Archives

Hvítbók – Hugtak

Ósnortið víðerni

Landsvæði þar sem náttúran fær að þróast án truflunar frá mannfólkinu og öðrum tæknilegum hlutum eins og t.d. orkuverum, þjóðvegum, raflínum og mörgu fleiru. Svæðið þarf að vera í a.m.k. 5 km frá mannvirkjum og þarf að vera a.m.k. 25km2 að stærð.

Vísindavaka 2016

Vikuna 16-22.janúar var vísindavaka. Ég var með Siggu og Sunnevu í hóp og við gerðum Hologram.

Rannsóknar spurning: Hvaða efni virkar best?

Það sem við notuðum:

 • Plexigler
 • CD hulstur
 • gler
 • límbyssa
 • snjallsími
 • tannstönglar
 • límband
 • sög
 • glerskeri
 • Trapisusnið 1 x 3,5 x 6

Við semsagt notuðum 3 gerðir af gleri/plasti, teiknupum 4 trapisur á hvort og söguðum/skárum út. Næst límdum við saman 4 trapisur með límbyssu þannig að myndaðist einskonar pýramídi. Þar á eftir var hann settur ofan á snjallsíma/spjaldtölvu og spilað var sérstakt 3víddar myndband. Þá kemur mjög flott mynd upp úr pýramídanum.

Hvernig virkar svona hologram?
Það sem við gerðum er í rauninni ekki ‘alvöru’ hologram, heldur bara speglun sem lætur þetta lýta þannig út. Það sem gerist er að hver hlið pýramídans speglar sinni mynd inn í miðju. Þannig að þegar allar hliðarnar spegla sinni mynd kemur heil mynd í miðjuna.

Svar við rannsóknarspurningu: CD hulstur virkar best

Hér fyrir neðan er myndbandið okkar og þar getið þið séð útkomuna :)

Við sýndum myndbandið í skólanum og svo sýndum við þetta líka ‘Live’. Þannig að við komum með pýramídana, settum þá ofan á spjaldtölvu, spiluðum 3víddar myndband og sýndum bekkjarfélögum okkar :)

Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og fræðandi verkefni :)

Hinir krakkarnir í bekknum voru líka með mjög flott verkefni. Hér er linkur þar sem þið getið skoðað myndbönd frá öðrum í skólanum, þar sem ég get ekki valið hvað mér finnst flottast.

Avatar 2016

Vikuna 4.-11. janúar horfðum við á Avatar. Ég ætla að segja ykkur smá frá myndnni og hvernig ég held að lífið á Pandóru sé.

Avatar

Avatar er mynd sem kom út árið 2009 og er hún næst mest horfða kvikmynd í sögu kvikmyndahúsa. Myndin er fræg fyrir að vera mjög vel gerð, t.d. var búið var til nýtt tungumál, Na’vi fólk, menningin og náttúran þróuð á nýjan hátt. Þegar við horfðum á myndina áttum við að fylgjast vel með náttúrunni og reyna að skilja lífið á Pandóru. Ég ætla að segja smá frá Pandóru eins og ég held að hún virki.

 

Pandóra

Pandóra er tungl sem er svipað stórt og jörðin og er hjá gasrisa í næsta sólkerfi við okkur. Loftið á Pandóru er sett saman úr súrefni, koltvíoxið (yfir 18%), Xenon (5.5%),köfnunarefni, Metan og brennisteinn >1%. Það er of mikið af koltvíoxið á Pandóru fyrir mannfólk. Það tekur aðeins 20.sek að líða yfir fólkið og 4.mín að deyja og þess vegna þarf fólkið að ganga með einhverskonar súrefnisgrímu. Á Pandóru er mikið af trjám, plöntum, fjöllum, vötnum og fossum. Þar af leiðandi svipað og á jörðu. Þau á Pandóru eru með plöntu sem kallast sálartré og tengist það gyðjunni þeirra Eywa. Þau geta farið þangað, tengt sig við tréið og talað til Eywa. Eywa sér um jafnvæi í náttúrunni og þegar einhver deyr fer sál þeirra til hennar. Á Pandóru eru líka allskonar skrítin dýr, flest öll með 6 fætur. Pandórubúar geta tengst dýrunum með hárinu eða skottinu og ráða þá með hugsunum sínum hvert dýrin fara. Mér finnst þetta bara mjög spennandi pláneta, en ætla núna að segja ykkur smá frá Na’vi sem eru verurnar sem búa á Pandóru.

 

Na’vi

Pandóru búar kallast Na’vi,þeir hegðar sér líkt og fólk á jöðru, líta svipað út en samt allt öðruvísi. Þeir eru bláir á litinn og 3 metrar á hæð. Annars eru þeir að mestu leiti eins og fólk, nema eru með fjóra fingur á hendinni, og fjórar tær á fótum. Þeir hafa gul augu og sítt hár sem þeir geta tengst Eywa og önnur dýr. Na´vi veiðir sér til matar með hníf og bogum. Örvarnar sem þeir nota eru baneitraðar, ef þú verður skotin/n deyrðu á innan við 1.mín. Na’vi fólk er mjög gott fólk, það passa allir uppá hvorn annan, hjálpast að og passa vel uppá náttúruna. Þau segjast aðeins fá lánaða orku og skila henni svo til Eywa þegar þau deyja.

 

Myndir

tree of souls pandora Neytiri-And-Jake-Sully-Talking

Hér eru myndir af sálartrénu, Pandóru,  Neytiri (na’vi stelpa) og Jake Sully (avatar strákur).

Heimildir 

Avatar wiki

Pandorapedia

 

 

Vika 6, Hlekkur 1

Mánudagur 28.september

Á mánudaginn töluðum við um blóðtungl eða ofurmána og gerðum verkefni um gagnvikran lestur. Í gagnvirkum lestri notuðum við bókina COframtíðin í okkar höndum. Við vorum 4 í hóp og verkefnin voru 4 ; lesa, spyrja, leita skýringu og spá. Þetta gekk mjög vel eða mér fannst það allavega :)

Blóðrauður ofurmáni

Tunglið fær á sig blóðrauðan blæ þegar það er inni í alskugga jarðar. Litin má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þeim tíma. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. Næst berst ljósið til tunglsins sem gefur því rauðan lit.

blóðtungl

Miðvikudagur 30.september

Enginn skóli, foreldraviðtöl.

Fimmtudagur 1.október

Á fimmtudaginn var allur bekkurinn saman í tíma og við töluðum um heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni á jörðinni. 

Hér er padlet með upplýsingum um verkefnið :)

Við áttum semsagt að lesa um þetta og búa okkur svo til ofurhetju.Hér fyrir neðan er mynd af minni ofurhetju og öllum markmiðunum :) Ofurhetjan mín er tákn um hreint vatn og salernisaðstöðu.

birgit ofurhetja global goals

 

 

Vika 4, Hlekkur 1

Mánudagur 14.september

Á mánudaginn var fyrirlestrartími. Ég var ekki, en hinir gerðu krossglímu eftir eh lagi og skoðuðu fréttir.

Miðvikudagur 16.september

Á miðvikudaginn kynnti Gyða nýtt verkefni. Hún var búin að skipta okkur í hópa, ég var með Ástráði og Hönnu. Allir hópar áttu að velja sér eitt hugtak að fjalla um og segja hvað við mannfólkið gætum gert til að bæta heiminn. Við völdum jarðardag og byrjuðum að gera kynningu um hann. Við fundum síðu þar sem þú getur séð hvað þú notar margar jarðir. Hér er hún :)

Fimmtudagur 17.september

Við héldum áfram með kynninguna okkar um jarðardag :) Hér er lag um jarðardag :)

earth-day

 

Fréttir

Fikta í erfðaefninu

atkvæðaréttur kvenna

Bieber og félagar á Íslandi

 

 

Hlekkur 6,vika 2

Mánudagur 23.feb

Ég var ekki í dag, ég fór til tannlæknis.

Þriðjudagur 24.feb

Á þriðjudaginn var nearpod kynning um líffræði Hvítár. 

Það sem við lærðum í kynningunni:

 • vistkerfi Hvítár og Ölfusár
 • er vatn sama og vatn?
 • Myndband um notkun vatns og vatnsmagn
 • Kerlingarfjöll – skoðuðum myndir og spjölluðum
 • Hveravellir – mikill gróður vegna hita

Einnig skoðuðum við 20 myndir af fallegum stöðum í heiminum, myndband um kolkrabba að éta krabba og lærðum hvað snjódæld er.

Fimmtudagur 25.feb

Á fimmtudaginn gerðum við verkefni um lífríki Þingvallavatns.

Lífríki Þingvallavatns
Þrjár af fimm fiskitegundum sem finnast hér á landi eru í Þingvallavatni, það eru urriði, bleikja og hornsíli. Talið er að þær hafi lokast í vatninu rétt eftir ísöld þegar land fór að rísa við suðurenda  vatnsins. Í vatninu finnast einnig u.m.þ.b.50 tegundir smádýra og talið er að í fjöruborðinu búa 120 þúsund dýr á fermetra. Á síðustu 10.000 árum hafa þróast 4 afbrigði bleikju í vatninu, það eru sílableikja, kuðungableikja, dvergbleikja og murta. Hvergi annastaðar í heiminum er að finna fjögur afbrigði fiskitegundarinnar í sama vatni. Bleikjan hefur lagað sig að tveimur megin búsvæðum vatnsins, vatnsbolnum og botni vatnsins.

Afbrigðin 4 
Sílableikja er um 40.cm löng. Murta er oftast um 20.cm og lifir hún aðallega á smákröbbum, mýflugum og lirfum. Höfuð murtu er oddmjótt og skoltar hennar eru jafn langir. Kuðungableikja er með dökkt bak og silfraðar hliðar og verður hún allt að 20-50.cm löng. Hún étur m.a. hornsíli og önnur botnlæg dýr. Dvergbleikja er smæsta bleikja á Íslandi og er á bilinu 7-24.cm löng. Hún er dökkleit, kubbsleg í vexti, oft brún og hliðarnar með gullleitum depplum. Aðalfæða hennar eru kuðungar.

afbrigðin 4

Heimildir

Árvik.is
Ust.is
thingvellir.is
fos.is

 

Hlekkur 6, vika 1

Mánudagur 16.feb

Á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk um Hvítá. Það sem við gerðum í tímanum var að fara inn á maps og google earth að skoða Hvítá og upptök hennar og svo skiluðum við heimaprófi.

Þriðjudagur 17.feb

Á Þriðjudaginn byrjuðum við á Nearpod kynningu um Hvítá. Það sem við lærðum líka í tímanum var t.d.

 • Innri öfl -eldgos-jarðskjálftar-skorpuhreyfingar.
 • ytri öfl -vindur-frost-regn.
 • Vatnasvið -það svæði sem hefur afrennsli til sömu ár.
 • Vatnaskil -mörk á milli vatnasviða.
 • 3 tegundir af ám – dragá-jökulá-lindá
 • Fossberar – gamalt blogg frá mér um fossbera
 • Flekaskil og uppbygging jarðar – jarðfræðivefurinn
 • Pangea -öll löndin voru eitt fyrir 200 milljónum ára og kallaðist þá Pangea.

Við skoðuðum líka jarðhræringar og fórum svo í stöðvavinnu.

Hér er mynd af blaðinu sem ég skilaði eftir stöðvavinnu :)

stö-vavinna

Hvítá

Hvítá er jökulá sem á upptök sín í Hvítárvatni, undir Langjökli. Hvítá er þriðja lengsta á landsins ef lengd Ölfusár er lögð við hana, samtals 185.km. Í flóðum getur vatnsmagnið orðið 20 sinnum meira en venjulega, en meðalrennsi Hvítár við Gullfoss er 100m³/s. Áin rennur saman við sogið við Öndverðarnes og myndar Ölfusá. 

hvitá

 

Fimmtudagur 19.feb

Í dag fengum við heimaprófi okkar til baka, ég fekk 9,5 :) Svo fórum við í tölvuverið og gerðum nokkur verkefni og settum í Verkefnabankann.

 

 

 

Hlekkur 5,vika 3

Mánudagur 9.feb

Ég var veik en hinir krakkarnir voru að ræða saman um veður

Þriðjudagur 10.feb

Á þriðjudaginn var hóparverkefni og við áttum að gera plaggat. Ég var með Siggu, Jónasi og Gabríel í hóp. Við gerðum plaggat um hvað ræður veðri.

Fimmtudagur 12.feb

Við byrjuðum að kynna plaggatið okkar um veður . Síðan fengum við heimapróf sem á að skila á mánudaginn. Við enduðum svo tímann á því að skoða blogg.

Gömul frétt um vont veður :)

vika 4

Mánudagur 15.sept

Við byrjuðum á Nearpod kynningu um lindýr, skrápdýr, snigla, kolkrabba, samlokur og smokkfiska.

Lindýr eru dýr sem eru hörð að utan(með skel), en eru mjúk að innan.

Helstu hópar lindýra

smokkar, samlokur og sniglar.

Skrápýr

Skrápdýr eru t.d. sæbjúgu, ígulker, krossfiskar. Það sem er merkilegt við skrápdýr er að ef þau missa eh part af líkamanum vex hann alltaf aftur.

Þriðjudagur 16.sept

Það var dagur íslenskrar náttúru. Við byrjuðum tíman á því að tala um afh skógur væri farin að minnka á Íslandi og við töluðum líka um Tungufellsskóg sem er einn af upprunalegum skógum frá landnámi. Svo fórum við út að týna birkifræ fyrir HekluskógaÞegar við vorum búin að týna fræ i svona u.m.þ.b 30mín fórum við inn í Alías.

Fimmtudagur 18.sept

Það var ekki skóli á fimmtudaginn.

 

 

Vika 3

Mánudagur

Á mánudaginn fórum við ekki í skólann, við vorum í kirkjuferðalagi.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn fengum við nýjar glærur og svo kynntum plakötin sem við gerðuk í seinustu viku.

 

Föstudagur

Á föstudaginn byrjuðuk við á því að horfa um fræðslumynd um Þjórsárver og glósuðum það sem okkur fannst mikilvægt.

Ég glósaði m.a.

 • Það var stórt gos í Heklu 1947 sem stóð í 13 mánuði.
 • Þjórsá dregur nafnið sitt af þjór sem merkir naut.
 • Þjórsá er lengsta á landsins og er 230.km löng.

Svo prófuðum við nýtt app í ipad sem heitir nearpod. Okkur gekk soldið illa í byrjun að fatta hvernig þetta virkaði,en það kom. Þetta virkar þannig að það við fengum ipad 2 og 2 saman og svo var Gyða með aðal ipadinn. Í aðal ipadnum var Gyða með glærusýningu, þegar gyða fletti á næstu glæru flettist líka hjá okkur. Svo gat Gyða líka sett inn spurningar og svoleiðis. Mér fannst þetta mjög gaman og vona að við gerum þetta aftur.

Í þessari viku lærði ég t.d.

 • Hofsjökull er skriðjökull
 • Þjórsá rennur úr hofsjökli
 • Ver getur merkt tvennt : mýri eða flói eða vísað til staðar sem menn veiddu dýr eða týndu egg.
 • Samlífi: samhjálp-sníkjulíf-gistilíf.
 • Rústir
 • Fléttur eru eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lifríki.

Mynd af Þjórsárveri

tjorsarver