Archives

Hlekkur 7,vika 3

Mánudagur 27.apríl

Á mánudaginn fengum við nýjar glærur og nearpodkynningu um Frumverur og Þörunga.
Í kynninguni var fjallað um

Fumdýr flokkast í:

 • Gródýr
 • Bifdýr
 • Svipudýr
 • Slímdýr

Jarðskjálftin í Nepal

 • Við skoðuðum frétt um jarðskjálftan í Nepal, hér er hún.

Svo skoðuðum við blogg

 

Þriðjudagur 28.apríl

Þriðjudagurinn 29. apríl

Á þriðjudaginn var Gyða ekki en við áttum að fara í nearpod kynningu.og skoða sjálf.

Þetta sáum við í kynningunni:

Lífverur

 • Fyrstu lífverurnar sem að komu framm með erfðaefnið afmarkað í kjarna fundurt fyrir um 1,5 millj. ára
 • Bæði frum og ófrumbjarga, sumar eru bæði
 • flestar lifa í vatni, rökum jarðvegi eða inní öðrum lífverum
 • Sumar eru sníklar
 • sumar lifa í samlífi við hýsil sín

Frumverur

 • stundum hópað í eitt ríki
 • skipt í 2 meiginhópa- frumdýr og Frumþörungar

Frumþörungar

 • eru bæði frumbjarga og einfruma lífverur
 • nota orku ljós til að búa til fæðu (einföld ólífnæn fræ)
 • undirstaða annars lífs í náttúrunni
 • frammleiða 60-70 % alls súrefnis með ljóstillifun
 • kallast oft plöntusvif
 • Myndband

Fumdýr

 • líkjast dýrum að lifnaðarháttum
 • eru ófrumbjarga
 • geta hreyft sig
 • slímdýr – lifa í ferskvatni eða rökum jarðvegi og eru með frumuhimnu sem að umlykur fæðuna og gleypir hana
 • Bifdýr – einkennast af bifhárum sem að þau bæði hreyfa sig með og sópa fæðu að sér
 • Svipudýr – Hreyfa sig með svipum sem að eru löng frumulíffæri, þau lifa í samlífi stærri dýra

Gródýr

 • eru sníklarsem að nærast á frumum og líkamsvökvum hýsla,dýrin hafa engin hreyfifæri og mynda frumur sem að kallast gró. Eitt af þekktustu gródýrum veldur Malaríu
 • Myndband um Malariu

 

Fimmtudagur 30.apríl

Í dag áttum við að sækja sýni fyrir smásjáskoðun í næstu viku. Ég og Ástráður fórum í Litlu-Laxá og sóttum vatn í krukku með smá jarðvegi. Þegar við komum inn sagði Gyða okkur hversu margir tímar voru efftir fram að sumarfríi og svo skoðuðum við blogg.

Hlekkur 7, vika 2

Mánudagur 20.apríl

Á mánudaginn fengum við nýjar glósur. Gyða var með nearpod kynningu fyrir okkur um veirur og bakteriur og við svöruðum spurningum.

T.d lærðum við að…

 • veirur þurfa ekki orku
 • veirur eru sníklar, en teljast samt varla til lífvera
 • veirur eru gerðar úr festingum, erfðaefni og próteinhylki
 • veirur geta bara fjölgað sér innan fruma
 • Dreifkjörnungar eru aðeins ein fruma og erfðaefnið er ekki í kjarna
 • Heilkjörnungar eru með erfðaefnið fast í kjarna og er kjarninn hulinn frumuhimnu

Við lærðum líka margt meira t.d. um ebólu.

Ebóla

Ebólu-veiran veldur blæðandi veirusótthita í mönnum. Veiran er ein banvænasta veira nú á dögum. Ebólan ræðst á öll líffæri og vefi líkamans nema vöðva og bein. Veiran umbreytir öllum hlutum líkamans í hálfmaukað slím sem er gegnsýrt af sýkjandi veiruögnum. Í blóðrásinni myndast örlitlir blóðtappar og blóðið þykknar, blóðkekkirnir nuddast hver við annan og festast við æðaveggina. Blóðkekkirnir fara að mynda stærri tappa sem svo að lokum stoppa allt blóðflæði til líffæra og vefja líkamans. Veiran fær nafnið sitt frá ánni Ebólu í Kongó en þar kom veiran fyrst fram árið 1976.

ebola blogg

Heimildir : Wikipedia og Vísindavefurinn

Þriðjudagur 21.apríl

Á þriðjudaginn var hópavinna, ég var með Jónasi, Sunnaevu og Hannesi. Við áttum samt að vinna í pörum en máttum skila einni kynningu saman. Við áttum semsagt að gera kynningu um kynsjúkdóma. Ég og Jónas vorum með Klamydíu(eða sko kynnigu um það,við erum ekki með Klamydíu…). Við kynntum verkefnið ekki núna bara seinna þegar það er tími :)

Fimmtudagur 23.apríl

Enginn skóli, það var sumardagurinn fyrsti :)

 

Hlekkur 7,vika 1 – Líffræði

Mánudagur 13.apríl

Á mánudaginn töluðum við um örverur, frumverur, sveppi, plöntur og dýr. Við flokkuðum þau og svona leit það út :

Frumverur: heilkjörnungur-einfruma-frumbjarga-ófrumbjarga
Örverur: dreifkjörnungur-einfruma-ófrumbjarga-frumbjarga
sveppir: heilkjörnungur-fjölfruma-einfruma-ófrumbjarga-frumbjarga
plöntur: heilkjörnungur-fjölfruma-frumbjarga
dýr: heilkjörnungur-fjölfruma-ófrumbjarga

Svo skoðuðum við líka nokkrar fréttir :)

Þriðjudagur 14.apríl

Ég var veik

Fimmtudagur 16.apríl

Á fimmtudaginn fórum við í skíðaferð