Archives

Vika 5, Hlekkur 1

Í þessari viku notuðum við mánudag og miðvikudag til að klára kynninguna okkar um Jarðardag. Á fimmtudaginn var svo kynning fyrir allan bekkinn.

Hér er padlet sem þú getur séð verkefni frá ölllum bekknum :)

EDC_logo earthday

Vika 3,Hlekkur 1

Mánudagur 7.september

Við fengum áætlun fyrir veturinn og nýjar glósur. Fórum svo í nearpod kynningu um mann og náttúru-vistfræði. Við töluðum líka um hvað danir henda miklum mat á ári, og svo áttum við að útskýra afhverju kríum fækkar. 
Kríum fækkar semsagt vegna þess að það er skortur á mat þeirra. Sandsíli eru helsta fæða kría og eru þau að fara stanslaust fækkandi útaf hnattrænnihlýnun. Sjóhitinn breytist og þörungablómatími kemur á öðrum tíma en hann gerði áður fyrr. Þegar sandsílin eru sem hungruðust er þörungablómi farinn að minka og þá fer sílum stanslaust fækkandi. 

Við fórum lika í lítið nearpod próf,það var ekki mjög erfitt og fengu flestir mest allt rétt :)
Lærðum þessi nýju hugtök:

  • Lífhvolf
  • Búsvæði
  • Líffélög
  • Vistkerfi

Einnig var smá umræða um bleikjuafbrigði í þingvöllum,skóga á íslandi fyrir og eftir ísöld og að lokum svöruðum við einni spurningu um krossnef.

 

Miðvikudagur 9.september

Á miðvikudaginn var stöðvavinna, hér fyrir neðan eru myndir af því sem ég gerði:)

Fimmtudagur 10.september

Í þessum tíma vorum við í tölvuveri og fengum að velja okkur 1 verkefni sem stóð á heimasíðunni, áttum að vinna það og skila á verkefnabanka. Hér fyrir neðan er mitt eins og ég skilaði því :) Hringrás kolefnis

 

 

Danmörk

Við í 10.bekk fórumtil Danmerkur í lok ágúst. Þar var gert margt skemmtilegt og mér fannst mjög gaman :)

Í Danmörku var náttúran frekar öðruvísi en á Íslandi. Það eru öðruvísi dýr og plöntur sem var mjög gaman að sjá. Í Danmörku eru nánast enginn fjöll(við vissum það reyndar áður en við fórum) en þar er mjög mikið af trjám þar sem eru miklu öðruvísi en á Íslandi,þau eru mjög stór og breið.

Dýralífið er líka mun fjölbreyttara, við sáum t.d íkorna, froska, fullt af sniglum og geitungum og bara allskonar dýr.

Veðrið í Danmörku á víst líka að vera svaka gott, en við fengum ekki að sjá það. Við fengum mest af rigningu og skýjum en það var samt alveg heitt :) svo fengum við líka sól stundum og það var alveg frekar nææs.

Þetta var æðilseg ferð og mér langar bara strax aftur :))))

 

Gat því miður ekki sett myndir. Tölvan virkaði ekki þannig þurfti að vera í ipadnum og það var eh vesen að setja myndir :/