Archives

Unglingabólur

 Hæ’
Í dag ætla ég að svara nokkrum spurningum um unglingabólur.
 1. Unglingabólur er algengt og alvarlegt húðvandamál – hvenær er algengast að þetta húðvandamál byrji.
  Algengast er að þær byrji að koma á aldrinum 12-14 ára en yngri börn geta líka fengið þær.
 2. Hver er orsökin?
  Örsökin er sú að aukning verður á framleiðslu karlkynshormónsins Androgen hjá báðum kynjum. Þessi aukna hormónaframleiðsla leiðir til aukinnar framleiðslu á húðfitu í fitukirtlum og flæðir húðfitan upp á yfirborð húðar.
 3. Hafa unglingabólur áhrif á unglina – útskýrðu
  Unglingabólur geta haft mikil áhrif t.d. vanlíðan. Einnig getur það skapað félagsleg vandamál.
 4. hvað er til ráða – heimameðferð – leitað til snyrtifræðings – eða leitað heimilislæknis eða húðsjúkdómalæknis
  Það fer eftir eðli kvillans hver er best að leita.
  Ef kvillin er alvarlegur þarf að leita til læknis.
  Snirtifræðingar vita mikið um húð og húðsjúkdóma og kunna að meðhöndla ýmsis húðvandamál.

Meira um bólur hér

 

 

Mynd fengin hér

Takk fyrir mig!

#Birgit

Vistkerfi

Hæ’

Í dag ætla ég að fjalla um Vistkerfi.

Vistfræði

 • Hvert vistkerfi er eining eða heild sem nær bæði til allra lífvera og umhverfis þeirra.
 • Hin ýmsu vistkerfi framfleyta mismunandi stofnum dýra og plantna.
 • Allir hlutar vistkerfis, bæði lifandi og lífvana, verða að tengjast á árangursríkann hátt og starfa sem ein heild.

 Jafnvægi í vistkerfi

 • Í vistkerfi ríkir oftast jafnvægi milli þeirra lífvera sem þar lifa.
 • Ef röskun verður á einum hluta  vistkerfisins getur það skapað vanda í öðrum hluta.
 • Algengustu orsakir jafnvægisröskunar eru af völdum náttúrulegra breytinga (t.d. náttúruhamfara) og vegna umsvifa mannsins.

 

Myndir

 

Heimildir:

Mynd 1

Mynd 2

 

 

▼ Takk fyrir mig ☺

Líffræðin, Þingvellir

Lífríki vatnsins:

 1. Hvaða áhrif hefur aldur hraunsins á lífríkið?
 2. Fjallaðu um tegundir jurta og dýra.

   Svör:

1.“Ungur aldur hraunanna gerir það að verkum að upptaka steinefna er mikil í grunnvatninu sem er ein af

undirstöðum fjölbreytts lífríkis í Þingvallavatn.“

2.“Lággróður nær út á 10 metra dýpi en hágróður myndar stór gróðurbelti á 10-30 metra dýpi. Um 150 tegundir

jurta  og 50 tegundir smádýra beita sér á þennan gróður, frá fjöruborði og út á mikið dýpi. Í fjöruborðinu lifa 120 þús. dýr á hverjum m2 en á 114m. dýpi lifa um 10 þúsund.  Ein nýjasta tegundin sem hefur uppgötvast í Þingvallavatni er náhvít og blind marfló.  Hún hefur lifað í grunnvatni í hellum í milljónir ára og staðið af sér ísaldir og eldsumbrot.“

 

  Gróður og dýralíf

1.  Hvaða áhrif hefur það á dýralíf að Þingvallarvatn er sérstaklega djúpt.

      Svör:

1.“Þingvallavatn er sérstaklega djúpt og dregur af þeim sökum ekki til sín eins marga vatnafugla og grynnri vötn á borð

við Mývatn gera. Að staðaldri lifa 52 fuglategundir við vatnið og 30 aðrar koma og fara.

Þekktasti fugl vatnsins er himbriminn sem verpir á fáeinum stöðum við vatnið. Hann er styggur og ver svæði sitt af ákafa.“

   Allur texti tekin hér

     

Mynd tekin                                                  Mynd tekin

 

-Birgit

Hvítá

Hæ’

Í gær vorum við í stöðvavinnu við erum að læra um Hvítá.

Hvítá er þrjiðja lengsta á landsins og hún er 185 km2.

Hvaða ár renna í Hvítá? Þær er margar t.d. Tungufljót, Brúará, Stóra-Laxá, Grjótá, Sandá, Stangará, Jökulhvísl.

Ölfusá verður til þar sem Hvítá og Sogið renna saman í eitt undan Öndverðarnesi í Grímsnesi. Sogið er lindá sem kemur úr Þingvallavatni en Hvítá er blanda af jökul-og bergvatni. Hvítá felllur ú Hvítárvatni suðaustan við Langjökul.

Texti fundin hér

Í hvaða þrjá flokka skiptast ár?

Svar: Lindár, Jökulár og dragár.

Hver er munurinn?

Svar:

Dragár eiga sér engin glögg upptök. Þær verða til úr sprænum og lækjum en stækka smám saman.

Lindár eiga sér glögg upptök í lindum. Vatnsrennsli lindáa er jafn árið um kring og hafa breyring á úrkomu og hita lítil áhrif á þær.

Jökulár koma undam jöklum og verða til þegar jökulísinn bráðnar. Vatnsmagn jökuláa fer eftir lofthita og eru þær margfalt vatnsmeiri að sumri en um veturna.

texti tekin úr auðvitað bók 3

River Rafting on Hvítá in Iceland Photo Elli

mynd fengin hér

Ef maður grefur ofan í jörðina sér maður stundum setlög.  Setlög eru hraunlög, eða þar sem set safnast saman eftir eldgos.

 

bent-rock-layers-small

mynd fundin hér:

-Birgit Ósk

 

Home

Hæ’

Í gær horfðum við á mynd í náttúrufræði, myndin heitir home og er fræðslumynd frá árinu 2009. Í myndinni eru teknar loftmyndir af u.m.þ.b. 50 löndum. Jörðin er veik og við þurfum að hugsa vel um hana og hjálpast að.

Mannkynið hefur sett jörðina í hættu með því að ofnýta auðlindir jarðar og veiða of mikin fisk svo að lokum mun allt þetta verða búið. Við höfum u.m.þ.b. 10 ár til að laga þetta en þá verðum við að skilja hvað við verðum að fara vel með auðlindirnar sem við höfum.

Nokkur lönd eru til fyrirmyndar í þessu markmiði meðal annars:

Kosta Ríka, Nýja Sjáland, Ísland, Svíþjóð, Ástralía og Danmörk. Öll þessi lönd eru nefnd sem dæmi um þjóðir sem hafa nýtt sér endurnýtanlega orku á einn eða annan hátt.

MYNDIR

       

Myndir teknar af: Topics.nytimes.com ,theinnovationdiaries.com , Michaelbrowntoday.com.

Fimmtudagurinn 15.11.2012.

Í dag vorum við að æfa okkur að lesa ljóðin okkar og sýna glærurnar sem við bjuggum til í íslenskutímum.

Því að á morgunn er dagur íslenskrar tungu og þá meiga foreldrar og ömmur og afar koma að horfa á .Allir bekkirnir verða með eiithvað atriði. Sumir leika leikrit, sumir syngja og sumir lesa ljóð! Ég er með glærusýningu um hvítblæði og genameðferð flestar upplýsingarnar fyrir það fengum við úr lifandi vísindi og myndirnar stálum við frá gooogle. Ég og minn bekkur ættlum að lesa ljóð,sýna myndir og sýna glærusýningar.

Vonum að margir koma að sjá.

Takk fyrir mig!!!

1.nóv 2012

Hæhæ’

Í dag vorum við í stöðvavinnu og vorum mest að velta fyrir okkur frumefni,efnablöndu og efnasamband.

Hér kemur dæmi um frumefni og efnablöndu.

Vatn=H2O= efnablanda

Vetni=H2=frumefni

Kvikasilfur=Hg=frumefni

Nitur=N2=frumeni

Ammoníak=NH3=efnablanda

Salt=NaCl=efnablanda

Gull=Au=frumefni

Koltvíoxið=CO2=efnablanda

Hver er munurinn?

Munurinn er sá að frumefni eins og Nitur það er N2 það eru bara þveir skammtar af Nitri. En efnablanda er t.d. Salt NaCl þar eru tvö eða fleiri efni í einu eins og í salti er Na og Cl. Það er munurinn.

Heimild: Auðvitaðbók 3 bls.12

Föst efni:

Í föstum efnum liggja sameindirnar mjög þétt saman.

Þær titra í stöðugri sveifluhreyfingu en færast þó ekki úr stað.

Vökvar:

Sameindir í vökva liggja þétt saman en þær tengjast ekki

eins sterkt saman og sameindir í föstum efnum.

Þær geta því hreyft sig og breytir vökvi um lögun og rennur.

Heimild myndar:norðlingaskóli.is

Lofttegundir:

Í lofttegundum er mjög langt á milli sameinda og þær eru á þeytingi í allar áttir.

Því er engin tenging á milli þeirra.

Eina snertingin sem verður á milli sameinda er þegar þær rekast hver á aðra.

Heimild:Auðvitaðbók 3 bls.13

                                                                     Nú ættlum við að velta nokkrum spurningum fyrir okkur.

                         Spurningar:

                       1.Hvað er gler? fast efni-vökvi eða lofttegund.?!

                       2.Er hægt að búa til gull?

                        Svör:

                       1.Gler er vökvi. Sumir vökvar eru mjög seigir eins og síróp og gler.

                       2.Nei gull er frumefni.

takk fyrir mig.

Birgit

                       

Hamskipti!!!

Á mánudaginn byrjuðum við í nýjum hlekk. Eðlis og efnafræði sem er alveg til 3.nóv.

Á mánudaginn vorum við að læra um hamskipti. Efni geta skipt um ham á þrennskonar hátt. Vökvaham-loftham-storkuham.

Við hitun þenjast flest efni út en við kælingu dragast þau saman. Eiginleikar efna sem greina eitt efni frá öðru er t.d. eðlismassi,suðumark og hitaþensla. Það er alltaf eitthvað á hreyfingu þó að það sé frosið. Nema þegar það er orðið 273,15°c þá hættir allt að hreyfast. Það kallast ALKUL.

Til eru vökvar-föst efni -lofttegundir…  t.d. vökvar:vatn-olía-mjólk, föst efni: gull-silfur-kopar,lofttegundir:gas-súrefni og margt fleira.Bræðslu og frostmark vatns er 0°c og suðumark vatns er 100°c.

Í dag vorum við í stöðvavinnu. Við áttum að teikna og útskýra hamskipti, Svara spurningum um hamskipti,hugtakavinna-spurningar og svör,unnum í bækling svo máttum við lesa lifandi vísindi í korter… Við unnum líka í bækling um hamskipti.

 

                                                                                     

ÞURRGUFUN. Heimild: vísindavefurinn.                                                                                                  Þurrís=þurrgufun. Heimild: blogg

HAMSKIPTI  Youtube  vökvaham yfir í storkuham

takk fyrir mig!!! 😀

 

Hlekkurinn!

 

Hjartað

Hjarta spendýra er fjórhólfa og efri hólfin hvoru megin kallast gáttir  en neðri hólfin hvolf. Þannig skiptist hjartað í vinstri og hægri gáttir og vinstri og hægri hvolf.

Hjartað virkar sem tvöföld dæla þar sem hægri hluti þess tekur við súrefnissnauðu blóði frá stóru blóðhringrásinni, sem liggur um líkama og útlimi, og dælir því til lungna. Þannig kemur súrefnisríkt blóð frá lungum inn í vinstri hluta hjartans sem svo sér um að dæla blóðinu út til vefja líkamans. Sé hjartað skoðað sést greinilega hvor hlutinn dælir lengra og gegn hærri þrýstingi, því veggir vinstra hjartahvolfs eru mun þykkari en aðrir veggir í samræmi við álag.

Milli gátta og hvolfa eru hjartalokur sem opnast og lokast reglulega samfara blóðdælingunni. Slíkar lokur er einnig að finna á aðalæðum frá hjartanu. Hjartsláttarhljóðið eru smellir í hjartalokunum.

Hjartavöðvinn er sérhæfður vöðvi úr sérhæfðum vöðvafrumum sem geta starfað óháð heildinni, svo sem í næringarlausn. Þessar frumur dragast saman í takt fyrir tilstilli rafboða sem koma frá gúlpshnúti í vegg hægri gáttar.

 

Lungun

Lungun eru tveir svampkenndir, loftfylltir pokar sitt hvorum megin í brjóstholinu. Þau eru helstu öndunarfæri líkamans. Barkinn leiðir innöndunarloft ofan í lungun en hann klofnar í tvær berkjur sem síðan greinast í sífellt minni berklur í hvoru lunga. Á endum minnstu berklnanna eru klasar af blöðrum, svokölluðum lungnablöðrum. Hver lungnablaðra er 200-300 µm í þvermáli.

Það er hlutverk lungna að koma súrefni innöndunarloftsins í blóðrásina og losa koltvíildi (koltvíoxíð) úr blóðinu. Þetta fer fram með flæði á þessum lofttegundum milli blóðs í háræðum og lofts í lungnablöðrunum. Súrefni og koltvíildi flæða þá úr meiri styrk í minni, það er súrefni úr lungnablöðrum í blóðið og koltvíildið öfuga leið. Það eru aðeins tvö frumulög sem skilja þessi tvö hólf að. Veggur háræðanna er aðeins eitt frumulag á þykkt og veggur lungnablaðranna sömuleiðis.

 

 

 

 

Barkakýlið er líffæri sem er að finna í hálsi skriðdýr, fuglum, spendýra og mönnum sem hefur hlutverki að gegna í öndun, myndun hljóða / tali og vörn barkans gegn kæfingu. Barkakýlið hefur áhrif á tónhæð og styrk hljóða. Í barkakýlinu eru raddböndin sem eru mikilvæg í myndun hljóða og þau er að finna undir staðnum þar sem kokið skiptist í brakann og vélindað.

 

 

 

 

 

Heimildir:vísindavefurinn.

Hlekkurinn.

Í þessari viku vorum við að fara yfir hvað við munum. Ég ættla að skrifa um það sem við erum búin að gera í þessum hlekk.

Það eru u.m.þ.b. 200 bein í mannslíkamanum og 640 vöðvar. Ef vöðvar og bein ynnu ekki saman gætum við ekki hreyft okkur við værum bara ein klessa á gólfinu. Stærsta beinið í mannslíkamanum er lærleggsbein og það minnsta ýstað. Það eru tvær mismunandi tegundir beina. Sívöl og flöt. Sívöl bein eru í handleggjum og fótleggjum. Flöt bein eru t.d. hryggur og rifbein. Liðamót eru tildæmis í öxlum og mjöðmum. Þeir kallast kúluliðir. Í olnboganum eru hjöruliðir. Til eru þrjár tegundir vöðva hjarta – þverrákóttir – sléttir vöðvar. Þú hefur stjórn á rákóttum vöðvum en ekki sléttum vöðvum. Hjartavöðvin sér um það að pumpa blóði. Í einum dropa af blóði er u.m.þ.b. 40% blóðvökvi-10%blóðflögur-10%hvít blóðkorn-40%rauð blóðkorn. Við viljum frekar heitt loft heldur en kalt loft. Mænan er inn í hryggjaliðunum ef hún skaddast lömumst við.

 

Þetta erum við búin að læra um í hlekknum og líka um lungun. En ég gerði um þau seinast.

vöðvar  Beinagrind  mænan