Avatar 2016

Vikuna 4.-11. janúar horfðum við á Avatar. Ég ætla að segja ykkur smá frá myndnni og hvernig ég held að lífið á Pandóru sé.

Avatar

Avatar er mynd sem kom út árið 2009 og er hún næst mest horfða kvikmynd í sögu kvikmyndahúsa. Myndin er fræg fyrir að vera mjög vel gerð, t.d. var búið var til nýtt tungumál, Na’vi fólk, menningin og náttúran þróuð á nýjan hátt. Þegar við horfðum á myndina áttum við að fylgjast vel með náttúrunni og reyna að skilja lífið á Pandóru. Ég ætla að segja smá frá Pandóru eins og ég held að hún virki.

 

Pandóra

Pandóra er tungl sem er svipað stórt og jörðin og er hjá gasrisa í næsta sólkerfi við okkur. Loftið á Pandóru er sett saman úr súrefni, koltvíoxið (yfir 18%), Xenon (5.5%),köfnunarefni, Metan og brennisteinn >1%. Það er of mikið af koltvíoxið á Pandóru fyrir mannfólk. Það tekur aðeins 20.sek að líða yfir fólkið og 4.mín að deyja og þess vegna þarf fólkið að ganga með einhverskonar súrefnisgrímu. Á Pandóru er mikið af trjám, plöntum, fjöllum, vötnum og fossum. Þar af leiðandi svipað og á jörðu. Þau á Pandóru eru með plöntu sem kallast sálartré og tengist það gyðjunni þeirra Eywa. Þau geta farið þangað, tengt sig við tréið og talað til Eywa. Eywa sér um jafnvæi í náttúrunni og þegar einhver deyr fer sál þeirra til hennar. Á Pandóru eru líka allskonar skrítin dýr, flest öll með 6 fætur. Pandórubúar geta tengst dýrunum með hárinu eða skottinu og ráða þá með hugsunum sínum hvert dýrin fara. Mér finnst þetta bara mjög spennandi pláneta, en ætla núna að segja ykkur smá frá Na’vi sem eru verurnar sem búa á Pandóru.

 

Na’vi

Pandóru búar kallast Na’vi,þeir hegðar sér líkt og fólk á jöðru, líta svipað út en samt allt öðruvísi. Þeir eru bláir á litinn og 3 metrar á hæð. Annars eru þeir að mestu leiti eins og fólk, nema eru með fjóra fingur á hendinni, og fjórar tær á fótum. Þeir hafa gul augu og sítt hár sem þeir geta tengst Eywa og önnur dýr. Na´vi veiðir sér til matar með hníf og bogum. Örvarnar sem þeir nota eru baneitraðar, ef þú verður skotin/n deyrðu á innan við 1.mín. Na’vi fólk er mjög gott fólk, það passa allir uppá hvorn annan, hjálpast að og passa vel uppá náttúruna. Þau segjast aðeins fá lánaða orku og skila henni svo til Eywa þegar þau deyja.

 

Myndir

tree of souls pandora Neytiri-And-Jake-Sully-Talking

Hér eru myndir af sálartrénu, Pandóru,  Neytiri (na’vi stelpa) og Jake Sully (avatar strákur).

Heimildir 

Avatar wiki

Pandorapedia

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *