Archives

Þurrís tilraun 16.12.2015

Á miðvikudaginn gerðum við fullt af tilraunum með þurrís. Ég var með siggu og Sunnevu í hóp. Það voru í boði 9 stöðvar, en við fórum bara á 4 stöðvar.

Tilraun 1 (stöð 2) – þurrís og sápukúlur
Í þessari tilraun settum við þurrís á bakka og blésum sápukúlum ofan á. Sápukúlurnar sprungu oftast, en að lokum náðum við að láta eina litla frjósa. Þetta tók langan tíma en var mjög gaman og spennandi að sjá.
Við prófuðum líka að setja þurrís í fiskabúr og blása sápukúlum ofan í, en þær vildu það ekki. Þegar við blésum sápukúlunum þá svifu þær bara yfir fiskabúrinu. Þetta gerist vegna þess að það er svo mikill þrýstingur niðri frá þurrísnum að sápukúlurnar komast ekki niður.

Tilraun 2 (stöð 3) – Þurrís og sápa
Við settum þurrís í skál og heltum sjóðandi vatni yfir. Við dýfðum svo klút í sápuvatn og drógum hann þétt yfir skálina. Þá átti að myndast stór sápukúla full a reyk en það heppnaðist ekki vegna þess að í þurrísnum sem að við fengum hafði verið búið að setja sápu í sem að gerði það að verkum að margar litlar kúlur mynduðust áður en við drógum klútinn yfir. Hefði tilraunin virkað hefði það gerst vegna þess að þurrísinn var að breytast í gas og gasið átti að fangast í sápunni.

Tilraun 3 (stöð 5) – Þurrís og blöðrur
Í þessari tilraun settum við smá þurrís í botninn á 2 tilraunaglösum. Næst settum við heitt vatn í annað tilraunaglasið, kalt vatn í hitt og settum svo blöðrur yfir. Blöðrurnar stækka en ekki jafn hratt, blaðran með heita vatninu vex hraðar. Það er vegna þess að sameindirnar í heita glasinu hreyfast miklu hraðar en sameindirnar í kalda glasinu.

Tilraun 4 (stöð 8) – Þurrís og plastflöskur
Við settum einn lítinn bita af þurrís í plastbrúsa og settum sjóðandi vatn yfir. Ástæð þess að við settum heitt vatn er vegna þess að sameindirnar hreyfast meira í hita og þá er þetta fljótar að gersast. Þegar vatnið fór á þurrísinn kom mikill reykur. Þá settum við lokið á brúsann og öll gufan þrýstist upp úr brúsanum í gegnum lítið gat sem var á lokinu.

Smá fróðleikur um þurrís
Þurrís er frosinn koltvísýringur, eða CO2. Hitastig þurrís er -79°C og þess vegna er nauðsynlegt að nota hanska þegar ísinn er notaður, ef hanskinn er ekki á þá getur komið brunasár og kalsár. Þurrís er ekki eins og venjulegur klaki. Þegar þurrís ,,bráðnar“ breytist hann beint í gas án þess að fara fyrst í vökvaham. Þessi hamskipti kallast þurrgufun. CO2 (s) —- Co2 (g).


Hlekkur 3,vika 3

Mánudagur 1.des

Gyða var veik og við fengum frjálst.

Þriðjudagur 2.des

Stöðvavinna :

Ég las um stjörnumerki og skrifaði hvernig þau urðu til og hvar þau fengu nöfnin sín.

Stjörnumerki:

Mörg nöfn á stjörnum og stjörnumerkjum komu frá Grikkjum og Aröbum. Á annari öld eftir krist gerði gríski stjörnufræðingurinn Ptólemíus lista yfir 48 stjörnumerki. Stjörnumerkin heita latneskum nöfnum. Flestar skærar stjörnur hafa nafn. Öllum skærum stjörnur var gefið grískan bókstaf á 17.öld.

Ég fór líka á stöð sem ég átti að teikna sólkerfið, hér er mynd :

solkerfið

Fimmtudagurinn 4.des

Við fórum í tölvuver og gerðum powerpoint kynningu.

~Birgit

Hlekkur 3, vika 2

Mánudagur 24.nóv

Á mánudaginn skoðuðum við frétt um Svarthol á sveimi(munaðarlasut svarthol) og fórum svo í Nearpod kynningu um stjörnur.

Það sem við lærðum t.d.

 • Hvítt ljós er samsett úr öllum regnbogans litum.
 • Blátt ljós dreifist mest.
 • Stjörnur verða til í geimþokum(myndband)

Svo horfðu við á myndband um stærðir stjarna :)

Þriðjudagur 25.nóv

Á þriðjudaginn var stöðvavinna. Hér fyrir neðan sjást þær stöðvar sem hægt var að fara á.

Stöðvavinna – stjörnufræði

Vinna saman tvö og tvö – eða einstaklingsvinna ef vill.

Muna að skila verkefnum í lok tíma

 1. Tölva – NASA vefur
 2. Bók – Jarðargæði bls. Tölulegar staðreyndir bls. 48.
 3. Hugtakakortið góða
 4. Bók – Geimurinn bls. 32-35
 5. Tölva –  HR línuritið og frá stjörnufræðivefnum um flokkun stjarna og meginröðina
 6. Verkefni  – Lotukerfið.  Frumefnin og stjörnunar.
 7. Tölva – myndband ævi sólstjörnu
 8. Tölva – Sólkerfið
 9. Bók Jarðargæði bls. 51  Af hverju lýsa reikistjörnur.
 10. Tölva – Vefur BBC um stjörnufræði
 11. Bók – Alheimurinn bls. 234 Lífskeið stjarna
 12. Orð af orði – íslensk örnefni í sólkerfinu   orðarugl og gátur tengdar hugtökum í þessari viku.
 13. Fréttir – kynin og geimurinn  –  dulstirni  –  philae og rosetta  – Íslendingur rannsakar miklahvell  – kirkjan og kenningarnar

Ég vann með Siggu og Sunnevu og við fórum á 3 stöðvar.

Stöð 12: 

Ég gerði öl verkefnin á stöð 12 og það gekk bara mjög vel.

Stöð 9 – afh lýsa reikistjörnur?

Reikistjörnur lýsa vegna endurvarps frá sólu :)

Stöð 14 – við bjuggum til stöð, svara spurningum í Jarðargæði bls. 70.

 1. Teiknuðum mynd af Karlsvagninum(mynd er í möppu) og bentum svo í hvaða átt Pólstjarnan væri.
 2. Reikistjörnur eru ekki sólir, þær eru upplýstar plánetur sem eru á reiki. Fastastjörnur eru sólir langt í burtu og það þarf mörg ár til að sjá að þær hafi hreyfst einhvað.
 3. Í Fastastjörnum fer fram kjarna samruni sem er fólginn því að kjarnar léttra frumefna renna saman og mynda við það kjarna þyngri frumefna.
 4. Reikistjörnur lýsa vegna endurvarps frá sólu.

Fimmtudagur 27.nóv

Gyða var ekki en við fórum í tölvuver og byrjuðum á stóru powerpoint verkefni sem er í þessum hlekk, um einhvað í sólkerfinu okkar.

Sólkerfið okkar

Fréttir

Rugluðust á börnum

Úrskurðaður látinn

☼Birgit