Vísindavaka 2016

Vikuna 16-22.janúar var vísindavaka. Ég var með Siggu og Sunnevu í hóp og við gerðum Hologram.

Rannsóknar spurning: Hvaða efni virkar best?

Það sem við notuðum:

  • Plexigler
  • CD hulstur
  • gler
  • límbyssa
  • snjallsími
  • tannstönglar
  • límband
  • sög
  • glerskeri
  • Trapisusnið 1 x 3,5 x 6

Við semsagt notuðum 3 gerðir af gleri/plasti, teiknupum 4 trapisur á hvort og söguðum/skárum út. Næst límdum við saman 4 trapisur með límbyssu þannig að myndaðist einskonar pýramídi. Þar á eftir var hann settur ofan á snjallsíma/spjaldtölvu og spilað var sérstakt 3víddar myndband. Þá kemur mjög flott mynd upp úr pýramídanum.

Hvernig virkar svona hologram?
Það sem við gerðum er í rauninni ekki ‘alvöru’ hologram, heldur bara speglun sem lætur þetta lýta þannig út. Það sem gerist er að hver hlið pýramídans speglar sinni mynd inn í miðju. Þannig að þegar allar hliðarnar spegla sinni mynd kemur heil mynd í miðjuna.

Svar við rannsóknarspurningu: CD hulstur virkar best

Hér fyrir neðan er myndbandið okkar og þar getið þið séð útkomuna :)

Við sýndum myndbandið í skólanum og svo sýndum við þetta líka ‘Live’. Þannig að við komum með pýramídana, settum þá ofan á spjaldtölvu, spiluðum 3víddar myndband og sýndum bekkjarfélögum okkar :)

Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og fræðandi verkefni :)

Hinir krakkarnir í bekknum voru líka með mjög flott verkefni. Hér er linkur þar sem þið getið skoðað myndbönd frá öðrum í skólanum, þar sem ég get ekki valið hvað mér finnst flottast.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *