Vika 6, Hlekkur 1

Mánudagur 28.september

Á mánudaginn töluðum við um blóðtungl eða ofurmána og gerðum verkefni um gagnvikran lestur. Í gagnvirkum lestri notuðum við bókina COframtíðin í okkar höndum. Við vorum 4 í hóp og verkefnin voru 4 ; lesa, spyrja, leita skýringu og spá. Þetta gekk mjög vel eða mér fannst það allavega :)

Blóðrauður ofurmáni

Tunglið fær á sig blóðrauðan blæ þegar það er inni í alskugga jarðar. Litin má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þeim tíma. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. Næst berst ljósið til tunglsins sem gefur því rauðan lit.

blóðtungl

Miðvikudagur 30.september

Enginn skóli, foreldraviðtöl.

Fimmtudagur 1.október

Á fimmtudaginn var allur bekkurinn saman í tíma og við töluðum um heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni á jörðinni. 

Hér er padlet með upplýsingum um verkefnið :)

Við áttum semsagt að lesa um þetta og búa okkur svo til ofurhetju.Hér fyrir neðan er mynd af minni ofurhetju og öllum markmiðunum :) Ofurhetjan mín er tákn um hreint vatn og salernisaðstöðu.

birgit ofurhetja global goals

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *