Archives

Vika5, Hlekkur 2

Mánudagur 2.nóv

Þennan mánudag var ekki fyrirlestur, heldur kláruðum við öll ókláruð verkefni sem við áttum í töskunni. Hér eru myndir af nokkrum verkefnum sem ég gerði.

 

 

Miðvikudagur 4.nóv

Á miðvikudaginn vorum við að skoða glósur um dreyrarsýki, erfðatækni, klónun, turnerheilkenni, genasplæsingu, erfðabreytt matvæli og margt fleira. Við skoðuðum líka tvö myndbönd um erfðabreyttan mat og eh meira um mat. Eftir þetta fengum við 5 mínútna pásu, okkur var svo skipt í hópa og gerðum lesskilningsverkenfi á ensku um eh lyfjatengt á Íslandi.

 

Fimmtudagur 5.nóv

Á fimmtudaginn var spjallað um próf og var æakveðið í sameiningu að hafa þetta próf bæði í skólanum og heima. Það sem við áttum helst að æfa fyrir prófið var : mítósa, meiósa, ríkjandi, víkjandi, arfgerð, svipgerð, arfhreinn, arfblendinn. Við notuðum svo restina af tímanum til að búa til 2 spurningar fyrir prófið.

Vika 4, Hlekkur 2

Mánudagur 26.okt

Í þessum tíma rifjuðum við upp hugtökin arfgerð, svipgerð, arfhreinn, arfblendinn. Við skoðuðum glósur, en ekki glærukynningu(Gyða var búin að týna henni). Við töluðum líka um ófullkomið ríki eða jafnríkjandi gen. Það er t.d. hvít blóm (HH) og rauð blóm (RR), ef þau eru pöruð saman verða blómin sem koma frá þeim bleik afþví að hvorugt H eða R eru ríkjandi. Í tímanum töluðum við líka um blóðflokkana A,B,AB og O. Þennan tíma enduðum við með því að skoða blogg og svo myndband um svarta og hvíta tvíbura. 

 

Miðvikudagur 28.okt

Á miðvikudaginn áttum við að vinna með blóðflokkafjölskylduna og gera verkefni um blóðflokka.

blodfjolskyldanbloð vekrefni

 

 

Fimmtudagur 29.okt

Í þessum tíma var einungis skoðað blogg og myndbönd :)

 

Myndband

crazy krakki

Vika 3, hlekkur 2

Mánudagur 19.okt

Á mánudaginn byrjuðum við á því að gera lesskilningsverkefni um hundarækt. Næst talaði Gyða um Mendel og tilraunir hans. Við um reitartöflu, ríkjandi(H), víkjandi(h), arfhreinn, arfblendinn, arfgerð og svipgerð. Við horfðum líka á 3 myndbönd og hér eru linkar að þeim ef þið viljið sjá.

 

Miðvikudagur 21.okt

Á miðvikudaginn var stöðvavinna, Hér fyrir neðan er mynd af því sem ég gerði :)

stöðvavinna

 

Fimmtudagur 22.okt

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri, ég horfði á myndbönd á erfdir.is og þar las eg um lögmál Mendels, Reginald Punnett, William Bateson og margt fleira.

Gregor Mendel

Gregor Mendel var austurrískur kanúki, en er þekktastur fyrir tilraunir sínar á gráertum (Pisum sativum). Hann skráði hjá sér kynblöndun til þess að sjá hvort það væri eh regla um hvernig eiginleikar platnanna erfðust. Eiginlekar sem komu fram í fyrstu afkomendakynslóðinni var kallaður ríkjandi, en eiginleikinn sem birtist í annari afkomendakynslóðinni var kallaður víkjandi.

Reginald Punnett

Reginald Punnett var breskur erfðafræðingur, hann er þekktastur fyrir reitartöfluna sem hann hannaði, eða the Punnett squere.
punnett

William Bateson 

William Bateson var enskur líffræðingur og hann var fysrta manneskjan til að nota orðið erfðafræði til að lýsa ransókn á arfgengni. Bateson enduruppgötvaði lögmál Mendels árið 1900.

Fréttir

Snapchat vistar myndirnar þínar

Stærra gat á ósonlaginu

 

Vika 2, hlekkur 2

Mánudagur 12.okt

Á mánudaginn byrjuðum við á því að dasna við tvö lög. Svo fengum við nýjar glósur og Gyða sýndi okkur nokkur myndbönd. Hér eru þau :)

 

Miðvikudagur 14.okt

Í dag var allur bekkurinn saman. Gyða skipti okkur í hópa (ég var með Evu,Hönnu og Dísu) og við áttum að búa til verkefni um frumur fyrir 7-8 bekk.Hér er padlet með verkefnu frá okkur öllum. Hér er padlet með verkefnum frá mér, Kynning og kahoot.

Fimmtudagur 15.okt

Á fimmtudaginn vorum við að skoða erfdir.is og flipp. Ég skoðaði mest erfdir.is og lærði smá um lögmál Mendels. Hér kemur smá u það sem ég lærði :)

  • Gregor Mendel er oft nefndur faðir erfðafræðinnar
  • Hann byrjaði að rannsaka breytileika garðertna
  • Á milli 1856 og 1863 ræktaði Mendel og rannsakaði um 28.000 baunaplöntur
  • hann ákvað að rækta baunaplönur, því þær hafa ólík útlitseinkenni sem auðvelt er að greina.
  • Hann einbeitti sér að sjö einkennum: stöðu blóms, hæð, lögun fræs, lit fræs, lit fræhýðis, lögun fræbelgs, litur fræbelgs
  • Gen blandast ekki
  • Su gen eru ríkjandi, en önnur víkjandi

Hér er baunadæi Mendels í punnett ferningi :) 3:1 er æxlun arfblendinna einstaklinga

gregor-mendel-18-728

Vika 1 hlekkur 2

Mánudagur 5.okt

Ég var ekki á mánudaginn en hinir voru í fyrirlestartíma um frumur.

Miðvikudagur 7.okt

Á miðvikudaginn var stöðvavinna :) Hér er mynd af minni

blogg 22

Fimmtudagur 8.okt

Á fimmtudaginn var próf. Við vorum í tölvuveri og áttum að velja okkur 3 verkefni til að svara og senda svo til Gyðu í lok tíma.

 

frua

Mynd af frumu :)