Archives

vika 5

Mánudagur 22.sept

Við skoðuðum kynningu um orma, skoðuðum myndbönd og fréttir.

Flatormar

 • flatvaxnir
 • skiptast i litlar einigar(liði)
 • Geta borðað sjálfa sig

Þráðormar

 • langir
 • mjóir til enda
 • sívalir
 • munnur á framhluta

Liðormar

 • skiptist í marga liði
 • lifa i jarðvegi, ferskvatni, sjó
 • tvíkynja

Þriðjudagur 23.sept

Það var stöðvavinna og það voru 14 stöðvar í boði.
Hér eru þær

 1. Teikning – Fullkomin og ófullkomin myndbreyting
 2. Tölva – Borneo leiðangur nýjar tegundir
 3. Sjálfspróf 6-5  Krabbadýr, áttfætlur og fjölfætlur
 4. Verkefni – Hvað ræður mikilli útbreiðslu skordýra?
 5. Tölva/ipad – sjálfspróf úr 6. kafla
 6. Sjálfspróf 6-6  Liðdýr – fjölbreyttasti hópur lífvera
 7. Víðsjá – Hvernig eru skordýr byggð? Og jafnvel önnur dýr, veltur á framboði!
 8. Tölva – íslensk skordýr
 9. Verkefni – Skordýr – frá eggi til fullorðins dýrs.
 10. Krossgáta – Dýr með sex fætur.
 11. Dýrin JPV útgáfan – skoða opnu – umræður
 12. Smásjársýni – tilbúin sýni til skoðunar.
 13. Tölva skoðum dýrin í dino-lite.
 14. Smásjá – vængur af flugu

Ég fór á stöðvar 1,3,6,10.

Stöð 1

Ég teiknaði fullkomna -og ófullkomna myndbreytingu.
myndbreyting

Stöð 3

Á þessari stöð var sjálfspróf úr kafla 6.5 í Lífheimurinn. Það gekk mjög vel.

Stöð 6

Á þessari stöð var annað sjálfspróf, það var úr kafla 6.6 í Lífheimurinn.

Stöð 10

Hér var krossgáta
krossgáta blogg

Fimmtudagur 25.sept 

Við fórum í tölvuver og fórum í ritgerðarvinnu. Ég er að gera ritgerð um þvottabirni. En ég vil frekar gera ritgerðina heima, þannig að ég gerði bara forsiðuna.

Fréttir

Fannst 12 árum síðar

Synti slasaður í land

Vika 3 Hlekkur 1

Mánudagur 8.sept

Á mánudaginn kynntum við plaggöt sem við gerðum um dýr í útrýmingarhættu.Minn hópur gerði plaggat um múrmeldýr, í öllum heiminum eru bara til 24 af þeim. Þegar allir voru búnir að kynna fengum við glærur um dýrafræði og fórum svo í stutta glærusýningu í nearpod. Svo skoðuðum við aðeins fréttir í lokin.

Þriðjudagur 9.sept

Við byrjuðum að skoða glærukynningu um einfaldarlífverur, holddýr og svamdýr. Þegar það var búið fórum við í stöðvavinnu.

Stöðvarnar voru:

 1. Hugtök og hugtakavinna.Hvers vegna eru kórallar ekki plöntur?  Frumbjarga og ófrumbjarga.
 2. Lifandi vísindi.  Dýr sem laumast Nr3/2013 og Allt fyrir börnin Nr9/2014  Tölva í boði fyrir fróðleiksfúsa.
 3. Verkefni.  Spurningar og svör.  6-2
 4. Teikna upp marglyttu og merkja við helstu einkenni í útliti.  skoða 
 5. Smásjá. Tilbúið sýni – bikarsvampur og armslanga. Teikna upp, athuga hlutföll.
 6. Bók.  Dýrin bls. 528-532.  Hvað eru Njarðarvettir? Hvað greinir sæfífla frá öðrum kóraldýrum?  Eitthvað fleira forvitnilegt?
 7. Lesskilningsbók – verkefni um útbreiðslu.
 8. Tölva.  Great Barrier Reef
 9. Lífið.  Hydra – armslanga bls. 30
 10. Umræða.  Hvað ógnar kóralrifjum?  Ert þú ábyrgur?
 11. Tölva.  Leikur einn….. og vistkerfi kóralrifja!
 12. Orð af orði.
 13. Bók – enska.  Inquiry into life bls. 629.  Simple sponge anatomy.

Ég fór fyrst á stöð 4. þar átti maður að teikna upp marglyttur.
Hér eru myndir sem Sigga teiknaði (ég var ekki með mínar þegar ég gerði þetta).

blogg 2 blogg

 

Svo fór ég á stöð 3, á henni áttum við að svara nokkrum spurningum.
Seinasta stöðin sem ég fór á var stöð 12. þar var svona orðaleikur sem við áttum að draga fullt af orðum úr umslagi og búa til ný orð, við höfðum 40 sekúndur til að gera það. Ég keppti á móti Siggu og Sunnevu.

Fimmtudagur 11.sept

Við kláruðum að gera hugtakakort fyrir ritgerð.

Hér er mitt: Hugtakakort-ritgerð

Fréttir

Bjarnakló ágeng planta

Barðist hetjulega

~Birgit

 

vika 2

Mánudagur

Á mánudaginn var ekki skóli.

Þriðjudagur

Á Þriðjudaginn byrjuðum við að skoða fréttir um eldgos, frosk sem heyrir með munninum og 7 skrítin dýr.
Fórum svo í nearpod og horfðum á glærusýningu, svöruðum spurningum og gerðum svo verkefni í bók sem við áttum að segja nokkur dýr sem búa í eyðimörk-regnskógi-vatni-andrúmslofti.
Svo gerðum við ljósrit sem við fengum frá kennara sem við áttum að gera úti, við fórum út og skoðuðum allt í kring og sögðum hvað benti til þess að það væri enn sumar og hvað benti til þess að haustið væri a koma.

Fimmtudagur

Ég var ekki á Fimmtudaginn en hinir voru að byrja að undirbúa ritgerð.

froskur blogg

 

Hér er mynd af frosknum sem heyrir með munninum.

 

 

 

Hlekkur 1, Vika 1

Mánudagur

Á mánudaginn var ég ekki.

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn skipti Gyða okkur í hópa og hver hópur átti að velja eitt dýr í útrýmingarhættu og gera plakat um það. Ég var með Herði og Steinari í hóp, við gerðum plakat um múrmeldýr.

Múrmeldýr

Múrmeldýr eru stórir íkornar og eru af ættinni Marmota, það eru 15 tegundir í þeirri ætt. Þau búa oftast í holum í jörðinni og leggjast í dvala um veturna, hér er kort um hvar þau lifa.

 

múmmmi2

Takk fyrir mig :)