Þurrís tilraun 16.12.2015

Á miðvikudaginn gerðum við fullt af tilraunum með þurrís. Ég var með siggu og Sunnevu í hóp. Það voru í boði 9 stöðvar, en við fórum bara á 4 stöðvar.

Tilraun 1 (stöð 2) – þurrís og sápukúlur
Í þessari tilraun settum við þurrís á bakka og blésum sápukúlum ofan á. Sápukúlurnar sprungu oftast, en að lokum náðum við að láta eina litla frjósa. Þetta tók langan tíma en var mjög gaman og spennandi að sjá.
Við prófuðum líka að setja þurrís í fiskabúr og blása sápukúlum ofan í, en þær vildu það ekki. Þegar við blésum sápukúlunum þá svifu þær bara yfir fiskabúrinu. Þetta gerist vegna þess að það er svo mikill þrýstingur niðri frá þurrísnum að sápukúlurnar komast ekki niður.

Tilraun 2 (stöð 3) – Þurrís og sápa
Við settum þurrís í skál og heltum sjóðandi vatni yfir. Við dýfðum svo klút í sápuvatn og drógum hann þétt yfir skálina. Þá átti að myndast stór sápukúla full a reyk en það heppnaðist ekki vegna þess að í þurrísnum sem að við fengum hafði verið búið að setja sápu í sem að gerði það að verkum að margar litlar kúlur mynduðust áður en við drógum klútinn yfir. Hefði tilraunin virkað hefði það gerst vegna þess að þurrísinn var að breytast í gas og gasið átti að fangast í sápunni.

Tilraun 3 (stöð 5) – Þurrís og blöðrur
Í þessari tilraun settum við smá þurrís í botninn á 2 tilraunaglösum. Næst settum við heitt vatn í annað tilraunaglasið, kalt vatn í hitt og settum svo blöðrur yfir. Blöðrurnar stækka en ekki jafn hratt, blaðran með heita vatninu vex hraðar. Það er vegna þess að sameindirnar í heita glasinu hreyfast miklu hraðar en sameindirnar í kalda glasinu.

Tilraun 4 (stöð 8) – Þurrís og plastflöskur
Við settum einn lítinn bita af þurrís í plastbrúsa og settum sjóðandi vatn yfir. Ástæð þess að við settum heitt vatn er vegna þess að sameindirnar hreyfast meira í hita og þá er þetta fljótar að gersast. Þegar vatnið fór á þurrísinn kom mikill reykur. Þá settum við lokið á brúsann og öll gufan þrýstist upp úr brúsanum í gegnum lítið gat sem var á lokinu.

Smá fróðleikur um þurrís
Þurrís er frosinn koltvísýringur, eða CO2. Hitastig þurrís er -79°C og þess vegna er nauðsynlegt að nota hanska þegar ísinn er notaður, ef hanskinn er ekki á þá getur komið brunasár og kalsár. Þurrís er ekki eins og venjulegur klaki. Þegar þurrís ,,bráðnar“ breytist hann beint í gas án þess að fara fyrst í vökvaham. Þessi hamskipti kallast þurrgufun. CO2 (s) —- Co2 (g).


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *