Archives

Vika 8

Hæ’

Mánudagur

Á mánudaginn vorum vid að rifja upp fyrir próf  og svo fórum við í Alias og ég var með Ástráði, Gabriel og Vitaliy í hóp. Okkur gekk alveg ágætlega við vorum komin lengst, en svo var tíminn búinn svo við þurftum að stoppa.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við í próf. Mér gekk alveg ágætlega, fannst þetta sanngjarnt, bara soldið erfitt afþví að ég æfði mig greinilega ekki alveg nógu vel.

 

Föstudagur

Við fengum til baka prófin okkar. Ėg var með alveg ágæta einkunn, en var meðaleinkunin því miður bara 5. Svo eftir prófið fengum við séns til að hækka einkuninna okkar með því að taka gamalt efnafræðipróf, þrír og þrír saman. Þeir sem voru með svipaðar einkunnir voru settir saman, ég, Halldór og Ástráður vorum saman. Okkur gekk alveg ágætlega en sumt af þessu könnuðumst við ekkert við, svo við giskuðum bara. Við fengum gott út úr prófinu og hækkuðum öll smá.

~Birgit

 

vika 5

Sæl,

Á fimmtudaginn í síðustu vorum við að reyna að klára bæklingin(ég náði því ekki).

Á föstudaginn fórum við í stöðvavinnnu, ég var með Siggu L og Eydísi í hóp. Það var mjög gaman…

Stöðvarnar

 1. Þraut – ekkert tengd efnafræðinni
 2. Athugun – kertalogi.
 3. Tölva – PhET
 4. Teikning – teikna upp atóm,  samsætur og jónir.
 5. Bók – Eðli vísinda, 5.kafli.  Sjálfspróf 
 6. Tölva  efnafræði  viðbót
 7. Teikning – mynd 4.16 bls. 69 í námsbók – teikna upp og útskýra.  Nota liti óspart en markvisst.
 8. Spurningaleikur – hugtök og skilgreiningar
 9. Hugtök – vinna með skilgreiningar og tengingar á hugtakakortinu
 10. Athugun – efnahvarf – bls. 69 í námsbók – muna eftir að nota efnatákn rétt í efnajöfnunni.
 11. Tölva – samsætur og massatala frumeinda
 12. Lifandi Vísindi valin grein lesin og búa til tvær spurningar.
 13. Verkefni  svara spurningum úr námsbókinni.
 14. Tölva – samsætur
 15. Athugun – eðlismassi.
 16. Tölva – sætistala og massatala
 17. Athugun – matarsódi og edik.

Ég og hópurinn minn fórum í allar tölvustöðvar og nokkrar venjulegar. Skemmtilegasta stöðin var að gera tilraun með ediki, matarsóda og blöðru, í henni þurftum við að mæla edik og setja í tilraunarglas, svo vigtuðum við matarsóda og settum í blöðruna hvolfdum blöðrunni á tilraunaglasið og þá blést blaðran upp. Það er vegna þess að þegar edik og matarsódi blandast saman hvarfast það í (eithvað flókið efni man ekki hvað það heitir). þar verður til gastegund og þess vegna blæst blaðran upp.

 

Á mánudaginn vorum við að vinna í hefti og fórum svo yfir það. Svo skoðuðum við eithvað um skaðsemi tóbaks.

 

Svo á morgunn fimmtudag eigum við að klára bæklingin.

Efnafræði

Efnafræði

random frétt

 

 

Bless bless :)

Vika 2

Sæl,

Á föstudaginn vorum við í tvöföldum tíma og við skoðuðum lotu kerfið og lærðum hvað er flokkur og hvað er lota i því. Svo lituðum við lotu kerfið í réttum litum og fórum svo í frímínútur, eftil frímínuútur áttu þeir sem ekki kláruðu að lita að klára það. Einnig áttum við að fara í stöðva vinnu en við vorum aðeins of lengi að lita svo við náðum því ekki.

Á mánudaginn var ekki skóli svo við gerdum náttúrulega ekkert þá…

Á morgun fimmtudag eigum við að byrja á bæklingum okkar um eitthvað sérstakt efni sem við völdum og til þess að gera hann eigum við að nota Publisher. Ég held ég hafi valið Osmín ég man thad ekki alveg.

Frétt

 

Osmín

Osmín

Publisher

Publisher

 

Takk fyrir mig!

Birgit

Vika1.

Sæl,

Á fimmtudaginn fengum við prófið okkar og matsblad til baka, tókum stutt stöðumat um efnafræði. (það gekk ekki  mjög vel). Svo í lok tímans fengum við að fara niður í tölvuver og reyna að klára skýslugerð.

Á föstudaginn byrjuðum við í nýjum hlekk, efnafræðihlekk. Við ættluðum að horfa á frumeindarmynd og svara spurningum en myndin var biluð, skoðuðum lotukerfið og námsbækur sem við munum fara að vinna í. Skoðuðum norðurljósapár á Veður.is.

Á mánudaginn fengum við afhentar fyrstu glósurnar í þessum hlekk, fengum að sjá Daniel Radcliff syngja lotukerfið. Einnig fengum við að sjá eitt myndband með hinum fyndna Mr.Bean og hér má sjá það.

Efnafræði

Efnafræði

 Frétt

 

Takk fyrir mig :)

Birgit

Vika 5.

Sæl’

Mánudagur

Á mánudag var farið yfir glósur, t.d var farið yfir frumhimnuna, frumuvegginn, frumulíffæri, mismunandi frumur og stærðir þeirra.

 

Fimmtudagur

Við fórum í tölvuver og skoðuðum nokkrar skemmtilegr síður.

Á þeim gátum við púslað, skoðað heiminn t.d sjá stærð centrla park og jarðarinnar, og margt fleira.

Hér eru tvær síður: smellið hér og hér.

 

Föstudagur

Við fórum í stöðvavinnu og hér fyrir neðan getið þið séð stöðvarnar sem við gátum valið um.

Ég var með Ástráði í hóp,okkur gekk svona ágætlega. Við náðum ekki alveg að gera nógu mörg verkefni, en þau sem við gerðum gengu vel.

 1. Bók – Maðurinn JPVbls. 54-55 – verkefni

 2. Verkefni – Þú ert meira en þú heldur – smá stærðfræði í boði.

 3. Bók – Inquery into –  Life – skoðum myndir – litaleikur

 4. Verkefni – frumusamfélagið.

 5. Tölva – Er allt gert úr frumum?

 6. Tölva – cellsalive hve stór er?

 7. Teikna upp frumu.

 8. Tölva cell games og  animal cell game

 9. Smásjá – tilbúið sýni   / dýrafruma og plöntufruma

 10. Hugtakavinna

 

Frétt um frumur.

 

Myndir

Dýrafruma

DýrafrumaPlöntufruma 

Plöntufruma

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Takk fyrir mig

Birgit

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vika 4

Sæl’

Á föstudaginn 20.sept vorum við í hópavinnu. Þar áttum við að búa til plaggat um ruslaflokkun. Við áttum að gera þrjá flokka : lífrænt, pappír og almennt rusl. Ég og minn hópur teiknuðum þrjár ruslatunnur eina bláa(pappír),eina græna(lífrænt) og eina gráa/svarta(almennt rusl).svo klipptum við út littla hvíta kassa og teiknuðum á það t.d. bananahýði,ydd og epli(lífrænt). Rör, plastpokar og jógúrtdósir(almennt rusl). Kókómjólkferna,þurrkur og pappír(pappír).

Í seinni tímanum áttum við að klára plaggatið. Þá átti hópurinn minn að far niður í 4.b, kynna plaggatið og svo gáfum við þeim tunnu og maispoka fyrir lífrænt rusl og kassa fyrir pappír. Svo kenndum við þeim að flokka.

 

flokkunflokkun 1

 

flokkun sorps frétt

 

 

Takk fyrir mig :)

Birgit

Vika 3

Sæl’

Í dag ættla ég að blogga um kríur.

Krían í miklum erfiðleikum.

Á Íslandi hefur sandsílastofninn minkað mikið síðustu ár.Það er m.a  vegna hlýnun sjávar. Margar sjófuglstegundir eiga í erfiðleikum út af þessu. Kríustofninn hefur farið hrakandi frá arinu 2004.
„Þær eru að verpa einu til tveimur eggjum í hreiður og hafa seinkað varptímanum um 5 eða 6 daga,“ segir Einar.

smellið hér til að lesa meira.

kría

Takk fyrir mig

Birgit

 

Vistfræði

Sæl’

Í þessum hlekk erum við að læra um vistfræði.

Vistfræði er vísindagrein sem snýst um rannsóknir á dreifingu lífvera og fjölda lífvera, atferli þeirra og samskipti við umhverfi sitt, jafnt hvað varðar ólífræna þætti á borð við veðurfar og jarðfræði, og lífræna þætti á borð við aðrar tegundir lífvera.

Hópa vinna.

  Í seinusutu viku vorum fórum við út að greina lauftré eða runna í hópum. Ég var með Eydísi og hönnu. Við áttum að greina fjögur tré eða runna.Við greindum m.a. ösp,víði og rifsberjarunna, við stoppuðum reyndar þar og átum rifsber í svona 20.mín. Ég man samt ekki hvað seinasti runninn sem við greindum heitir.Svo þegar allir voru komnir inn fór Gyða(kennarinn) inn á internetið og leitaði af öllum trjánum og plöntunum sem við fundum og sýndi hinum hópunum.

 

Myndir

Rifsberjaplanta

Heimildir:

Mynd 2: http://berjavinir.com/?page_id=46

Mynd 1: http://visindavefur.is/svar.php?id=7286

Takk fyrir mig :)

Að fullorðnast

Hæ’

Í dag ættla ég að fjalla um það þegar maður fullorðnast.

Stelpur og strákar þroskast á sama hátt þangað til að þau eru orðin c.a. 12 ára . Þá tekur kynþroskaskeiðið við. þá eru mikklar breytingar að gerast í líkamanum. Þá ert þú að fullorðnast.

Á þessu tímabili verða mikklar breytingar í líkamanum .

 • Þú stækkar hraðar
 • Það vex hár í handakrikum og í kringum kynfærin.
 • Þú svitnar hraðar og meira en áður.
 • Þú gerist fær um að eignast börn.
 • Flestir fá bólur.
 • Strákum fer að vaxa skegg og þeir fara í mútur.
 • Hjá stelpum stækka brjóstin, mjaðmirnar breikka og þær byrja á blæðingum.

Þetta allt gerist þegar sérstök hormón í líkamanum fara af stað. Hormón eru efni sem stýra ýmsum hlutum í líkamanum s.s. kynþroskanum. Sum hormón myndas í heilanum.

Stelpur
Flestar stelpur verða kynþroska á undan strákum. En maður veit samt aldrei hvenar þetta byrjar , en flestar stelpur verða kynþroska á aldrinum 10-13 ára. Fyrstu merki um kynþroska hjá stelpum eru oftast þegar brjóstin stækka.
Hár fer að vaxa á líkamann, það koma bólur og  svo eru það blæðingar.
Strákar

Strákar byrja oftast á kynþroskanum á aldrinum 12-15 ára. Beinin verða öflugri og vöðvarnir sterkari.
Axlirnar breikka, Mútur koma, kynfærin stækka, það koma bólur og hár fer að vaxa á líkamann. Stelpur fara líka í mútur en það heyrist ekki jafn vel því þær eru þrjú ár í mútum en strákar einungis þrjá-sex.

Smelltu til lesa meira
                                                 

Þessar stelpur og strákar  eru öll 13 ára.                                                                                                                                                                

Myndir teknar á vísir.is og visindavefur.is

-Birgit