Archives

vika 5

Mánudagur

Við fengum glósur og fórum yfir glærupakka.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn byrjuðum við á því að fara í könnun. Þegar við vorum búin með hana fórum við í hópum niður í tölvuver og áttum að búa til glærukynningu um virkjun. Ég var með Eydísi og Línu í hóp. Við áttum að búa til kynningu um Sultartangavirkjun.

Föstudagur

Á föstudaginn vorum við að klára glærusýninguna okkar.

 

Vika 2

Mánudagur

Á mánudaginn var ekki tími, Gyða var veik.

 

Fimmtudagu

Við fengum nýjar glósur um Þjórsá og bættum á hugtakakortið okkar.

áhersluatriði:

Ólíkar gerðir jökla

Rof og set

eldgos, aska og hraun

vatnasvið

Innri og ytriöfl

Dragár, lindár og jökulár

Fossar, landmótun, jarðlög og fossberar.

 

Föstudagur

Á föstudaginn var plakat vinna. Ég var með Halldóri Fjalari og Siggu Láru í hóp. Við gerðum plakat um Þjófafoss og fossbera.

Þjófafoss

Þjófafoss er einn af mörgum fossum í Þjórsá, en við völdum hann því okkur fannst hann svo fallegur og nafnið spes.                                                                                                             Talið er að Þjófafoss hafi fengið nafn sitt vegna þess að í gamla daga var þjófum drekkt i fossinum.

Fossberar

Fossberar flokkast undir landmótun vatnsfalla og eru þeir einskonar tröppur/stigar fyrir vatn/fossa. Fossar myndast vegna fossbera í jarðveginum, en fossberar eru með harðara berg en jarðvegurinn, sem áin getur ekki brotið niður. Þegar áin brýtur smátt og smátt niður jarðveginn helst hann hár þar sem fossberarnir eru.

Hér er mynd af Þjófafossi

image

Bless bless

Vika1

 

Á mánudaginn var vetrarfrí.

 

Á fimmtudaginn fengum við prófin okkar til baka og fórum yfir þau. Svo byrjaði nýr hlekkur,hlekkur 6 og hann er um Þjórsá. Gyða sagði okkur frá skipulagi hlekksins sem var þessa vikuna vatnasvið Þjórsár. Við ætluðum að horfa á myndbönd, en við höfðum engan tíma.

Á föstudaginn byrjuðum við að horfa á myndbönd sem við ætluðum að gera á fimmtudaginn.  Svo var okkur skipt í hópa, ég var með Hönnu og Ástráði og við áttum að safna eins mörgum upplýsingum og við gátum um Þjórsá og það sem tengist henni. við fundum m.a eh um fossa og virkjanir.

Hér er ein mynd af Þjórsá.

Þjórsá