Vika5, Hlekkur 2

Mánudagur 2.nóv

Þennan mánudag var ekki fyrirlestur, heldur kláruðum við öll ókláruð verkefni sem við áttum í töskunni. Hér eru myndir af nokkrum verkefnum sem ég gerði.

 

 

Miðvikudagur 4.nóv

Á miðvikudaginn vorum við að skoða glósur um dreyrarsýki, erfðatækni, klónun, turnerheilkenni, genasplæsingu, erfðabreytt matvæli og margt fleira. Við skoðuðum líka tvö myndbönd um erfðabreyttan mat og eh meira um mat. Eftir þetta fengum við 5 mínútna pásu, okkur var svo skipt í hópa og gerðum lesskilningsverkenfi á ensku um eh lyfjatengt á Íslandi.

 

Fimmtudagur 5.nóv

Á fimmtudaginn var spjallað um próf og var æakveðið í sameiningu að hafa þetta próf bæði í skólanum og heima. Það sem við áttum helst að æfa fyrir prófið var : mítósa, meiósa, ríkjandi, víkjandi, arfgerð, svipgerð, arfhreinn, arfblendinn. Við notuðum svo restina af tímanum til að búa til 2 spurningar fyrir prófið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *