasíðunni, áttum að vinna það og skila á verkefnabanka. Hér fyrir neðan er mitt eins og ég skilaði því :) Hringrás kolefnis

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *